„Þessi sjúkdómur endar alltaf með dauða“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. apríl 2023 15:32 Aflífa þarf nærri sjö hundruð kindur. Vísir/Vilhelm Vinna er hafin við að slátra öllu fé frá bænum Bergsstöðum í Miðfirði en þar kom upp staðfest tilfelli riðu síðastliðin mánudag. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkið tímafrekt enda smithætta mikil. Hafist hefur verið handa við að skera féð en í heildina þarf að aflífa rétt um sjö hundruð kindur. Þá er ótalið allt það verk sem felst í sótthreinsun, jarðvegsskiptum og annarri vinnu sem þarf að sinna svo hægt verði að stunda búskap aftur á bænum, en það gæti tekið mörg ár. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkefnin margvísleg. „Það byrjaði í gær. Við þurfum að áfangaskipta þessu og það þarf að sjá hvernig til tekst hversu langan tíma þetta tekur. Allur undirbúningur er viðamikill og þarf að ná til allra þátta og allt þarf að ganga upp. Svo þarf fyrirtækið Kalka, sem brennir öll hræin, að vera búið að klára verkið svo hægt sé að halda áfram.“ Fénu verður slátrað við sláturhús, en ekki inni í sláturhúsinu sjálfu. „Féð er flutt af bænum og farið með það að sláturhúsinu á Hvammstanga. Það fer ekki inn í sláturlínuna heldur er það aflífað og svo þarf að taka sýni úr heila. Þannig að þetta er verk sem þarf að fara í gegnum og síðan fer þetta í gáma og er flutt suður til Kölku.“ Mikið hreinsunarstarf sé framundan. „Það fer af stað heilmikil hreinsun og hreinsunaraðgerðir þegar féð er farið. Þá þarf að fjarlægja það sem er ekki hægt að þrífa og sótthreinsa. Smitefnið þolir nær öll sótthreinsiefni, en það er einna helst klór sem efnið þolir ekki. Síðan þarf að skipta um jarðveg og farga töluvert miklu.“ Sigurborg segir að það sé alltaf leiðinlegt þegar þarf að slátra fé. „Það er andstyggilegt að fara í þessar aðgerðir en það er nauðsynlegt að gera þetta til þess að stemma stigu við þessum sjúkdómi. Hann berst til Íslands árið 1874 og dreifði sér hratt um og olli miklu búsifjum og miklum dauða. Þessi sjúkdómur endar alltaf með dauða.“ Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Hafist hefur verið handa við að skera féð en í heildina þarf að aflífa rétt um sjö hundruð kindur. Þá er ótalið allt það verk sem felst í sótthreinsun, jarðvegsskiptum og annarri vinnu sem þarf að sinna svo hægt verði að stunda búskap aftur á bænum, en það gæti tekið mörg ár. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkefnin margvísleg. „Það byrjaði í gær. Við þurfum að áfangaskipta þessu og það þarf að sjá hvernig til tekst hversu langan tíma þetta tekur. Allur undirbúningur er viðamikill og þarf að ná til allra þátta og allt þarf að ganga upp. Svo þarf fyrirtækið Kalka, sem brennir öll hræin, að vera búið að klára verkið svo hægt sé að halda áfram.“ Fénu verður slátrað við sláturhús, en ekki inni í sláturhúsinu sjálfu. „Féð er flutt af bænum og farið með það að sláturhúsinu á Hvammstanga. Það fer ekki inn í sláturlínuna heldur er það aflífað og svo þarf að taka sýni úr heila. Þannig að þetta er verk sem þarf að fara í gegnum og síðan fer þetta í gáma og er flutt suður til Kölku.“ Mikið hreinsunarstarf sé framundan. „Það fer af stað heilmikil hreinsun og hreinsunaraðgerðir þegar féð er farið. Þá þarf að fjarlægja það sem er ekki hægt að þrífa og sótthreinsa. Smitefnið þolir nær öll sótthreinsiefni, en það er einna helst klór sem efnið þolir ekki. Síðan þarf að skipta um jarðveg og farga töluvert miklu.“ Sigurborg segir að það sé alltaf leiðinlegt þegar þarf að slátra fé. „Það er andstyggilegt að fara í þessar aðgerðir en það er nauðsynlegt að gera þetta til þess að stemma stigu við þessum sjúkdómi. Hann berst til Íslands árið 1874 og dreifði sér hratt um og olli miklu búsifjum og miklum dauða. Þessi sjúkdómur endar alltaf með dauða.“
Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira