Engar tilkynningar um flóð á Austfjörðum enn sem komið er Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. apríl 2023 12:30 Vel er fylgst með Seyðisfirði til að mynda þar úrkoma hefur verið mikil. Vísir/Aðsend Áfram er hætta á skriðum og ofanflóðum á Austfjörðum en talsverð rigning er á svæðinu og gul veðurviðvörun í gildi. Engar tilkynningar hafa borist um flóð enn sem komið er og er ekki talin hætta í byggð að sögn ofanflóðasérfræðings þó mögulegt sé að grjót gæti hrunið á vegi. Gul viðvörun hefur verið í gildi frá því klukkan tíu í gærmorgun á austfjörðum og er í gildi til klukkan fjögur í nótt en talsverð rigning er á svæðinu samhliða hlýindum. Búist er við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum og er því aukin hætta á flóðum og skriðuföllum. Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir engar tilkyninngar þó hafa borist um flóð enn sem komið er. „Það er frost í jörðu og þess vegna er þröskuldurinn aðeins lægri hjá okkur en vanalega. Þannig það er ekkert ólíklegt að við sjáum einhverjar yfirborðshreyfingar á meðan það er úrkoma. Það er úrkoma fram á nóttu þannig við erum bara að fylgjast mjög vel með aðstæðum,“ segir Minney. Sérstaklega er fylgst með Seyðisfirði og Eskifirði en rigning er á öllum Austfjörðum og á Suðausturlandi sem gæti raskað samgöngum. „Við erum ekki að horfa á neina hættu í byggð, það er kannski búist við grjóthruni úti á vegi undir mjög bröttum hlíðum en annars ekki nein hætta þannig séð. Við bara erum að fylgjast með þessu og ef fólk verður vart við eitthvað þá má endilega tilkynna það til okkar,“ segir hún. Spár gera ráð fyrir að það rigni fram á nótt en það verði þurrt á morgun. Staðan verður endurmetin ef ástæða gefst til. „Það er ekki spáð neinni mikilli úrkomu næstu vikuna en spárnar náttúrulega breytast þannig það er bara fylgst vel með því. En af því það er frost í jörðu þá situr vatnið á yfirborðinu og þess vegna eru þessar yfirborðsskriður mögulegar í þessari rigningu núna,“ segir Minney. Veður Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Gul viðvörun hefur verið í gildi frá því klukkan tíu í gærmorgun á austfjörðum og er í gildi til klukkan fjögur í nótt en talsverð rigning er á svæðinu samhliða hlýindum. Búist er við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum og er því aukin hætta á flóðum og skriðuföllum. Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir engar tilkyninngar þó hafa borist um flóð enn sem komið er. „Það er frost í jörðu og þess vegna er þröskuldurinn aðeins lægri hjá okkur en vanalega. Þannig það er ekkert ólíklegt að við sjáum einhverjar yfirborðshreyfingar á meðan það er úrkoma. Það er úrkoma fram á nóttu þannig við erum bara að fylgjast mjög vel með aðstæðum,“ segir Minney. Sérstaklega er fylgst með Seyðisfirði og Eskifirði en rigning er á öllum Austfjörðum og á Suðausturlandi sem gæti raskað samgöngum. „Við erum ekki að horfa á neina hættu í byggð, það er kannski búist við grjóthruni úti á vegi undir mjög bröttum hlíðum en annars ekki nein hætta þannig séð. Við bara erum að fylgjast með þessu og ef fólk verður vart við eitthvað þá má endilega tilkynna það til okkar,“ segir hún. Spár gera ráð fyrir að það rigni fram á nótt en það verði þurrt á morgun. Staðan verður endurmetin ef ástæða gefst til. „Það er ekki spáð neinni mikilli úrkomu næstu vikuna en spárnar náttúrulega breytast þannig það er bara fylgst vel með því. En af því það er frost í jörðu þá situr vatnið á yfirborðinu og þess vegna eru þessar yfirborðsskriður mögulegar í þessari rigningu núna,“ segir Minney.
Veður Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira