Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 3. apríl 2023 14:31 Mikil umræða um fjölmiðla hefur skapast í kjölfar þess að Fréttablaðið/Hringbraut lagði upp laupana með alvarlegum afleiðingum. Undanfarin ár hefur rekstrarumhverfi fjölmiðla versnað ár frá ári vegna breytinga á neysluhegðun og tækniframfara. Færri lesa t.d. blöð en áður og aukin ásókn er í fréttaveitur sem eru uppfærðar nánast á mínútu hverri. Jafnframt þessu hafa erlendar frétta – og dreifiveitur tekið til sín æ stærri skerf auglýsingamarkaðarins án þess að stjórnvöld hafist að við að jafnsetja þær skattalega við innlenda fjölmiðla. Málið er sagt ,,á dagskrá” en núverandi ríkisstjórn er eitt verkkvíðnasta fyrirbæri sem þekkist og því ekki að vænta að bætt verði úr fljótt. Til þess að bregðast við ástandinu hafa frjálsir fjölmiðlar utan einn verið ríkisvæddir að hluta með framlögum úr ríkissjóði og sjálfstæði þeirra og trúverðugleiki í fréttaflutningi af stjórnvöldum þannig skert. Úrræði ríkisstjórnarinnar virðast vera þau helst að búa til misstór útibú RUV ohf á kostnað almennings. Í umræðunni eftir fall Fréttablaðsins/Hringbrautar hefur mest verið rætt um þrennt til að bæta ástandið á fjölmiðlamarkaði. Í fyrsta lagi að taka RUV ohf af auglýsingamarkaði sem myndi auka útgjöld ríkissjóðs og þannig almennings umtalsvert. Í öðru lagi að auka enn framlög ríkissjóðs til frjálsra fjölmiðla einnig á kostnað almennings. Í þriðja lagi að jafnsetja skattheimtu erlendra veitna við innlenda fjölmiðla. Það hefur minna farið fyrir umræðu um leið sem bætt gæti samkeppnisstöðu frjálra fjölmiðla gagnvart RUV ohf sem er að treysta almenningi til þess að ákveða til hvaða fjölmiðils andvirði nauðungaráskriftarinnar/ nefskattsins renni. Svipað hefur verið uppi á teningnum hvað varðar sóknargjöld en þeir sem ekki vilja að þau renni til kirkjunnar geta valið aðrar leiðir. Einnig er eins og allir vita hægt að segja sig úr Þjóðkirkjunni en það sama á ekki við um RUV ohf. Fjölmiðlar á Íslandi hafa undanfarið siglt ansi krappan sjó utan einn. RUV ohf er á lygnum sjó og ekkert haggar rekstrarumhverfi þess. Fjárheimildir eru auknar nánast ár hvert án minnstu kröfu um hagræðingu eða rekstrarumbætur. Í þessu sambandi má ekki gleymast að RUV er ekki stofnun heldur opinbert hlutafélag. Opinber hlutafélög hafa ekki reynst happasæl að mati greinarhöfundar og eru n.k. stjórnskipulegir bastarðar. RUV ohf er að þessu leyti í sporum unglings sem enn býr í heimahúsum án þess að lyfta fingri til heimilishaldsins. Það er kominn tími til að reka RUV ohf að heiman og leyfa því að spjara sig í umhverfi sem ekki er verndað. Miðflokkurinn hefur lagt fram á þingi tillögu um að almenningur ráði sjálfur hvert nauðungaráskriftin/ nefskatturinn renni. Með því vinnst margt. Hugur almennings til fjölmiðla mun koma fram. Traust almennings á RUV ohf mun koma fram með skýrum hætti sem hlýtur að vera félaginu dýrmætt. Aðrir fjölmiðlar geta einnig vænst stuðnings þeirra sem hafa trú á þeim og dagsrkrárstefnu þeirra. Verði þessi ráðstöfun til þess að rýra tekjur RUV ohf þarf félagið líkt og aðrir fjölmiðlar einfaldlega að grípa til hagræðingaraðgerða og forgangsraða í rekstri sínum. Í því sambandi má minna á s.k. menningarhlutverk sem er ekki áberandi í málfari í dagskrárliðum og fréttum RUV ohf auk öryggishlutverksins sem virkar heldur ekki sem skyldi eins kom m.a. fram þegar eldgos hófst á Reykjanesi nýlega. Burt séð frá fjármögnun er rík ástæða fyrir RUV að gaumgæfa hlutverk sitt í samfélaginu og standa við lagalegar skyldur sínar betur en nú er gert. Verði tillaga Miðflokksins ekki samþykkt mun allt vera áfram sem áður var og útgjöld ríkissjóðs vegna fjölmiðla stóraukast. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Ríkisútvarpið Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða um fjölmiðla hefur skapast í kjölfar þess að Fréttablaðið/Hringbraut lagði upp laupana með alvarlegum afleiðingum. Undanfarin ár hefur rekstrarumhverfi fjölmiðla versnað ár frá ári vegna breytinga á neysluhegðun og tækniframfara. Færri lesa t.d. blöð en áður og aukin ásókn er í fréttaveitur sem eru uppfærðar nánast á mínútu hverri. Jafnframt þessu hafa erlendar frétta – og dreifiveitur tekið til sín æ stærri skerf auglýsingamarkaðarins án þess að stjórnvöld hafist að við að jafnsetja þær skattalega við innlenda fjölmiðla. Málið er sagt ,,á dagskrá” en núverandi ríkisstjórn er eitt verkkvíðnasta fyrirbæri sem þekkist og því ekki að vænta að bætt verði úr fljótt. Til þess að bregðast við ástandinu hafa frjálsir fjölmiðlar utan einn verið ríkisvæddir að hluta með framlögum úr ríkissjóði og sjálfstæði þeirra og trúverðugleiki í fréttaflutningi af stjórnvöldum þannig skert. Úrræði ríkisstjórnarinnar virðast vera þau helst að búa til misstór útibú RUV ohf á kostnað almennings. Í umræðunni eftir fall Fréttablaðsins/Hringbrautar hefur mest verið rætt um þrennt til að bæta ástandið á fjölmiðlamarkaði. Í fyrsta lagi að taka RUV ohf af auglýsingamarkaði sem myndi auka útgjöld ríkissjóðs og þannig almennings umtalsvert. Í öðru lagi að auka enn framlög ríkissjóðs til frjálsra fjölmiðla einnig á kostnað almennings. Í þriðja lagi að jafnsetja skattheimtu erlendra veitna við innlenda fjölmiðla. Það hefur minna farið fyrir umræðu um leið sem bætt gæti samkeppnisstöðu frjálra fjölmiðla gagnvart RUV ohf sem er að treysta almenningi til þess að ákveða til hvaða fjölmiðils andvirði nauðungaráskriftarinnar/ nefskattsins renni. Svipað hefur verið uppi á teningnum hvað varðar sóknargjöld en þeir sem ekki vilja að þau renni til kirkjunnar geta valið aðrar leiðir. Einnig er eins og allir vita hægt að segja sig úr Þjóðkirkjunni en það sama á ekki við um RUV ohf. Fjölmiðlar á Íslandi hafa undanfarið siglt ansi krappan sjó utan einn. RUV ohf er á lygnum sjó og ekkert haggar rekstrarumhverfi þess. Fjárheimildir eru auknar nánast ár hvert án minnstu kröfu um hagræðingu eða rekstrarumbætur. Í þessu sambandi má ekki gleymast að RUV er ekki stofnun heldur opinbert hlutafélag. Opinber hlutafélög hafa ekki reynst happasæl að mati greinarhöfundar og eru n.k. stjórnskipulegir bastarðar. RUV ohf er að þessu leyti í sporum unglings sem enn býr í heimahúsum án þess að lyfta fingri til heimilishaldsins. Það er kominn tími til að reka RUV ohf að heiman og leyfa því að spjara sig í umhverfi sem ekki er verndað. Miðflokkurinn hefur lagt fram á þingi tillögu um að almenningur ráði sjálfur hvert nauðungaráskriftin/ nefskatturinn renni. Með því vinnst margt. Hugur almennings til fjölmiðla mun koma fram. Traust almennings á RUV ohf mun koma fram með skýrum hætti sem hlýtur að vera félaginu dýrmætt. Aðrir fjölmiðlar geta einnig vænst stuðnings þeirra sem hafa trú á þeim og dagsrkrárstefnu þeirra. Verði þessi ráðstöfun til þess að rýra tekjur RUV ohf þarf félagið líkt og aðrir fjölmiðlar einfaldlega að grípa til hagræðingaraðgerða og forgangsraða í rekstri sínum. Í því sambandi má minna á s.k. menningarhlutverk sem er ekki áberandi í málfari í dagskrárliðum og fréttum RUV ohf auk öryggishlutverksins sem virkar heldur ekki sem skyldi eins kom m.a. fram þegar eldgos hófst á Reykjanesi nýlega. Burt séð frá fjármögnun er rík ástæða fyrir RUV að gaumgæfa hlutverk sitt í samfélaginu og standa við lagalegar skyldur sínar betur en nú er gert. Verði tillaga Miðflokksins ekki samþykkt mun allt vera áfram sem áður var og útgjöld ríkissjóðs vegna fjölmiðla stóraukast. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun