Æðruleysi fyrsta orðið sem kom upp í huga Katrínar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2023 23:06 Guðlaugur Þór og Katrín ræða hér við fólk í Neskaupstað. Aðsend Forsætisráðherra og umhverfisráðherra fóru til Neskaupstaðar í dag og ræddu við íbúa sem lentu í því að fá snjóflóð á heimili sín á mánudag. Forsætisráðherra segir mikið mildi að enginn hafi týnt lífi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, voru í Neskaupstað í dag, en á mánudag féllu snjóflóð á bæinn. Katrín segir ljóst af ummerkjunum eftir flóðin að þau hafi verið afar kröftug. „Og það er ótrúleg mildi að ekki hafi farið verr, það er að segja að enginn hafi týnt lífi. Því ummerkin eru gríðarleg,“ sagði Katrín, sem var enn stödd á Neskaupstað þegar fréttastofa ræddi við hana. Ráðherrarnir ræddu meðal annars við fólk sem fékk flóðin á heimili sín, með tilheyrandi tjóni. „Að sjálfsögðu reynir þetta alveg gríðarlega á fólk en um leið vil ég segja það, því við hittum viðbragðsaðila og fórum yfir hvernig þetta hefur gengið, að þetta viðbragð er algjörlega aðdáunarvert. Hvernig brugðist var við og hversu hratt var brugðist var við, og hvernig samfélagið hefur tekið höndum saman í kjölfarið.“ Ofanflóðavarnir hafi skipt miklu Íbúar Neskaupstaðar hafi sýnt mikinn styrk í viðbrögðum sínum. „Ég myndi nú segja að æðruleysi hafi verið orðið sem kom fyrst upp í hugann hjá mér. Fólk tekur þessu af æðruleysi. En um leið liggur það fyrir að mörgum er illa brugðið.“ Töluvert hafi verið rætt um ofanflóðavarnargarð sem fyrirhugaður er í Neskaupstað, en þar eru þrír garðar fyrir. „Hann er kominn töluvert langt, undirbúningurinn, og nú munum við bara fara yfir þessar áætlanir og sjá hvað er hægt að gera. Það tekur síðan tíma að byggja þetta mannvirki, en það er líka alveg ljóst að þessir garðar sem fyrir eru hafa skipt töluverðu máli til að verja byggð.“ Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2. apríl 2023 11:55 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, voru í Neskaupstað í dag, en á mánudag féllu snjóflóð á bæinn. Katrín segir ljóst af ummerkjunum eftir flóðin að þau hafi verið afar kröftug. „Og það er ótrúleg mildi að ekki hafi farið verr, það er að segja að enginn hafi týnt lífi. Því ummerkin eru gríðarleg,“ sagði Katrín, sem var enn stödd á Neskaupstað þegar fréttastofa ræddi við hana. Ráðherrarnir ræddu meðal annars við fólk sem fékk flóðin á heimili sín, með tilheyrandi tjóni. „Að sjálfsögðu reynir þetta alveg gríðarlega á fólk en um leið vil ég segja það, því við hittum viðbragðsaðila og fórum yfir hvernig þetta hefur gengið, að þetta viðbragð er algjörlega aðdáunarvert. Hvernig brugðist var við og hversu hratt var brugðist var við, og hvernig samfélagið hefur tekið höndum saman í kjölfarið.“ Ofanflóðavarnir hafi skipt miklu Íbúar Neskaupstaðar hafi sýnt mikinn styrk í viðbrögðum sínum. „Ég myndi nú segja að æðruleysi hafi verið orðið sem kom fyrst upp í hugann hjá mér. Fólk tekur þessu af æðruleysi. En um leið liggur það fyrir að mörgum er illa brugðið.“ Töluvert hafi verið rætt um ofanflóðavarnargarð sem fyrirhugaður er í Neskaupstað, en þar eru þrír garðar fyrir. „Hann er kominn töluvert langt, undirbúningurinn, og nú munum við bara fara yfir þessar áætlanir og sjá hvað er hægt að gera. Það tekur síðan tíma að byggja þetta mannvirki, en það er líka alveg ljóst að þessir garðar sem fyrir eru hafa skipt töluverðu máli til að verja byggð.“
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2. apríl 2023 11:55 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2. apríl 2023 11:55
Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33