Ekki talið óhætt að aflétta rýmingum frekar Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 17:50 Rýmingar verða áfram í gildi víða á Austurlandi. Þar á meðal á Neslaupstað. Stöð 2/Sigurjón Veðurstofa Íslands hefur kannað ástand hlíða á Austurlandi með tilliti til rýminga í dag. Ekki þykir óhætt að aflétta rýmingum frekar að svo stöddu. Hættustig er áfram í gildi vegna ofanflóða í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og gul viðvörun er í gildi á svæðinu vegna rigningar og asahláku samhliða hlýindum. Líkur eru á talsverðri rigningu fram undir hádegi á morgun. Rýmingum var aflétt að hluta í dag og gert var ráð fyrir því að unnt yrði að aflétta enn frekar. Í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi segir að það sé ekki talið öruggt að svo stöddu. Staðan sé endurmetin í sífellu og frekari tilkynningar verði gefnar út þegar breytingar verða á henni. Mörg snjóflóð hafa fallið síðasta sólarhringinn Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að mörg snjóflóð hafi fallið síðasta sólarhringinn fyrir austan. Stærstu snjóflóðin hafi fallið í Neskaupstað í gær og tvö þeirra á varnir ofan byggðarinnar. Snjóflóð sem hafa fallið í dag hafi verið minni og stöðvast ofar. Í dag hafi fallið krapaflóð víða, meðal annars í Berufirði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði. „Það dregur úr hættu á stórum snjóflóðum þegar blotnar í snjó á láglendi og fer að rigna í upptakasvæðum. Hinsvegar eykst hætta á krapaflóðum í rigningunni í dag og á morgun,“ segir í tilkynningunni. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Markmiðið að hlúa að íbúum eftir áfall síðustu daga Viðbúið er að rýmingum verði aflétt í miklum mæli á Austfjörðum í dag en ekki er útlit fyrir að hægt verði að aflétta alls staðar strax. Mikil úrkoma er á svæðinu samhliða hlýindum og hafa flóð fallið nokkuð víða. Lögreglustjóri á Austurlandi segir markmiðið nú vera að hlúa að íbúum en ljóst sé að langtímaáhrif séu áföllum sem þessum. 31. mars 2023 12:38 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Hættustig er áfram í gildi vegna ofanflóða í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og gul viðvörun er í gildi á svæðinu vegna rigningar og asahláku samhliða hlýindum. Líkur eru á talsverðri rigningu fram undir hádegi á morgun. Rýmingum var aflétt að hluta í dag og gert var ráð fyrir því að unnt yrði að aflétta enn frekar. Í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi segir að það sé ekki talið öruggt að svo stöddu. Staðan sé endurmetin í sífellu og frekari tilkynningar verði gefnar út þegar breytingar verða á henni. Mörg snjóflóð hafa fallið síðasta sólarhringinn Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að mörg snjóflóð hafi fallið síðasta sólarhringinn fyrir austan. Stærstu snjóflóðin hafi fallið í Neskaupstað í gær og tvö þeirra á varnir ofan byggðarinnar. Snjóflóð sem hafa fallið í dag hafi verið minni og stöðvast ofar. Í dag hafi fallið krapaflóð víða, meðal annars í Berufirði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði. „Það dregur úr hættu á stórum snjóflóðum þegar blotnar í snjó á láglendi og fer að rigna í upptakasvæðum. Hinsvegar eykst hætta á krapaflóðum í rigningunni í dag og á morgun,“ segir í tilkynningunni.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Markmiðið að hlúa að íbúum eftir áfall síðustu daga Viðbúið er að rýmingum verði aflétt í miklum mæli á Austfjörðum í dag en ekki er útlit fyrir að hægt verði að aflétta alls staðar strax. Mikil úrkoma er á svæðinu samhliða hlýindum og hafa flóð fallið nokkuð víða. Lögreglustjóri á Austurlandi segir markmiðið nú vera að hlúa að íbúum en ljóst sé að langtímaáhrif séu áföllum sem þessum. 31. mars 2023 12:38 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Markmiðið að hlúa að íbúum eftir áfall síðustu daga Viðbúið er að rýmingum verði aflétt í miklum mæli á Austfjörðum í dag en ekki er útlit fyrir að hægt verði að aflétta alls staðar strax. Mikil úrkoma er á svæðinu samhliða hlýindum og hafa flóð fallið nokkuð víða. Lögreglustjóri á Austurlandi segir markmiðið nú vera að hlúa að íbúum en ljóst sé að langtímaáhrif séu áföllum sem þessum. 31. mars 2023 12:38