„Ásgrímsleiðin“, ný leið í Árnessýslu fyrir ferðamenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2023 20:05 Ásgrímur var fæddur 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa. Hann gerði málaralistina að ævistarfi og varð brautryðjandi í listasögu þjóðarinnar. „Ásgrímsleiðin” er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Listasafns Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlendingar eru stoltir af því að einn færasti listamaður þjóðarinnar, Ásgrímur Jónsson hafi verið fæddur og uppalinn í Flóanum og hafa af því tilefni búið til sérstaka rútuferð, „Ásgrímsleið“ fyrir ferðamenn og aðra þar, sem farið er á söguslóðir Ásgríms í Árnessýslu. Fyrsti viðkomustaður ferðarinnar er í kirkjugarðinn í Gaulverjabæ í Flóa þar sem Ásgrímur hvílir en hann fæddist 1876 á bænum Suðurkoti í Rútsstaðahverfinu í Flóa og dó 1958. Því næst er stoppað á skógræktarsvæðinu Timburhólum skammt frá fæðingarstað Ásgríms og minnismerki um hann skoðað þar. Því næst er farið í Listasafn Árnesinga í Hveragerði þar sem að um 20 verk Ásgríms eru til sýnis. Ferðin endaði svo í Húsinu á Eyrarbakka þar sem sérstök sýning um Ásgrím var opnuð í gær. Við legstein Ásmundar í kirkjugarðinum við Gaulverjabæjarkirkju. Frá vinstri, Valdimar Guðjónsson, bóndi í Gaulverjabæ, Hannes Stefánsson, Lýður Pálsson og Kristín Scheving.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fararstjóri í ferðinni var Hannes Stefánsson, sem er mjög fróður um Ásgrím og hans störf. „Og ég man eftir því 1958 þegar hann var jarðaður, hann átti engin ættmenni hérna, þannig að ég veit ekki hverjir fóru við jarðarförina en sveitungarnir leyfðu sér að gera grín að þeim, sem mættu við jarðarförina, að elta þetta listasnobb,“ segir Hannes. Hannes Stefánsson, var fararstjóri í fyrstu ferðinni um Ásgrím en hann er mjög fróður um þennan merka listamann úr Flóanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgrímur ánafnaði íslensku þjóðinni öll sín verk, ásamt húseign að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík þar sem hægt er að skoða verk hans. „Við gripum þetta núna, við í Listasafni Árnesinga og á Byggðasafninu ákváðum að gera eitthvað á þessum afmælisári, við erum 60 ára og Byggðasafnið 70 ára. Okkur fannst bara tilvalið að minna fólk á þennan merka listamann,“ segir Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði. Heldur þú að þessi leið eigi eftir að slá í gegn? „Nú þegar er allavega verið að bóka mjög mikið í þessar ferðir, við vonum það, okkur finnst Ásgrímur eiga mikið inni,“ bætir Kristín við. Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði við eitt verka Ásgríms í Listasafninu. Með „Ásgrímsleiðinni” vilja söfnin vekja athygli á ævi og störfum Ásgríms Jónssonar en einnig fagna afmæli safnanna. Byggðasafnið á 70 ára afmæli á árinu og Listasafn Árnesinga fagnar 60 ára afmæli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sýningin um Ásgrím í Húsinu á Eyrarbakka heitir „Drengurinn, fjöllin og húsið“. „Hún fjallar um æsku og uppvöxt hans í Flóanum í Gaulverjabæjarhreppi og síðan um árin hans hér í Húsinu en hann var vikapiltur hér í tvö og hálft ár. Ásgrímur var mjög merkilegur maður, brautryðjandi, einn af okkar fyrstu listmálurum og sá fyrsti, sem gerir málarastarfið að ævistarfi,“ segir Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Heimasíða Listasafns Árnesinga í Hveragerði Heimasíða Listasafns Íslands Árborg Söfn Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Fyrsti viðkomustaður ferðarinnar er í kirkjugarðinn í Gaulverjabæ í Flóa þar sem Ásgrímur hvílir en hann fæddist 1876 á bænum Suðurkoti í Rútsstaðahverfinu í Flóa og dó 1958. Því næst er stoppað á skógræktarsvæðinu Timburhólum skammt frá fæðingarstað Ásgríms og minnismerki um hann skoðað þar. Því næst er farið í Listasafn Árnesinga í Hveragerði þar sem að um 20 verk Ásgríms eru til sýnis. Ferðin endaði svo í Húsinu á Eyrarbakka þar sem sérstök sýning um Ásgrím var opnuð í gær. Við legstein Ásmundar í kirkjugarðinum við Gaulverjabæjarkirkju. Frá vinstri, Valdimar Guðjónsson, bóndi í Gaulverjabæ, Hannes Stefánsson, Lýður Pálsson og Kristín Scheving.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fararstjóri í ferðinni var Hannes Stefánsson, sem er mjög fróður um Ásgrím og hans störf. „Og ég man eftir því 1958 þegar hann var jarðaður, hann átti engin ættmenni hérna, þannig að ég veit ekki hverjir fóru við jarðarförina en sveitungarnir leyfðu sér að gera grín að þeim, sem mættu við jarðarförina, að elta þetta listasnobb,“ segir Hannes. Hannes Stefánsson, var fararstjóri í fyrstu ferðinni um Ásgrím en hann er mjög fróður um þennan merka listamann úr Flóanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgrímur ánafnaði íslensku þjóðinni öll sín verk, ásamt húseign að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík þar sem hægt er að skoða verk hans. „Við gripum þetta núna, við í Listasafni Árnesinga og á Byggðasafninu ákváðum að gera eitthvað á þessum afmælisári, við erum 60 ára og Byggðasafnið 70 ára. Okkur fannst bara tilvalið að minna fólk á þennan merka listamann,“ segir Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði. Heldur þú að þessi leið eigi eftir að slá í gegn? „Nú þegar er allavega verið að bóka mjög mikið í þessar ferðir, við vonum það, okkur finnst Ásgrímur eiga mikið inni,“ bætir Kristín við. Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði við eitt verka Ásgríms í Listasafninu. Með „Ásgrímsleiðinni” vilja söfnin vekja athygli á ævi og störfum Ásgríms Jónssonar en einnig fagna afmæli safnanna. Byggðasafnið á 70 ára afmæli á árinu og Listasafn Árnesinga fagnar 60 ára afmæli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sýningin um Ásgrím í Húsinu á Eyrarbakka heitir „Drengurinn, fjöllin og húsið“. „Hún fjallar um æsku og uppvöxt hans í Flóanum í Gaulverjabæjarhreppi og síðan um árin hans hér í Húsinu en hann var vikapiltur hér í tvö og hálft ár. Ásgrímur var mjög merkilegur maður, brautryðjandi, einn af okkar fyrstu listmálurum og sá fyrsti, sem gerir málarastarfið að ævistarfi,“ segir Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Heimasíða Listasafns Árnesinga í Hveragerði Heimasíða Listasafns Íslands
Árborg Söfn Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira