Um var að ræða óbindandi íbúakosningu en borgaryfirvöld hafa heitið því að fara eftir niðurstöðunni. Borgarstjórinn Anne Hidalgo er sjálf yfirlýstur stuðningsmaður hjólreiða og leiguhjóla en studdi bann gegn rafhlaupahjólunum.
Hidalgo sagði í viðtali við AFP fréttveituna í síðustu viku að rafhlaupahjólin væru uppspretta spennu og áhyggja og að bannið myndi draga úr truflunum. Þrír létust og 459 slösuðust í slysum í fyrra þar sem rafhlaupahjól komu við sögu.
Áætlað er að í París sé að finna um 15.000 rafhlaupahjól til leigu. Gagnrýnendur segja notendur þeirra ekki virða almennar umferðarreglur og þá sé þeim oftsinnis ekið á gangstéttum, sem er bannað. Tækjunum sé einnig lagt hættulega eða jafnvel kastað í ánna Signu.
Samgönguráðherrann Clement Beaune sagðist í samtali við Europe 1 gera ráð fyrir því að rafmagnshlaupahjólin yrðu bönnuð. Hann harmaði þróun mála, þar sem þær væru sniðug samgöngulausn sem hefði komið í staðinn fyrir eina af hverjum fimm bílferðum um Parísarborg.
Guardian greindi frá.