Bretar hindra útsendingu frá erindi eftirlýsts umboðsmanns barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 10:28 Lvova-Belova er eftirlýst af Alþjóðaglæpadómstólnum. AP/Sputnik/Mikhail Metzel Bretar hafa beitt neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að sent verði út frá fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem umboðsmaður barna í Rússlandi mun flytja erindi í gegnum fjarfundarbúnað. Um er að ræða óformlegan fund ráðsins sem fer fram í dag. Þar verður fjallað um málefni Úkraínu, sérstaklega brottflutning barna frá átakasvæðum. Umboðsmaðurinn, Maria Lvova-Belova, er eftirlýst af Alþjóðaglæpadómstólnum fyrir meintan þátt sinn í ólöglegum brottflutningi barna frá Úkraínu til Rússlands í kjölfar innrásar Rússa. Óformlegir fundir eru ekki haldnir í fundarsal öryggisráðsins og fulltrúar allra þjóðanna fimmtán sem eiga sæti í ráðinu á hverjum tíma verða að leggja blessun sína yfir að sjónvarpað sé frá fundunum. Talsmaður Bretlands við Sameinuðu þjóðirnar sagði að það ætti ekki að gefa Lvovu-Belovu tækifæri til að breiða út áróður og falsupplýsingar. Ef hún vildi tjá sig um störf sín ættu hún að gera það fyrir dómstólnum í Haag. Tomorrow, Russia will hold an informal @UN meeting on evacuating Ukrainian children from Ukraine to Russia.Russia has invited Maria Lvova-Belova to brief. The ICC issued an arrest warrant for her last month.The UK Ambassador will not be participating.1/3— UK at the UN (@UKUN_NewYork) April 4, 2023 Lvova-Belova sagðist í gær vera reiðubúin til að senda börn aftur til Úkraínu ef fjölskyldur þeirra færu fram á það. Fulltrúar stjórnvalda í Úkraínu hefðu ekki sett sig í samband við sig frá því að átökin brutust út. Hvatti hún foreldra til að senda sér tölvupóst. Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að flytja fleiri en 16 þúsund börn til Rússlands. Rússar segja um björgunaraðgerðir að ræða og að börnunum verði skilað. Fregnir hafa hins vegar borist af því að börnunum sé haldið í „endurmenntunarbúðum“ víðs vegar um Rússland. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Um er að ræða óformlegan fund ráðsins sem fer fram í dag. Þar verður fjallað um málefni Úkraínu, sérstaklega brottflutning barna frá átakasvæðum. Umboðsmaðurinn, Maria Lvova-Belova, er eftirlýst af Alþjóðaglæpadómstólnum fyrir meintan þátt sinn í ólöglegum brottflutningi barna frá Úkraínu til Rússlands í kjölfar innrásar Rússa. Óformlegir fundir eru ekki haldnir í fundarsal öryggisráðsins og fulltrúar allra þjóðanna fimmtán sem eiga sæti í ráðinu á hverjum tíma verða að leggja blessun sína yfir að sjónvarpað sé frá fundunum. Talsmaður Bretlands við Sameinuðu þjóðirnar sagði að það ætti ekki að gefa Lvovu-Belovu tækifæri til að breiða út áróður og falsupplýsingar. Ef hún vildi tjá sig um störf sín ættu hún að gera það fyrir dómstólnum í Haag. Tomorrow, Russia will hold an informal @UN meeting on evacuating Ukrainian children from Ukraine to Russia.Russia has invited Maria Lvova-Belova to brief. The ICC issued an arrest warrant for her last month.The UK Ambassador will not be participating.1/3— UK at the UN (@UKUN_NewYork) April 4, 2023 Lvova-Belova sagðist í gær vera reiðubúin til að senda börn aftur til Úkraínu ef fjölskyldur þeirra færu fram á það. Fulltrúar stjórnvalda í Úkraínu hefðu ekki sett sig í samband við sig frá því að átökin brutust út. Hvatti hún foreldra til að senda sér tölvupóst. Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að flytja fleiri en 16 þúsund börn til Rússlands. Rússar segja um björgunaraðgerðir að ræða og að börnunum verði skilað. Fregnir hafa hins vegar borist af því að börnunum sé haldið í „endurmenntunarbúðum“ víðs vegar um Rússland.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira