Um 70 prósent fæðinga landsins fara fram á Landspítalanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. apríl 2023 10:30 Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, sem er alsæl í sínu starfi. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er lífstíll og list“ að vera ljósmóðir segir rúmlega þrítug ljósmóðir, sem segist vera í draumastarfinu. Um 70% allra fæðinga landsins á hverju ári fara fram á fæðingadeild Landspítalans. Við fengum að kynnast störfum ljósmæðra í þættinum „Mig langar að vita“, sem sýndur var á Stöð 2 mánudagskvöldið 10. apríl. Hægt er að nálgast þáttinn í heild sinn á Stöð 2+. Magnús Hlynur Hreiðarsson er umsjónarmaður þáttanna. Mér hefur alltaf fundist eitthvað heillandi við orðið „Ljósmóðir” og starf ljósmæðra, þær eru að vinna svo magnað starf, taka á móti nýjum lífi í heiminn, það er eitthvað svo stórkostlegt við það. Í þættinum fáum við að kynnast störfum ljósmæðra. Við byrjum á fæðingardeild Landspítalans, sem er langstærsta fæðingardeild landsins en þar fæðast um og yfir 70 % allra barna á hverju ári í landinu. Níu fæðingarstofur eru á deildinni. Birna Gerður Jónsdóttir er yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. „Ég hugsa að ég sé með 90 manns í allt, bæði ljósmæður, sjúkraliða og sérhæfða starfsmenn, þannig að þetta er svolítið stór deild og mikið utanumhald en þetta er líka mjög skemmtilegt. Það eina, sem ég sakna að ég tek ekki á móti börnum á meðan ég er í þessu. Það er dálítið erfitt,“ segir Birna Gerður. Birna Gerður Jónsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. Hún er með um 90 starfsmenn í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna María, 31 árs ljósmóðir segist vera í draumastarfinu. Hún segir starfið vera lífsstíl og list. „Mér finnst mjög gaman að vinna með fólki og hef áhuga á málefnum kvenna. Maður þarf ekki að vera nörd eða sérfræðingur í neinu, heldur medium í mjög mörgu og það hentar mér bara fínt,“ segir Sunna María. En hvernig lýsir hún starfinu? „Það er ógeðslega erfitt að lýsa því. Þetta er svona tilfinningarússíbani. Maður er endalaust að lesa nýtt fólk og nýjar aðstæður hverju sinni. Maður þarf að vera rosalega næmur á bara karaktera og andrúmsloft finnst mér. Maður má ekki heldur trana sér of mikið fram en vera sterk á réttum augnablikum,“ segir Sunna María. Sunna María Helgadóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, sem segist vera í draumastarfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Börn og uppeldi Landspítalinn Mig langar að vita Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Mér hefur alltaf fundist eitthvað heillandi við orðið „Ljósmóðir” og starf ljósmæðra, þær eru að vinna svo magnað starf, taka á móti nýjum lífi í heiminn, það er eitthvað svo stórkostlegt við það. Í þættinum fáum við að kynnast störfum ljósmæðra. Við byrjum á fæðingardeild Landspítalans, sem er langstærsta fæðingardeild landsins en þar fæðast um og yfir 70 % allra barna á hverju ári í landinu. Níu fæðingarstofur eru á deildinni. Birna Gerður Jónsdóttir er yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. „Ég hugsa að ég sé með 90 manns í allt, bæði ljósmæður, sjúkraliða og sérhæfða starfsmenn, þannig að þetta er svolítið stór deild og mikið utanumhald en þetta er líka mjög skemmtilegt. Það eina, sem ég sakna að ég tek ekki á móti börnum á meðan ég er í þessu. Það er dálítið erfitt,“ segir Birna Gerður. Birna Gerður Jónsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. Hún er með um 90 starfsmenn í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna María, 31 árs ljósmóðir segist vera í draumastarfinu. Hún segir starfið vera lífsstíl og list. „Mér finnst mjög gaman að vinna með fólki og hef áhuga á málefnum kvenna. Maður þarf ekki að vera nörd eða sérfræðingur í neinu, heldur medium í mjög mörgu og það hentar mér bara fínt,“ segir Sunna María. En hvernig lýsir hún starfinu? „Það er ógeðslega erfitt að lýsa því. Þetta er svona tilfinningarússíbani. Maður er endalaust að lesa nýtt fólk og nýjar aðstæður hverju sinni. Maður þarf að vera rosalega næmur á bara karaktera og andrúmsloft finnst mér. Maður má ekki heldur trana sér of mikið fram en vera sterk á réttum augnablikum,“ segir Sunna María. Sunna María Helgadóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, sem segist vera í draumastarfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Börn og uppeldi Landspítalinn Mig langar að vita Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira