Bretar hindra útsendingu frá erindi eftirlýsts umboðsmanns barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 10:28 Lvova-Belova er eftirlýst af Alþjóðaglæpadómstólnum. AP/Sputnik/Mikhail Metzel Bretar hafa beitt neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að sent verði út frá fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem umboðsmaður barna í Rússlandi mun flytja erindi í gegnum fjarfundarbúnað. Um er að ræða óformlegan fund ráðsins sem fer fram í dag. Þar verður fjallað um málefni Úkraínu, sérstaklega brottflutning barna frá átakasvæðum. Umboðsmaðurinn, Maria Lvova-Belova, er eftirlýst af Alþjóðaglæpadómstólnum fyrir meintan þátt sinn í ólöglegum brottflutningi barna frá Úkraínu til Rússlands í kjölfar innrásar Rússa. Óformlegir fundir eru ekki haldnir í fundarsal öryggisráðsins og fulltrúar allra þjóðanna fimmtán sem eiga sæti í ráðinu á hverjum tíma verða að leggja blessun sína yfir að sjónvarpað sé frá fundunum. Talsmaður Bretlands við Sameinuðu þjóðirnar sagði að það ætti ekki að gefa Lvovu-Belovu tækifæri til að breiða út áróður og falsupplýsingar. Ef hún vildi tjá sig um störf sín ættu hún að gera það fyrir dómstólnum í Haag. Tomorrow, Russia will hold an informal @UN meeting on evacuating Ukrainian children from Ukraine to Russia.Russia has invited Maria Lvova-Belova to brief. The ICC issued an arrest warrant for her last month.The UK Ambassador will not be participating.1/3— UK at the UN (@UKUN_NewYork) April 4, 2023 Lvova-Belova sagðist í gær vera reiðubúin til að senda börn aftur til Úkraínu ef fjölskyldur þeirra færu fram á það. Fulltrúar stjórnvalda í Úkraínu hefðu ekki sett sig í samband við sig frá því að átökin brutust út. Hvatti hún foreldra til að senda sér tölvupóst. Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að flytja fleiri en 16 þúsund börn til Rússlands. Rússar segja um björgunaraðgerðir að ræða og að börnunum verði skilað. Fregnir hafa hins vegar borist af því að börnunum sé haldið í „endurmenntunarbúðum“ víðs vegar um Rússland. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Um er að ræða óformlegan fund ráðsins sem fer fram í dag. Þar verður fjallað um málefni Úkraínu, sérstaklega brottflutning barna frá átakasvæðum. Umboðsmaðurinn, Maria Lvova-Belova, er eftirlýst af Alþjóðaglæpadómstólnum fyrir meintan þátt sinn í ólöglegum brottflutningi barna frá Úkraínu til Rússlands í kjölfar innrásar Rússa. Óformlegir fundir eru ekki haldnir í fundarsal öryggisráðsins og fulltrúar allra þjóðanna fimmtán sem eiga sæti í ráðinu á hverjum tíma verða að leggja blessun sína yfir að sjónvarpað sé frá fundunum. Talsmaður Bretlands við Sameinuðu þjóðirnar sagði að það ætti ekki að gefa Lvovu-Belovu tækifæri til að breiða út áróður og falsupplýsingar. Ef hún vildi tjá sig um störf sín ættu hún að gera það fyrir dómstólnum í Haag. Tomorrow, Russia will hold an informal @UN meeting on evacuating Ukrainian children from Ukraine to Russia.Russia has invited Maria Lvova-Belova to brief. The ICC issued an arrest warrant for her last month.The UK Ambassador will not be participating.1/3— UK at the UN (@UKUN_NewYork) April 4, 2023 Lvova-Belova sagðist í gær vera reiðubúin til að senda börn aftur til Úkraínu ef fjölskyldur þeirra færu fram á það. Fulltrúar stjórnvalda í Úkraínu hefðu ekki sett sig í samband við sig frá því að átökin brutust út. Hvatti hún foreldra til að senda sér tölvupóst. Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að flytja fleiri en 16 þúsund börn til Rússlands. Rússar segja um björgunaraðgerðir að ræða og að börnunum verði skilað. Fregnir hafa hins vegar borist af því að börnunum sé haldið í „endurmenntunarbúðum“ víðs vegar um Rússland.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira