Skilur að menn séu sárir og svekktir Valur Páll Eiríksson skrifar 5. apríl 2023 08:00 Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ. Vísir/Egill Formaður Körfuknattleikssambands Íslands kallar eftir virðingu fyrir störfum dómara í ljósi hatrammar umræðu í kringum leikbann leikmanns Keflavíkur. Sérstaklega í ljósi þess að úrslitakeppnirnar eru nú komnar af stað þar sem púlsinn á til að hækka enn meira. Mörg spjót úr Keflavíkurhluta Reykjanesbæjar hafa beinst að dómaranum Davíð Tómasi Tómassyni síðustu daga eftir að hann rak Hörð Axel Vilhjálmsson út úr húsi undir lok leiks Keflavíkur og Njarðvíkur í lokaumferð deildarkeppninnar í síðustu viku. Vegna brottvísunarinnar fór Hörður í eins leiks bann og missir af leik Keflavíkur og Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í kvöld. Ákvörðun Davíðs að refsa Herði með þessum hætti hefur sætt töluverðri gagnrýni, frá bæði Sævari Sævarssyni og Jóni Halldóri Eðvarðssyni í sitthvorum þætti Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, og svo frá Magnúsi Sverri Þorsteinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Menn eru heitir en það er að fara af stað ótrúlega skemmtilegur tími þar sem úrslitakeppnin er að byrja. Ég skil vel að þeir séu sárir og svekktir yfir þessari stöðu sem komin er upp. En þetta er staðan á þessari stundu og þeir þurfa að finna lausnir – hvað þeir ætli að gera næst,“ segir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ. Dómarar séu fagmannlegri en svo Umræðan hefur snúist að maðki í mysunni, og að þeir Davíð Tómas og Hörður Axel ættu sér persónulega sögu sem hefði eitthvað um ákvörðun dómarans að segja. Guðbjörg vildi lítið fara í saumana á einstaka málum en trúir því að dómarar séu almennt fagmannlegri í sínum störfum en að slíkt myndi hafa áhrif. „Ég hef þá trú að dómarar séu að gera sitt allra besta og ég veit það að þeir eru þjálfaðir til þess að byrja hvern einasta leik á núllpunkti. Ég er búin að vera í þessu í örfá ár og hef trú á því að þeir geri sitt besta í hverjum einasta leik,“ „Svo er það auðvitað þannig að við gerum öll mistök, sama hvort við séum leikmenn, dómarar, þjálfarar, stjórnarmenn,“ segir Guðbjörg. Fólk hugsi áður en það talar Töluverð umræða hefur skapast um missæmilega hegðun í garð dómara í vetur. Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson lagði til að mynda flautuna á hilluna í desember vegna svívirðinga og persónuníðs sem hann hlaut í starfi. Guðbjörg kallar því eftir virðingu fyrir störfum dómara. „Ég vil bara biðla til fólks að hugsa áður en það talar á pöllunum. Alveg eins og leikmenn eru partur af leiknum er dómarar partur af leiknum og það skiptir rosalega miklu máli hvernig við komum fram hvort við annað. Það á ekki að skipta máli hver þú ert,“ segir Guðbjörg. Sjá má ummæli Guðbjargar í spilaranum að ofan. Keflavík hefur leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og eru tveir leikir á dagskrá. Haukar mæta Þór Þorlákshöfn klukkan 18:15 og Keflavík mætir Tindastóli klukkan 20:15 og verða báðir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Leikir kvöldsins og gærkvöldsins í úrslitakeppninni verða svo gerðir upp í Körfuboltakvöldi klukkan 22:00. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Mörg spjót úr Keflavíkurhluta Reykjanesbæjar hafa beinst að dómaranum Davíð Tómasi Tómassyni síðustu daga eftir að hann rak Hörð Axel Vilhjálmsson út úr húsi undir lok leiks Keflavíkur og Njarðvíkur í lokaumferð deildarkeppninnar í síðustu viku. Vegna brottvísunarinnar fór Hörður í eins leiks bann og missir af leik Keflavíkur og Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í kvöld. Ákvörðun Davíðs að refsa Herði með þessum hætti hefur sætt töluverðri gagnrýni, frá bæði Sævari Sævarssyni og Jóni Halldóri Eðvarðssyni í sitthvorum þætti Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, og svo frá Magnúsi Sverri Þorsteinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Menn eru heitir en það er að fara af stað ótrúlega skemmtilegur tími þar sem úrslitakeppnin er að byrja. Ég skil vel að þeir séu sárir og svekktir yfir þessari stöðu sem komin er upp. En þetta er staðan á þessari stundu og þeir þurfa að finna lausnir – hvað þeir ætli að gera næst,“ segir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ. Dómarar séu fagmannlegri en svo Umræðan hefur snúist að maðki í mysunni, og að þeir Davíð Tómas og Hörður Axel ættu sér persónulega sögu sem hefði eitthvað um ákvörðun dómarans að segja. Guðbjörg vildi lítið fara í saumana á einstaka málum en trúir því að dómarar séu almennt fagmannlegri í sínum störfum en að slíkt myndi hafa áhrif. „Ég hef þá trú að dómarar séu að gera sitt allra besta og ég veit það að þeir eru þjálfaðir til þess að byrja hvern einasta leik á núllpunkti. Ég er búin að vera í þessu í örfá ár og hef trú á því að þeir geri sitt besta í hverjum einasta leik,“ „Svo er það auðvitað þannig að við gerum öll mistök, sama hvort við séum leikmenn, dómarar, þjálfarar, stjórnarmenn,“ segir Guðbjörg. Fólk hugsi áður en það talar Töluverð umræða hefur skapast um missæmilega hegðun í garð dómara í vetur. Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson lagði til að mynda flautuna á hilluna í desember vegna svívirðinga og persónuníðs sem hann hlaut í starfi. Guðbjörg kallar því eftir virðingu fyrir störfum dómara. „Ég vil bara biðla til fólks að hugsa áður en það talar á pöllunum. Alveg eins og leikmenn eru partur af leiknum er dómarar partur af leiknum og það skiptir rosalega miklu máli hvernig við komum fram hvort við annað. Það á ekki að skipta máli hver þú ert,“ segir Guðbjörg. Sjá má ummæli Guðbjargar í spilaranum að ofan. Keflavík hefur leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og eru tveir leikir á dagskrá. Haukar mæta Þór Þorlákshöfn klukkan 18:15 og Keflavík mætir Tindastóli klukkan 20:15 og verða báðir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Leikir kvöldsins og gærkvöldsins í úrslitakeppninni verða svo gerðir upp í Körfuboltakvöldi klukkan 22:00.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira