Lögregla rannsakar möguleg lögbrot starfsmannsins að Reykjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 12:27 Fjölmörg börn hafa sótt skólabúðirnar að Reykjum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur hafið rannsókn vegna starfsmanns skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði, sem sagt var upp á dögunum eftir að upp komst að hann hefði kennt börnum að vinna sér skaða. Frá þessu greinir RÚV og hefur eftir Birgi Jónssyni, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Hann segir lögreglu hafa tekið ákvörðun um að rannsaka málið að eigin frumkvæði; ekki hafi borist kærur frá foreldrum. Rannsókn málsins er á frumstigi en til skoðunar er meðal annars hvort starfsmaðurinn hafi brotið gegn 99. grein barnaverndarlaga þar sem segir: „Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ „Þetta er mikill harmleikur“ „Í síðustu viku kom upp atvik hjá okkur sem leiddi til þess að viðkomandi var sagt upp störfum hjá okkur,“ sagði Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi þegar málið kom fyrst upp. Samkvæmt heimildum Vísis sýndi starfsmaðurinn börnunum aðferðir við að vinna sér mein og ræddi um hvernig tilfinning það væri að deyja. Þá talaði hann einnig um valdamismun milli kynjanna. „Ég ætla ekki að fara út í það sem átti sér stað. Ég á erfitt með að tjá mig um það allt saman. En það er þannig að það var farið í mál sem samræmist ekki okkar kennsluáætlun. Engan veginn. Þarna var farið töluvert langt út fyrir það allt saman, það sem við leggjum upp fyrir þessar kennslustundir,“ sagði Sigurður. Hann sagði um 30 börn hafa verið í umræddri kennslustund, sem sögðu kennurum sínum frá. „Þetta er mikill harmleikur,“ sagði hann. Seinna kom í ljós að fleiri skólar höfðu gert athugasemdir við kennslu starfsmannsins. Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Húnaþing vestra Mannréttindi Tengdar fréttir Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. 31. mars 2023 09:42 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV og hefur eftir Birgi Jónssyni, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Hann segir lögreglu hafa tekið ákvörðun um að rannsaka málið að eigin frumkvæði; ekki hafi borist kærur frá foreldrum. Rannsókn málsins er á frumstigi en til skoðunar er meðal annars hvort starfsmaðurinn hafi brotið gegn 99. grein barnaverndarlaga þar sem segir: „Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ „Þetta er mikill harmleikur“ „Í síðustu viku kom upp atvik hjá okkur sem leiddi til þess að viðkomandi var sagt upp störfum hjá okkur,“ sagði Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi þegar málið kom fyrst upp. Samkvæmt heimildum Vísis sýndi starfsmaðurinn börnunum aðferðir við að vinna sér mein og ræddi um hvernig tilfinning það væri að deyja. Þá talaði hann einnig um valdamismun milli kynjanna. „Ég ætla ekki að fara út í það sem átti sér stað. Ég á erfitt með að tjá mig um það allt saman. En það er þannig að það var farið í mál sem samræmist ekki okkar kennsluáætlun. Engan veginn. Þarna var farið töluvert langt út fyrir það allt saman, það sem við leggjum upp fyrir þessar kennslustundir,“ sagði Sigurður. Hann sagði um 30 börn hafa verið í umræddri kennslustund, sem sögðu kennurum sínum frá. „Þetta er mikill harmleikur,“ sagði hann. Seinna kom í ljós að fleiri skólar höfðu gert athugasemdir við kennslu starfsmannsins.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Húnaþing vestra Mannréttindi Tengdar fréttir Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. 31. mars 2023 09:42 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. 31. mars 2023 09:42