Glæpahringur sem svindlaði á túristum upprættur Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. apríl 2023 16:00 Spænska lögreglan (Guardia Civil) hefur rannsakað skipulagt svindl á erlendum ferðamönnum sem leita sér að leiguhúsnæði í u.þ.b. átta mánuði. Guardia Civil Spænska lögreglan handtók 29 manns í vikunni sem hafa stundað að leigja útlendum ferðamönnum íbúðir til lengri og skemmri tíma. Fólkið greiðir leiguna fyrir fram og svo grípur það í tómt þegar það kemur til Spánar. Rannsóknin hófst fyrir átta mánuðum Rannsókn málsins hefur staðið yfir síðan í september í fyrra. Auk þeirra 29 sem hafa verið handteknir eru 13 til viðbótar grunaðir um aðild að svikamyllunni. Rannsóknin hófst eftir að tilkynningum frá útlendingum um svindl tók að rigna yfir lögregluna. Svindlið á sér stað um allan Spán, frá Galisíu og Baskalandi í norðri niður í gegnum höfuðborgina, austur til Katalóníu og alla leið suður til Andalúsíu. Alls eru 18 sýslur og héruð tiltekin í tilkynningu lögreglunnar og 128 einstök mál eru til rannsóknar. Buðu mun lægri leigu en gengur og gerist Svindlararnir tóku myndir tilviljanakennt af íbúðum og húsum, auglýstu þau til leigu á vel þekktum leigusíðum á miklu lægra verði en gengur og gerist. Margir létu glepjast, svo sem sjá má, þeir voru látnir greiða fyrir fram og þegar þeir komu svo loks á áfangastað gripu þeir vitaskuld í tómt, orðnir tugum og hundruð þúsunda króna fátækari. Lögreglan segir að svindlið hafi verið afskaplega vel skipulagt. Einn hópur sá um að finna fallegar eignir og taka myndirnar, annar hópur sá um að auglýsa og koma eignunum inn á góðar vefsíður. Þriðji hópurinn sá svo um skjalagerð, bankareikninga, tölvupósta o.fl. Svo sá enn einn hópur um að millifæra peningana á bankareikninga sem erfitt var að rekja. Höfuðpaurinn sjálfur situr reyndar þegar í fangelsi, þar sem hann afplánar dóm fyrir umfangsmikið tölvusvindl. Lögreglan hefur nú þegar lokað um 75 bankareikningum sem notaðir voru við svindlið. Lögreglan ráðleggur erlendum ferðamönnum Spænska lögreglan hefur sett nokkur heilræði á vef sinn svo fólk sem leitar sér að húsnæði lendi síður í klóm svikahrappa. Þar sem fjöldi Íslendinga leigir húsnæði á Spáni á ári hverju er ekki úr vegi að renna yfir það helsta að lokum. Ekki láta flytja samskipti um leigu á annan vef en hinn viðurkennda leiguvef. Ekki treysta auglýsingum þar sem húsnæði og umhverfi er afar glæsilegt, en leiguverð undarlega lágt. Aldrei að greiða leiguverð að fullu fyrir fram. Eðlilegt er að greiða einhverja tryggingu sem aldrei nemur meira en 20-30% af heildarverði. Það er grundvallaratriði að samningurinn sé traustvekjandi og réttur, sem og að allar kvittanir fyrir greiðslu séu fyrir hendi. Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef spænsku lögreglunnar (Guardia Civil), fréttatilkynningin er því miður ekki tiltæk á ensku. Spánn Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Rannsóknin hófst fyrir átta mánuðum Rannsókn málsins hefur staðið yfir síðan í september í fyrra. Auk þeirra 29 sem hafa verið handteknir eru 13 til viðbótar grunaðir um aðild að svikamyllunni. Rannsóknin hófst eftir að tilkynningum frá útlendingum um svindl tók að rigna yfir lögregluna. Svindlið á sér stað um allan Spán, frá Galisíu og Baskalandi í norðri niður í gegnum höfuðborgina, austur til Katalóníu og alla leið suður til Andalúsíu. Alls eru 18 sýslur og héruð tiltekin í tilkynningu lögreglunnar og 128 einstök mál eru til rannsóknar. Buðu mun lægri leigu en gengur og gerist Svindlararnir tóku myndir tilviljanakennt af íbúðum og húsum, auglýstu þau til leigu á vel þekktum leigusíðum á miklu lægra verði en gengur og gerist. Margir létu glepjast, svo sem sjá má, þeir voru látnir greiða fyrir fram og þegar þeir komu svo loks á áfangastað gripu þeir vitaskuld í tómt, orðnir tugum og hundruð þúsunda króna fátækari. Lögreglan segir að svindlið hafi verið afskaplega vel skipulagt. Einn hópur sá um að finna fallegar eignir og taka myndirnar, annar hópur sá um að auglýsa og koma eignunum inn á góðar vefsíður. Þriðji hópurinn sá svo um skjalagerð, bankareikninga, tölvupósta o.fl. Svo sá enn einn hópur um að millifæra peningana á bankareikninga sem erfitt var að rekja. Höfuðpaurinn sjálfur situr reyndar þegar í fangelsi, þar sem hann afplánar dóm fyrir umfangsmikið tölvusvindl. Lögreglan hefur nú þegar lokað um 75 bankareikningum sem notaðir voru við svindlið. Lögreglan ráðleggur erlendum ferðamönnum Spænska lögreglan hefur sett nokkur heilræði á vef sinn svo fólk sem leitar sér að húsnæði lendi síður í klóm svikahrappa. Þar sem fjöldi Íslendinga leigir húsnæði á Spáni á ári hverju er ekki úr vegi að renna yfir það helsta að lokum. Ekki láta flytja samskipti um leigu á annan vef en hinn viðurkennda leiguvef. Ekki treysta auglýsingum þar sem húsnæði og umhverfi er afar glæsilegt, en leiguverð undarlega lágt. Aldrei að greiða leiguverð að fullu fyrir fram. Eðlilegt er að greiða einhverja tryggingu sem aldrei nemur meira en 20-30% af heildarverði. Það er grundvallaratriði að samningurinn sé traustvekjandi og réttur, sem og að allar kvittanir fyrir greiðslu séu fyrir hendi. Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef spænsku lögreglunnar (Guardia Civil), fréttatilkynningin er því miður ekki tiltæk á ensku.
Spánn Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira