Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 34-28 | Flott frammistaða dugði ekki til og Ísland fer ekki á HM Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 17:54 Steinunn Björnsdóttir spilaði vel í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Ísland laut í lægra haldi, 34-28, þegar liðið sótti Ungverjaland heim í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023 í dag. Þar með er ljóst að draumur íslenska liðsins um sæti í lokakeppni HM verður ekki að veruleika að þessu sinni. Ungverska liðið náði frumkvæðinu strax í upphafi leiks en ungverska liðið náði mest átta marka forystu undir lok fyrri hálfleiks. Íslenska liðið lagði hins vegar ekki árar í bát og náði að minnka muninn niður í eitt mark undir lok leiksins. Þar sem Ungverjaland hafði betur í fyrri leiknum að Ásvöllum með fjórum mörkum var ljóst að betur mátti ef duga skyldi. Ungverjar fóru að lokum með sex marka sigur af hólmi og tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið sem fram fer í desember síðar á þessu ári. Thea Imani Sturludóttir átti afar góðan leik en hún var markahæst hjá íslenska liðinu með átta mörk. Þá skilaði fyriliði íslenska liðsins, Steinunn Björnsdóttir, sínu og rúmlega það á báðum endum vallarins. Steinunn skoraði fimm mörk og var eins og klettur í vörn Íslands. Þórey Anna Ásgeirsdóttir nýtti víti sín vel í leiknum og skoraði fimm mörk og Sandra Erlingsdóttir kom þar á eftir með fjögur mörk. Elín Jón Þorsteinsdóttir varði vel í leiknum en hún klukkaði 10 bolta. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023
Ísland laut í lægra haldi, 34-28, þegar liðið sótti Ungverjaland heim í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023 í dag. Þar með er ljóst að draumur íslenska liðsins um sæti í lokakeppni HM verður ekki að veruleika að þessu sinni. Ungverska liðið náði frumkvæðinu strax í upphafi leiks en ungverska liðið náði mest átta marka forystu undir lok fyrri hálfleiks. Íslenska liðið lagði hins vegar ekki árar í bát og náði að minnka muninn niður í eitt mark undir lok leiksins. Þar sem Ungverjaland hafði betur í fyrri leiknum að Ásvöllum með fjórum mörkum var ljóst að betur mátti ef duga skyldi. Ungverjar fóru að lokum með sex marka sigur af hólmi og tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið sem fram fer í desember síðar á þessu ári. Thea Imani Sturludóttir átti afar góðan leik en hún var markahæst hjá íslenska liðinu með átta mörk. Þá skilaði fyriliði íslenska liðsins, Steinunn Björnsdóttir, sínu og rúmlega það á báðum endum vallarins. Steinunn skoraði fimm mörk og var eins og klettur í vörn Íslands. Þórey Anna Ásgeirsdóttir nýtti víti sín vel í leiknum og skoraði fimm mörk og Sandra Erlingsdóttir kom þar á eftir með fjögur mörk. Elín Jón Þorsteinsdóttir varði vel í leiknum en hún klukkaði 10 bolta.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti