Ný verslun Góða hirðisins opnar loksins á morgun Fanndís Birna Logadóttir skrifar 31. mars 2023 13:08 Allt var að verða tilbúið þegar fréttastofa kíkti við fyrr í mánuðinum. Vísir/Einar Ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opnar við Köllunarklettsveg í húsnæði gömlu Kassagerðarinnar á morgun. Verslunum á Hverfisgötu og í Fellsmúla var lokað fyrr á árinu en flutningar höfðu tafist um nokkuð skeið. Húsnæðið er tvöfalt stærra en fyrri verslun og stefnt er á að koma fleiri hlutum aftur í hringrásarkerfið. Tilkynnt var um flutningana í febrúar 2022 en þá var stefnt á flutninga í janúar 2023. Vegna framkvæmda í gömlu Kassagerðinni dróst það aðeins en versluninni á Hverfisgötu var lokað þann 31. janúar og versluninni í Fellsmúla var lokað 20. febrúar. Nú liggur fyrir að nýja verslunin muni opna á morgun, fyrsta apríl, klukkan ellefu en tekið er fram í tilkynningu að þetta sé ekki aprílgabb. Nýja verslunin er tvöfalt stærri en eldri verslun Góða hirðisins. Fréttastofa kíkti í heimsókn fyrr í mánuðinum þar sem undirbúningur var í fullum gangi en fréttina má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Tekið er fram í tilkynningu að húsnæðið sé allt mun hentugra fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk en með stærri verslun er stefnt að því að koma fleiri vörum aftur inn í hringrásina en mögulegt var í minna húsnæði. „Góði hirðirinn er flaggskip í hringrásarhagkerfinu á Íslandi þar sem notaðar vörur, sem safnað er á endurvinnslustöðvum SORPU, eru seldar nýjum notendum. Með þessu þarf ekki að framleiða nýjar vörur heldur nota áfram þær gömlu, með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og jörðina,“ segir í tilkynningunni. Skrifstofur Sorpu flytjast einnig í húsnæðið og er stefnt á að aðeins fyrirtæki með græna stefnu verði á svæðinu. Verslun Sorpa Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Styttist óðum í að ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opni Æstir aðdáendur Góða hirðisins geta fagnað því að ný verslun opnar innan skamms í gömlu Kassagerðinni. Undirbúningur er í fullum gangi en þegar eru um hundrað tonn af vörum í búðinni og bætist stöðugt við. Vöruúrval verður aukið og sérstakt rými frátekið til að hjálpa fólki að endurnýta og laga. Verkefnastjóri segir þetta tímamót í sögu Góða hirðisins og endurnotkun á Íslandi. 13. mars 2023 22:00 Loka verslunum Góða hirðisins og hefja flutning í nýtt húsnæði Verslanir Góða hirðisins á Hverfisgötu og Fellsmúla munu sameinast í nýju húsnæði á Köllunarklettsvegi á næstunni. Verslunin á Hverfisgötu mun loka þann 31. janúar og verslunin í Fellsmúla lokar þann 20. febrúar. Þá mun netverslunin loka alfarið. 19. janúar 2023 14:21 Góði hirðirinn flytur í Kassagerðina Góði hirðirinn mun flytja úr Fellsmúla og í gömlu Kassagerðina við Köllunarklettsveg 1 í Reykjavík. Stefnt er að flutningum þann 1. janúar á næsta ári. 24. febrúar 2022 08:26 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Tilkynnt var um flutningana í febrúar 2022 en þá var stefnt á flutninga í janúar 2023. Vegna framkvæmda í gömlu Kassagerðinni dróst það aðeins en versluninni á Hverfisgötu var lokað þann 31. janúar og versluninni í Fellsmúla var lokað 20. febrúar. Nú liggur fyrir að nýja verslunin muni opna á morgun, fyrsta apríl, klukkan ellefu en tekið er fram í tilkynningu að þetta sé ekki aprílgabb. Nýja verslunin er tvöfalt stærri en eldri verslun Góða hirðisins. Fréttastofa kíkti í heimsókn fyrr í mánuðinum þar sem undirbúningur var í fullum gangi en fréttina má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Tekið er fram í tilkynningu að húsnæðið sé allt mun hentugra fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk en með stærri verslun er stefnt að því að koma fleiri vörum aftur inn í hringrásina en mögulegt var í minna húsnæði. „Góði hirðirinn er flaggskip í hringrásarhagkerfinu á Íslandi þar sem notaðar vörur, sem safnað er á endurvinnslustöðvum SORPU, eru seldar nýjum notendum. Með þessu þarf ekki að framleiða nýjar vörur heldur nota áfram þær gömlu, með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og jörðina,“ segir í tilkynningunni. Skrifstofur Sorpu flytjast einnig í húsnæðið og er stefnt á að aðeins fyrirtæki með græna stefnu verði á svæðinu.
Verslun Sorpa Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Styttist óðum í að ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opni Æstir aðdáendur Góða hirðisins geta fagnað því að ný verslun opnar innan skamms í gömlu Kassagerðinni. Undirbúningur er í fullum gangi en þegar eru um hundrað tonn af vörum í búðinni og bætist stöðugt við. Vöruúrval verður aukið og sérstakt rými frátekið til að hjálpa fólki að endurnýta og laga. Verkefnastjóri segir þetta tímamót í sögu Góða hirðisins og endurnotkun á Íslandi. 13. mars 2023 22:00 Loka verslunum Góða hirðisins og hefja flutning í nýtt húsnæði Verslanir Góða hirðisins á Hverfisgötu og Fellsmúla munu sameinast í nýju húsnæði á Köllunarklettsvegi á næstunni. Verslunin á Hverfisgötu mun loka þann 31. janúar og verslunin í Fellsmúla lokar þann 20. febrúar. Þá mun netverslunin loka alfarið. 19. janúar 2023 14:21 Góði hirðirinn flytur í Kassagerðina Góði hirðirinn mun flytja úr Fellsmúla og í gömlu Kassagerðina við Köllunarklettsveg 1 í Reykjavík. Stefnt er að flutningum þann 1. janúar á næsta ári. 24. febrúar 2022 08:26 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Styttist óðum í að ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opni Æstir aðdáendur Góða hirðisins geta fagnað því að ný verslun opnar innan skamms í gömlu Kassagerðinni. Undirbúningur er í fullum gangi en þegar eru um hundrað tonn af vörum í búðinni og bætist stöðugt við. Vöruúrval verður aukið og sérstakt rými frátekið til að hjálpa fólki að endurnýta og laga. Verkefnastjóri segir þetta tímamót í sögu Góða hirðisins og endurnotkun á Íslandi. 13. mars 2023 22:00
Loka verslunum Góða hirðisins og hefja flutning í nýtt húsnæði Verslanir Góða hirðisins á Hverfisgötu og Fellsmúla munu sameinast í nýju húsnæði á Köllunarklettsvegi á næstunni. Verslunin á Hverfisgötu mun loka þann 31. janúar og verslunin í Fellsmúla lokar þann 20. febrúar. Þá mun netverslunin loka alfarið. 19. janúar 2023 14:21
Góði hirðirinn flytur í Kassagerðina Góði hirðirinn mun flytja úr Fellsmúla og í gömlu Kassagerðina við Köllunarklettsveg 1 í Reykjavík. Stefnt er að flutningum þann 1. janúar á næsta ári. 24. febrúar 2022 08:26