Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 15:26 Finnland er 31. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. AP/Geert Vanden Wijngaert Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. Tímamótin í dag eru söguleg þar sem Finnar hafa haldið á lofti formlegu hlutleysi eftir að þeir sigruðu Sovétmenn í síðari heimsstyrjöldinni. Innrás Rússa í Úkraínu varð til þess að finnsk stjórnvöld ákváðu að sækja um aðild að varnarbandalagi vestrænna ríkja. „Tímabil hlutleysis í sögu okkar er á enda runnið, nýtt tímabil tekur við,“ sagði Sauli Niinistö, forseti Finnlands, þegar fáni landsins var hífður á loft í Brussel. Innganga Finna í NATO er sögð reiðarslag fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands en hann hefur lengi barmað sér undan útþenslu bandalagsins til austurs. Hún er hluti átyllu hans fyrir innrásinni í Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, óskaði Finnum til hamingju á samfélagsmiðlum í dag. Lýsti hann NATO sem einu raunverulegu tryggingunni fyrir öryggi í heimshlutanum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði inngöngu Finna sýna að Evrópa og NATO stæði þéttar saman en nokkurn sinni áður. Stjórnvöld í Kreml hafa hótað einhvers konar hefndaraðgerðum vegna meintrar öryggisógnar sem þau telja felast í aðild Finna að NATO. Þau gætu fjölgað í herliði sínu við finnsku landamærin ef NATO sendir mannskap eða búnað þangað. Svíar sóttu um umsókn að NATO á sama tíma og Finnar. Andstaða Tyrkja varð til þess að umsókn Svía var sett á ís í bili. NATO Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Tímamótin í dag eru söguleg þar sem Finnar hafa haldið á lofti formlegu hlutleysi eftir að þeir sigruðu Sovétmenn í síðari heimsstyrjöldinni. Innrás Rússa í Úkraínu varð til þess að finnsk stjórnvöld ákváðu að sækja um aðild að varnarbandalagi vestrænna ríkja. „Tímabil hlutleysis í sögu okkar er á enda runnið, nýtt tímabil tekur við,“ sagði Sauli Niinistö, forseti Finnlands, þegar fáni landsins var hífður á loft í Brussel. Innganga Finna í NATO er sögð reiðarslag fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands en hann hefur lengi barmað sér undan útþenslu bandalagsins til austurs. Hún er hluti átyllu hans fyrir innrásinni í Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, óskaði Finnum til hamingju á samfélagsmiðlum í dag. Lýsti hann NATO sem einu raunverulegu tryggingunni fyrir öryggi í heimshlutanum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði inngöngu Finna sýna að Evrópa og NATO stæði þéttar saman en nokkurn sinni áður. Stjórnvöld í Kreml hafa hótað einhvers konar hefndaraðgerðum vegna meintrar öryggisógnar sem þau telja felast í aðild Finna að NATO. Þau gætu fjölgað í herliði sínu við finnsku landamærin ef NATO sendir mannskap eða búnað þangað. Svíar sóttu um umsókn að NATO á sama tíma og Finnar. Andstaða Tyrkja varð til þess að umsókn Svía var sett á ís í bili.
NATO Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira