Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2023 11:55 Meira tjón varð á íbúðum á neðri hæð hússins. Landsbjörg Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. Fulltrúar Náttúruhamfaratrygginga fóru til Neskaupstaðar á þriðjudag og ræddu við íbúa sem urðu fyrir verulegu tjóni vegna snjóflóðs sem féll á bæinn á mánudag, og fóru yfir reglur um trygginguna með þeim. RÚV greinir frá því að nokkurrar óánægju hafi gætt meðal sumra íbúa, með þær fréttir að þeir þyrftu að bera hluta tjóns síns sjálfir, minnst sex hundruð þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega bara lög sem ákveða það hver eigin áhætta er og það sem verið er að hugsa um er fyrst og fremst það að það sé verið að tryggja samfélagið þannig fyrir tjóni að það sé hægt að tryggja endurreisn samfélags þegar stór tjón hafa átt sér stað,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.Aðsend Fyrst og fremst sé horft til þess að heildartjón sé bætt að stórum hluta, meðal annars til að koma í veg fyrir að fólk missi eignir sínar. Um er að ræða tíu íbúðir tveggja fjölbýlishúsa. „Þær eru hafa orðið fyrir mjög mismiklu tjóni. Verulegu tjóni á neðri hæðunum en minna tjóni á efri hæðunum.“ Í sex til átta íbúðum hafi þá orðið innbústjón. Eigin áhætta vegna tjóns á íbúðunum sjálfum er að lágmarki fjögur hundruð þúsund krónur, en tvö hundruð þúsund krónur vegna innbús. Því geta íbúar þurft að standa straum af sex hundruð þúsund króna kostnaði áður en til kasta hamfaratryggingarinnar kemur. Öðruvísi en venjuleg heimilistrygging Hulda segir mikilvægt að hafa í huga að hamfaratrygging sé eðlisólík hefðbundnum tryggingum, þar sem greitt er út vegna eins og eins tjóns. Sjóður stofnunarinnar, sem stendur í um fimmtíu milljörðum, sé byggður upp til að verja heil samfélög, og jafnvel heila borg ef því er að skipta. „Ef að eigin áhættan í svoleiðis tjóni er sambærileg við það sem þú ert með í venjulegri fjölskyldutryggingu, þá getur óverulegt tjón á mjög mörgum eignum klárað þennan mikilvæga sjóð okkar Íslendinga.“ Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tryggingar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2. apríl 2023 10:43 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Fulltrúar Náttúruhamfaratrygginga fóru til Neskaupstaðar á þriðjudag og ræddu við íbúa sem urðu fyrir verulegu tjóni vegna snjóflóðs sem féll á bæinn á mánudag, og fóru yfir reglur um trygginguna með þeim. RÚV greinir frá því að nokkurrar óánægju hafi gætt meðal sumra íbúa, með þær fréttir að þeir þyrftu að bera hluta tjóns síns sjálfir, minnst sex hundruð þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega bara lög sem ákveða það hver eigin áhætta er og það sem verið er að hugsa um er fyrst og fremst það að það sé verið að tryggja samfélagið þannig fyrir tjóni að það sé hægt að tryggja endurreisn samfélags þegar stór tjón hafa átt sér stað,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.Aðsend Fyrst og fremst sé horft til þess að heildartjón sé bætt að stórum hluta, meðal annars til að koma í veg fyrir að fólk missi eignir sínar. Um er að ræða tíu íbúðir tveggja fjölbýlishúsa. „Þær eru hafa orðið fyrir mjög mismiklu tjóni. Verulegu tjóni á neðri hæðunum en minna tjóni á efri hæðunum.“ Í sex til átta íbúðum hafi þá orðið innbústjón. Eigin áhætta vegna tjóns á íbúðunum sjálfum er að lágmarki fjögur hundruð þúsund krónur, en tvö hundruð þúsund krónur vegna innbús. Því geta íbúar þurft að standa straum af sex hundruð þúsund króna kostnaði áður en til kasta hamfaratryggingarinnar kemur. Öðruvísi en venjuleg heimilistrygging Hulda segir mikilvægt að hafa í huga að hamfaratrygging sé eðlisólík hefðbundnum tryggingum, þar sem greitt er út vegna eins og eins tjóns. Sjóður stofnunarinnar, sem stendur í um fimmtíu milljörðum, sé byggður upp til að verja heil samfélög, og jafnvel heila borg ef því er að skipta. „Ef að eigin áhættan í svoleiðis tjóni er sambærileg við það sem þú ert með í venjulegri fjölskyldutryggingu, þá getur óverulegt tjón á mjög mörgum eignum klárað þennan mikilvæga sjóð okkar Íslendinga.“
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tryggingar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2. apríl 2023 10:43 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2. apríl 2023 10:43
Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33