Leikskólamál – eldri borgarar Katrín J. Björgvinsdóttir skrifar 31. mars 2023 10:01 Eftir því sem mér skilst er nokkuð um það að eldri borgarar og eftirlaunaþegar séu í þeirri stöðu að gæta litlu barnanna sem fá ekki pláss á leikskólum, þar á meðal ég. Það var reyndar ekki meiningin að ég ætlaði mér það þegar ég hætti að vinna, en sú er raunin, þar sem þeir sem eiga að sjá um nægt leikskólapláss fyrir ungviðið eru ekki að standa sig. Að detta í hug að það sé lausn að borga foreldrum fyrir að vera heima er fjarstæða í flestum tilvikum, fólk er tæplega að mennta sig og leita eftir vinnu við hæfi til þess að vera heima. Það ætti a.m.k. að vera val í nútíma samfélagi. Pólitíkusar tala um manneklu á leikskólum og alls konar vangaveltur koma upp um það hvernig eigi að leysa þau mál – allt nema það að hugsanlega gæti virkað að greiða starfsfólkinu betri laun. Auk þess sem það er alveg makalaust að það þurfi að loka hverjum leikskólanum á fætur öðrum sökum skorts á viðhaldi, hvurs konar kæruleysi er það að láta þessa hluti drabbast niður? Ég lít svo á að vandi foreldra ungra barna sé einnig okkar vandi sem eldri erum og skora því á þá eldri borgara sem eru í þeirri stöðu að sjá fram á að verða bundin yfir ungum börnum að leggja foreldrunum lið, t.d. með því að mæta með þeim í Ráðhúsið og krefjast aðgerða af hálfu borgaryfirvalda. Atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og stjórnvöld þurfa að koma þarna inn, það er allra hagur að hafa þessi mál í lagi. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að ég ætti eftir að stinga niður penna til að skrifa um leikskólamál, rígfullorðin manneskjan, en jú þannig er það bara. Litlu börnin okkar eru ekki vandamál – sköpum þeim og foreldrum þeirra umhverfi sem er ásættanlegt fyrir alla – það er vel hægt ef allir leggjast á eitt. Höfundur er eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Leikskólar Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir því sem mér skilst er nokkuð um það að eldri borgarar og eftirlaunaþegar séu í þeirri stöðu að gæta litlu barnanna sem fá ekki pláss á leikskólum, þar á meðal ég. Það var reyndar ekki meiningin að ég ætlaði mér það þegar ég hætti að vinna, en sú er raunin, þar sem þeir sem eiga að sjá um nægt leikskólapláss fyrir ungviðið eru ekki að standa sig. Að detta í hug að það sé lausn að borga foreldrum fyrir að vera heima er fjarstæða í flestum tilvikum, fólk er tæplega að mennta sig og leita eftir vinnu við hæfi til þess að vera heima. Það ætti a.m.k. að vera val í nútíma samfélagi. Pólitíkusar tala um manneklu á leikskólum og alls konar vangaveltur koma upp um það hvernig eigi að leysa þau mál – allt nema það að hugsanlega gæti virkað að greiða starfsfólkinu betri laun. Auk þess sem það er alveg makalaust að það þurfi að loka hverjum leikskólanum á fætur öðrum sökum skorts á viðhaldi, hvurs konar kæruleysi er það að láta þessa hluti drabbast niður? Ég lít svo á að vandi foreldra ungra barna sé einnig okkar vandi sem eldri erum og skora því á þá eldri borgara sem eru í þeirri stöðu að sjá fram á að verða bundin yfir ungum börnum að leggja foreldrunum lið, t.d. með því að mæta með þeim í Ráðhúsið og krefjast aðgerða af hálfu borgaryfirvalda. Atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og stjórnvöld þurfa að koma þarna inn, það er allra hagur að hafa þessi mál í lagi. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að ég ætti eftir að stinga niður penna til að skrifa um leikskólamál, rígfullorðin manneskjan, en jú þannig er það bara. Litlu börnin okkar eru ekki vandamál – sköpum þeim og foreldrum þeirra umhverfi sem er ásættanlegt fyrir alla – það er vel hægt ef allir leggjast á eitt. Höfundur er eldri borgari.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun