Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 15:26 Finnland er 31. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. AP/Geert Vanden Wijngaert Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. Tímamótin í dag eru söguleg þar sem Finnar hafa haldið á lofti formlegu hlutleysi eftir að þeir sigruðu Sovétmenn í síðari heimsstyrjöldinni. Innrás Rússa í Úkraínu varð til þess að finnsk stjórnvöld ákváðu að sækja um aðild að varnarbandalagi vestrænna ríkja. „Tímabil hlutleysis í sögu okkar er á enda runnið, nýtt tímabil tekur við,“ sagði Sauli Niinistö, forseti Finnlands, þegar fáni landsins var hífður á loft í Brussel. Innganga Finna í NATO er sögð reiðarslag fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands en hann hefur lengi barmað sér undan útþenslu bandalagsins til austurs. Hún er hluti átyllu hans fyrir innrásinni í Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, óskaði Finnum til hamingju á samfélagsmiðlum í dag. Lýsti hann NATO sem einu raunverulegu tryggingunni fyrir öryggi í heimshlutanum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði inngöngu Finna sýna að Evrópa og NATO stæði þéttar saman en nokkurn sinni áður. Stjórnvöld í Kreml hafa hótað einhvers konar hefndaraðgerðum vegna meintrar öryggisógnar sem þau telja felast í aðild Finna að NATO. Þau gætu fjölgað í herliði sínu við finnsku landamærin ef NATO sendir mannskap eða búnað þangað. Svíar sóttu um umsókn að NATO á sama tíma og Finnar. Andstaða Tyrkja varð til þess að umsókn Svía var sett á ís í bili. NATO Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Tímamótin í dag eru söguleg þar sem Finnar hafa haldið á lofti formlegu hlutleysi eftir að þeir sigruðu Sovétmenn í síðari heimsstyrjöldinni. Innrás Rússa í Úkraínu varð til þess að finnsk stjórnvöld ákváðu að sækja um aðild að varnarbandalagi vestrænna ríkja. „Tímabil hlutleysis í sögu okkar er á enda runnið, nýtt tímabil tekur við,“ sagði Sauli Niinistö, forseti Finnlands, þegar fáni landsins var hífður á loft í Brussel. Innganga Finna í NATO er sögð reiðarslag fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands en hann hefur lengi barmað sér undan útþenslu bandalagsins til austurs. Hún er hluti átyllu hans fyrir innrásinni í Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, óskaði Finnum til hamingju á samfélagsmiðlum í dag. Lýsti hann NATO sem einu raunverulegu tryggingunni fyrir öryggi í heimshlutanum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði inngöngu Finna sýna að Evrópa og NATO stæði þéttar saman en nokkurn sinni áður. Stjórnvöld í Kreml hafa hótað einhvers konar hefndaraðgerðum vegna meintrar öryggisógnar sem þau telja felast í aðild Finna að NATO. Þau gætu fjölgað í herliði sínu við finnsku landamærin ef NATO sendir mannskap eða búnað þangað. Svíar sóttu um umsókn að NATO á sama tíma og Finnar. Andstaða Tyrkja varð til þess að umsókn Svía var sett á ís í bili.
NATO Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira