Barnabarn Tarzans vill verðlaunagripina aftur Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 09:00 Tarzan Brown kemur í mark í hlaupinu 1936 og til verður nefnið harmshæð eða Heartbreak Hill, yfir lokasprett hlaupaleiðarinnar. Boston Globe Barnabarn hlaupahetjunnar Tarzans Brown kallar eftir því að hafa uppi verðlaunagripi sem afi hennar vann í Boston maraþoninu, sem hann vann tvisvar. Brown seldi gripina vegna örbirgðar. Brown var skírður Ellison Myers en var alla tíð kallaður Tarzan. Hann er einn aðeins tveggja bandarískra frumbyggja sem hefur unnið Boston maraþonið og sá eini sem hefur unnið oftar en einu sinni, 1936 og 1939. Fyrri sigur Browns gat heitið harmshæð (e. heartbreak hill) á endaspretti maraþonsins frá Hopkinton til Copley-torgs, sem er á meðal þekktari hluta maraþonbrauta í heiminum. Ríkjandi meistari Johnny Kelley náði Brown á hæðinni og sló hann eftirminnilega á öxlina er hann tók fram úr honum. Brown svaraði með því að rjúka af stað, komast fram úr Kelley á ný og fagnaði sigri er hann kom í mark á tveimur klukkutímum, 33 mínútum og 40 sekúndum. Með því „braut hann hjarta Kelleys“, eins og Jerry Nason á Boston Globe orðaði það fyrir tæpum 90 árum síðan - sem gat nafn hæðarinnar. Fyrir sigur sinn árið 1939 mætti Brown á svæðið skömmu fyrir upphaf hlaupsins, borðandi pylsur og drekkandi mjólkurhristing, þar sem hann hafði ekki náð að fá sér morgunmat fyrr um daginn. Það kom ekki í veg fyrir sigur hans á tímanum 2:28:51, sem bætti fyrra brautarmet um rúmar tvær mínútur. Tarzan Brown er afkomandi síðustu konunglegu fjölskyldu amerískra frumbyggja, Narangansett-ættbálksins í Rhode Island-fylki. Hann keppti fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 en gat ekki lokið keppni vegna krampa. Þá átti hann keppnisrétt á leikunum 1940, sem var aflýst vegna Síðari heimsstyrjaldarinnar. Anna Brown Jackson, barnabarn Tarzan Brown, vill endurheimta verðlaunagripi hans.Skjáskot Leitar glataðra verðlauna Anna Brown Jackson, barnabarn Browns, kveðst lengi vel ekki hafa vitað af afrekum afa síns „Ég sá hann aldrei hlaupa, ég heyrði einhverjar sögur, að hann væri afar snöggur,“ segir Jackson í samtali við útvarpsstöðina WBZ. Hún segir að afi sinn hafi þurft að takast á við fordóma eftir að hlaupaferlinum lauk, sem hafi gert honum erfitt fyrir að finna vinnu. Vegna þess seldi Brown verðlaunagripi sína og medalíur til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. „Á þeim tíma átti hann fjögur ung börn og eiginkonu sem bjuggu í tveggja herbergja kofa,“ segir Jackson við TBZ og segist hún vilja endurheimta verðlaunagripina til að halda minningu hans á lífi. „Við viljum ekki selja þá eða neitt slíkt. Við viljum halda þeim til að eiga eitthvað sem er hluti af honum,“ segir Jackson. Brown lést árið 1975, 61 árs gamall, þegar hann var keyrður niður af sendiferðabíl fyrir utan bar í Rhode Island. Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Sjá meira
Brown var skírður Ellison Myers en var alla tíð kallaður Tarzan. Hann er einn aðeins tveggja bandarískra frumbyggja sem hefur unnið Boston maraþonið og sá eini sem hefur unnið oftar en einu sinni, 1936 og 1939. Fyrri sigur Browns gat heitið harmshæð (e. heartbreak hill) á endaspretti maraþonsins frá Hopkinton til Copley-torgs, sem er á meðal þekktari hluta maraþonbrauta í heiminum. Ríkjandi meistari Johnny Kelley náði Brown á hæðinni og sló hann eftirminnilega á öxlina er hann tók fram úr honum. Brown svaraði með því að rjúka af stað, komast fram úr Kelley á ný og fagnaði sigri er hann kom í mark á tveimur klukkutímum, 33 mínútum og 40 sekúndum. Með því „braut hann hjarta Kelleys“, eins og Jerry Nason á Boston Globe orðaði það fyrir tæpum 90 árum síðan - sem gat nafn hæðarinnar. Fyrir sigur sinn árið 1939 mætti Brown á svæðið skömmu fyrir upphaf hlaupsins, borðandi pylsur og drekkandi mjólkurhristing, þar sem hann hafði ekki náð að fá sér morgunmat fyrr um daginn. Það kom ekki í veg fyrir sigur hans á tímanum 2:28:51, sem bætti fyrra brautarmet um rúmar tvær mínútur. Tarzan Brown er afkomandi síðustu konunglegu fjölskyldu amerískra frumbyggja, Narangansett-ættbálksins í Rhode Island-fylki. Hann keppti fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 en gat ekki lokið keppni vegna krampa. Þá átti hann keppnisrétt á leikunum 1940, sem var aflýst vegna Síðari heimsstyrjaldarinnar. Anna Brown Jackson, barnabarn Tarzan Brown, vill endurheimta verðlaunagripi hans.Skjáskot Leitar glataðra verðlauna Anna Brown Jackson, barnabarn Browns, kveðst lengi vel ekki hafa vitað af afrekum afa síns „Ég sá hann aldrei hlaupa, ég heyrði einhverjar sögur, að hann væri afar snöggur,“ segir Jackson í samtali við útvarpsstöðina WBZ. Hún segir að afi sinn hafi þurft að takast á við fordóma eftir að hlaupaferlinum lauk, sem hafi gert honum erfitt fyrir að finna vinnu. Vegna þess seldi Brown verðlaunagripi sína og medalíur til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. „Á þeim tíma átti hann fjögur ung börn og eiginkonu sem bjuggu í tveggja herbergja kofa,“ segir Jackson við TBZ og segist hún vilja endurheimta verðlaunagripina til að halda minningu hans á lífi. „Við viljum ekki selja þá eða neitt slíkt. Við viljum halda þeim til að eiga eitthvað sem er hluti af honum,“ segir Jackson. Brown lést árið 1975, 61 árs gamall, þegar hann var keyrður niður af sendiferðabíl fyrir utan bar í Rhode Island.
Frjálsar íþróttir Bandaríkin Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Sjá meira