Handbolti

„Vitum hvað við þurfum að gera til að stoppa þær“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Díana Dögg Magnúsdóttir.
Díana Dögg Magnúsdóttir. Skjáskot/Stöð 2 Sport

Íslenska landsliðið í handbolta stendur í stórræðum þessa dagana þar sem liðið er í einvígi við Ungverjaland um laust sæti í lokamóti HM.

Díana Dögg Magnúsdóttir er á sínum stað í landsliðinu og var til viðtals eftir æfingu íslenska liðsins á Ásvöllum í gær.

„Við stefnum allar að því að koma okkur inn á þetta stórmót og ætlum að gefa Ungverjunum hörkuleiki,“ segir Díana ákveðin og sér ákveðin tækifæri þó lið Ungverja þyki firnasterkt.

„Þær eru ótrúlega sterkar. Það er mikill skriðþungi í þeim og með fínar skyttur. Þetta eru mjög sterkir leikmenn en kannski frekar hægari á fótunum á móti og kannski eitthvað sem hjálpar okkur þar sem við erum aðeins sneggri en þær.“

Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 16:00 í dag á Ásvöllum og er frítt inn í boði Icelandair.

„Við nálgumst þetta með opnum huga. Við ætlum að spila okkar leik og við viljum stýra þessu. Við vitum hvað við þurfum að gera til að stoppa þær,“ segir Díana og fer nánar yfir undirbúning íslenska liðsins fyrir Ungverjana í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Díana Dögg fyrir Ísland-UNG

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×