Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. apríl 2023 23:43 Chuck Schumer lét Repúblikana heyra það vegna ákvörðunar dómara í Texas um að ógilda markaðsleyfi þungunarrofslyfs. Getty Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. Dómarinn Matthew J. Kacsmaryk, sem er þekktur andstæðingur þungunarrofs, ógilti samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi lyfsins. Í dómnum talar hann um þungunarrof með „efnum“ og um fóstur sem „ófædd börn“ og „ófæddar manneskjur“. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs. „Eitt er alveg á hreinu, ákvörðunin gæti steypt landi okkar í ringulreið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni við fréttamenn í dag. „Repúblikanar hafa algjörlega snúið lyfjastofnuninni, eins og við þekktum hana, á hvolf og hótað því að hvert einasta lyf á markaðnum gæti misst markaðsleyfið.“ Sækjandinn í málinu var hópur lækna og samtaka sem sögðu mifepristone ógn við heilsu stúlkna og kvenna. „Hvað kemur næst þegar einhver róttækur jaðarhópur ákveður að höfða mál? Krabbamein? Insúlín? Geðlyf?“ spyr Schumer. Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins, þar sem hann tók í sama streng. Ef dómurinn yrði látinn standa myndi það þýða að engar ákvarðanir FDA væru óhultar frá hugmyndafræðilegum og pólitískum árásum. Today, a federal district judge in Texas ruled that a prescription medication available for over 22 years, approved by the FDA, and used safely by millions of women should no longer be approved in the U.S. Here's why this matters. And how my Administration is going to fight it.— President Biden (@POTUS) April 8, 2023 Öldungardeildarþingmaðurinn Patty Murray segir Demókrata munu gera allt til þess að bandaríska þjóðin átti sig á því að Repúblikanar séu ábyrgir fyrir ringulreiðinni. „Þessi rökræða mun fara fram fyrir allra augum,“ segir hún. Bandaríkin Þungunarrof Heilbrigðismál Lyf Mannréttindi Tengdar fréttir Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Dómarinn Matthew J. Kacsmaryk, sem er þekktur andstæðingur þungunarrofs, ógilti samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi lyfsins. Í dómnum talar hann um þungunarrof með „efnum“ og um fóstur sem „ófædd börn“ og „ófæddar manneskjur“. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs. „Eitt er alveg á hreinu, ákvörðunin gæti steypt landi okkar í ringulreið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni við fréttamenn í dag. „Repúblikanar hafa algjörlega snúið lyfjastofnuninni, eins og við þekktum hana, á hvolf og hótað því að hvert einasta lyf á markaðnum gæti misst markaðsleyfið.“ Sækjandinn í málinu var hópur lækna og samtaka sem sögðu mifepristone ógn við heilsu stúlkna og kvenna. „Hvað kemur næst þegar einhver róttækur jaðarhópur ákveður að höfða mál? Krabbamein? Insúlín? Geðlyf?“ spyr Schumer. Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins, þar sem hann tók í sama streng. Ef dómurinn yrði látinn standa myndi það þýða að engar ákvarðanir FDA væru óhultar frá hugmyndafræðilegum og pólitískum árásum. Today, a federal district judge in Texas ruled that a prescription medication available for over 22 years, approved by the FDA, and used safely by millions of women should no longer be approved in the U.S. Here's why this matters. And how my Administration is going to fight it.— President Biden (@POTUS) April 8, 2023 Öldungardeildarþingmaðurinn Patty Murray segir Demókrata munu gera allt til þess að bandaríska þjóðin átti sig á því að Repúblikanar séu ábyrgir fyrir ringulreiðinni. „Þessi rökræða mun fara fram fyrir allra augum,“ segir hún.
Bandaríkin Þungunarrof Heilbrigðismál Lyf Mannréttindi Tengdar fréttir Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28