„Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2023 13:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir að tilskipunin verði ekki innleidd eins og hún nú liggur fyrir. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. Lilja fundaði með fulltrúa Evrópusambands í Brussel í vikunni og ræddi fyrirhugaðar breytingar á núgildandi löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins um losunarheimildir fyrir flug. Áætlun sambandsins miðar að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa. Alþingismenn hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. „Mitt markmið var að skýra út frekar sérstöðu Íslands og landfræðilega legu. Það er alveg ljóst að við erum fjær Evrópu en samgöngur innan Evrópu. Og það er þannig að þessi aukna skattheimta hún leggst þyngra á þá staði sem eru fjarri hjarta Evrópu. Ég tel að það sem sé að gerast í þessu máli sé að skilningur sé að aukast og við auðvitað fögnum því. Það er þannig að Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun eins og hún liggur fyrir nú.“ „Hreinlega ekki búið að taka tillit“ Hún telur að ábendingar og varnaðarorð íslenskra ráðamanna hafi strax komið sér til skila. „Hjá framkvæmdastjórninni er það þannig að það var bara hreinlega ekki búið að taka tillit til þessara þátta. Og þá er það auðvitað okkar hlutverk að koma og skýra og gera grein fyrir þjóðhagslegu mikilvægi flugsins á Íslandi. Við höfum verið með tengiflugið í áratugi og með þessu tengiflugi eru auðvitað flugsamgöngur mun betri á Íslandi og við auðvitað erum að koma vöru og þjónustu mun greiðar inn á okkar markaði,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. 25. mars 2023 23:07 Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22. mars 2023 10:57 Jafnar byrðar – ekki undanþágur Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. 31. mars 2023 08:31 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Lilja fundaði með fulltrúa Evrópusambands í Brussel í vikunni og ræddi fyrirhugaðar breytingar á núgildandi löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins um losunarheimildir fyrir flug. Áætlun sambandsins miðar að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa. Alþingismenn hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. „Mitt markmið var að skýra út frekar sérstöðu Íslands og landfræðilega legu. Það er alveg ljóst að við erum fjær Evrópu en samgöngur innan Evrópu. Og það er þannig að þessi aukna skattheimta hún leggst þyngra á þá staði sem eru fjarri hjarta Evrópu. Ég tel að það sem sé að gerast í þessu máli sé að skilningur sé að aukast og við auðvitað fögnum því. Það er þannig að Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun eins og hún liggur fyrir nú.“ „Hreinlega ekki búið að taka tillit“ Hún telur að ábendingar og varnaðarorð íslenskra ráðamanna hafi strax komið sér til skila. „Hjá framkvæmdastjórninni er það þannig að það var bara hreinlega ekki búið að taka tillit til þessara þátta. Og þá er það auðvitað okkar hlutverk að koma og skýra og gera grein fyrir þjóðhagslegu mikilvægi flugsins á Íslandi. Við höfum verið með tengiflugið í áratugi og með þessu tengiflugi eru auðvitað flugsamgöngur mun betri á Íslandi og við auðvitað erum að koma vöru og þjónustu mun greiðar inn á okkar markaði,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. 25. mars 2023 23:07 Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22. mars 2023 10:57 Jafnar byrðar – ekki undanþágur Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. 31. mars 2023 08:31 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. 25. mars 2023 23:07
Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22. mars 2023 10:57
Jafnar byrðar – ekki undanþágur Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. 31. mars 2023 08:31
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent