Hætta í kaffinu en bæta í partýið á Mikka ref Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2023 10:24 Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, segir það ekki lengur borga sig að selja kaffi á Íslandi. Vísir/Vilhelm Kaffivélarnar á kaffi- og vínbarnum Mikka ref þagna í dag. Halldór Laxness Halldórsson, einn eigenda staðsins, segir það ekki borga sig lengur að selja kaffi. Í staðinn verði bætt í partýið á vínbarnum með nýliðum í eigendahópnum. Halldór, sem er betur þekktur sem Dóri DNA, opnaði Mikka ref ásamt Ben Boorman árið 2021. Þeir hafa rekið kaffi- og vínbar við Hverfisgötu 18, gegnt Þjóðleikhúsinu, og kaffisöluútibúi í Grósku hugmyndahúsi á háskólasvæðinu. Breyting verður á klukkan 16:00 í dag en þá verður kaffisölunni í Grósku lokað í síðasta skipti. „Veitingabransinn er orðinn ansi snúinn og það borgar sig ekki eins og staðan er núna að selja kaffi. Við erum voða fegnir að vera komnir út úr því og að vera komnir í eitthvað sem við lögðum upphaflega upp með að gera. Verði kaffivélum miðbæjarins af því,“ segir Halldór við Vísi. Sá upphaflegi tilgangur var að selja gott vín. Halldór segir nóg af góðu kaffi í Reykjavík ennþá en afskaplega fáir staðir einblíni á að bjóða upp á náttúruvín og stemmingu. Héðan í frá verður opið á Hverfisgötunni frá klukkan 17:00 og fram á kvöld á meðan fólk er í stuði eins og á öðrum börum og veitingastöðum, að sögn Halldórs. Samhliða breytingunni koma þrír nýir inn í eigendahópinn, þeir Daníel Ólafsson, Björgvin Schram og Máni Hafdísarson. „Við ætlum að bæta í partýinu í staðinn og það eru komnir nýir félagar inn á staðinn á Hverfisgötu. Þar ætlum við bara að halda áfram að selja bestu vín fáanleg mannkyninu og vera með alveg ógeðslega góðan hamborgara,“ segir hann. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Halldór, sem er betur þekktur sem Dóri DNA, opnaði Mikka ref ásamt Ben Boorman árið 2021. Þeir hafa rekið kaffi- og vínbar við Hverfisgötu 18, gegnt Þjóðleikhúsinu, og kaffisöluútibúi í Grósku hugmyndahúsi á háskólasvæðinu. Breyting verður á klukkan 16:00 í dag en þá verður kaffisölunni í Grósku lokað í síðasta skipti. „Veitingabransinn er orðinn ansi snúinn og það borgar sig ekki eins og staðan er núna að selja kaffi. Við erum voða fegnir að vera komnir út úr því og að vera komnir í eitthvað sem við lögðum upphaflega upp með að gera. Verði kaffivélum miðbæjarins af því,“ segir Halldór við Vísi. Sá upphaflegi tilgangur var að selja gott vín. Halldór segir nóg af góðu kaffi í Reykjavík ennþá en afskaplega fáir staðir einblíni á að bjóða upp á náttúruvín og stemmingu. Héðan í frá verður opið á Hverfisgötunni frá klukkan 17:00 og fram á kvöld á meðan fólk er í stuði eins og á öðrum börum og veitingastöðum, að sögn Halldórs. Samhliða breytingunni koma þrír nýir inn í eigendahópinn, þeir Daníel Ólafsson, Björgvin Schram og Máni Hafdísarson. „Við ætlum að bæta í partýinu í staðinn og það eru komnir nýir félagar inn á staðinn á Hverfisgötu. Þar ætlum við bara að halda áfram að selja bestu vín fáanleg mannkyninu og vera með alveg ógeðslega góðan hamborgara,“ segir hann.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira