Þráir fátt heitar en að finna huldumanninn um borð í vélinni frá Kanarí Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2023 23:29 Gerður Petra Ásgeirsdóttir ásamt föður sínum á góðri stundu. Aðsend/Vilhelm Kona sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitar nú logandi ljósi að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Gerður Petra Ásgeirsdóttir segir það hafa blundað í henni allar götur síðan að reyna finna manninn aftur en það reynst erfitt án þess að hafa nafn hans. Í gær þegar rétt tæpt ár var liðið frá þessari örlagaríku stundu ákvað Gerður að láta reyna á mátt Facebook og auglýsa eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play þann 6. apríl 2022. Hún segir atvikið vera erfiðustu upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum en þá hafi skipt öllu máli að hafa góðan mann sér við hlið. „Við hugsum oft til hans og mig langar bara að hitta hann. Hann var okkur þarna stoð og stytta,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Hún vilji þakka honum fyrir að passa upp á fjölskylduna við þessar erfiðu aðstæður sem enginn óski sér að lenda í. Play ekki getað veitt upplýsingar Einu upplýsingarnar sem Gerður býr yfir er að maðurinn sé fyrrverandi sjúkraflutningamaður á miðjum aldri. Hún segir hálfótrúlegt að hugsa til þess að enginn hafi kannast við huldumanninn í þessu litla samfélagi. Gerður segist hafa sett sig í samband við Play sem geti ekki veitt upplýsingar um aðra farþega um borð í flugvélinni af persónuverndaraðstæðum. Starfsfólk flugfélagsins sé þó allt af vilja gert og hafi sýnt fjölskyldunni skilning. Yfir annað hundruð manns hafa deilt Facebook-færslu Gerðar frá því í gær þegar þetta er ritað og hefur henni meðal annars verið dreift inn á Facebook-hóp sjúkraflutningamanna. Þrátt fyrir allt hafa enn engar vísbendingar borist. Gerður segist reglulega hafa fellt tár eftir að hún birti færsluna og ætti vafalaust erfitt með að hafa hemil á tilfinningum sínum ef hún fengi loks tækifæri til þess að þakka manninn aftur í persónu. „Mig langar innilega að finna þennan mann.“ Gerður biður fólk sem telur sig kannast við hann um að hafa samband við sig í gegnum Facebook eða í síma. Fréttir af flugi Kanaríeyjar Góðverk Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira
Í gær þegar rétt tæpt ár var liðið frá þessari örlagaríku stundu ákvað Gerður að láta reyna á mátt Facebook og auglýsa eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play þann 6. apríl 2022. Hún segir atvikið vera erfiðustu upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum en þá hafi skipt öllu máli að hafa góðan mann sér við hlið. „Við hugsum oft til hans og mig langar bara að hitta hann. Hann var okkur þarna stoð og stytta,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Hún vilji þakka honum fyrir að passa upp á fjölskylduna við þessar erfiðu aðstæður sem enginn óski sér að lenda í. Play ekki getað veitt upplýsingar Einu upplýsingarnar sem Gerður býr yfir er að maðurinn sé fyrrverandi sjúkraflutningamaður á miðjum aldri. Hún segir hálfótrúlegt að hugsa til þess að enginn hafi kannast við huldumanninn í þessu litla samfélagi. Gerður segist hafa sett sig í samband við Play sem geti ekki veitt upplýsingar um aðra farþega um borð í flugvélinni af persónuverndaraðstæðum. Starfsfólk flugfélagsins sé þó allt af vilja gert og hafi sýnt fjölskyldunni skilning. Yfir annað hundruð manns hafa deilt Facebook-færslu Gerðar frá því í gær þegar þetta er ritað og hefur henni meðal annars verið dreift inn á Facebook-hóp sjúkraflutningamanna. Þrátt fyrir allt hafa enn engar vísbendingar borist. Gerður segist reglulega hafa fellt tár eftir að hún birti færsluna og ætti vafalaust erfitt með að hafa hemil á tilfinningum sínum ef hún fengi loks tækifæri til þess að þakka manninn aftur í persónu. „Mig langar innilega að finna þennan mann.“ Gerður biður fólk sem telur sig kannast við hann um að hafa samband við sig í gegnum Facebook eða í síma.
Fréttir af flugi Kanaríeyjar Góðverk Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira