Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2023 17:39 Þingmenn á rússneska þinginu hlýða á þjóðsönginn við upphaf þingfundar í morgun. Efri deild þingsins samþykkti frumvarp um stafræna herkvaðningu í dag. Rússneska þingið/AP Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“. Þúsundir karlmanna flúðu Rússland eða fóru í felur eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að 300.000 varaliðsmenn yrði kvaddir í herinn vegna innrása hans í Úkraínu í september. Frumvarp sem var hraðað í gegnum rússneska þingið á að koma í veg fyrir slíkan atgervisflótta. Fram að þessu hafa yfirvöld þurft að afhenta herkvöddum mönnum kvaðninguna í persónu. Margir rússneskir karlmenn forðuðust herkvaðningu með því að halda sig frá þeim stað þar sem þeir voru skráðir til heimilis. Með frumvarpinu sem efri deild þingsins samþykkti í dag verður herkvaðning enn send í pósti en telst gild frá því að hún er færð inn í opinbera vefgátt. Herkvöddum mönnum sem sinna ekki kallinu verður bannað að yfirgefa Rússland, ökuskírteini þeirra verður fellt úr gildi og þeim bannað að selja íbúðir eða aðrar eignir. Neðri deild þingsins samþykkti frumvarpið á þriðjudag. Búist er við því að Pútín staðfesti lögin fljótt með undirskrift sinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnarandstæðingar og mannréttindafrömuðir segja að lögin séu skref í átt að „stafrænu fangelsi“ sem færi heryfirvöldum fordæmalausar valdheimildir. Straumlínulaga herkvaðningarkerfið Flýtimeðferðin sem frumvarpið fékk í rússneska þinginu vekur ótta margra um að Pútín ætli að kveðja fleiri menn í herinn í aðdraganda gagnsóknar gegn innrásarhernum sem búist er við að Úkraínumenn hefji á allra næstu vikum. Stjórnvöld hafa sagt að önnur herkvaðning sé ekki yfirvofandi. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, segir að nauðsynlegt hafi verið að samþykkja frumvarpið til þess að „straumlínulaga“ herskráningar- og kvaðningarkerfið. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Þúsundir karlmanna flúðu Rússland eða fóru í felur eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að 300.000 varaliðsmenn yrði kvaddir í herinn vegna innrása hans í Úkraínu í september. Frumvarp sem var hraðað í gegnum rússneska þingið á að koma í veg fyrir slíkan atgervisflótta. Fram að þessu hafa yfirvöld þurft að afhenta herkvöddum mönnum kvaðninguna í persónu. Margir rússneskir karlmenn forðuðust herkvaðningu með því að halda sig frá þeim stað þar sem þeir voru skráðir til heimilis. Með frumvarpinu sem efri deild þingsins samþykkti í dag verður herkvaðning enn send í pósti en telst gild frá því að hún er færð inn í opinbera vefgátt. Herkvöddum mönnum sem sinna ekki kallinu verður bannað að yfirgefa Rússland, ökuskírteini þeirra verður fellt úr gildi og þeim bannað að selja íbúðir eða aðrar eignir. Neðri deild þingsins samþykkti frumvarpið á þriðjudag. Búist er við því að Pútín staðfesti lögin fljótt með undirskrift sinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnarandstæðingar og mannréttindafrömuðir segja að lögin séu skref í átt að „stafrænu fangelsi“ sem færi heryfirvöldum fordæmalausar valdheimildir. Straumlínulaga herkvaðningarkerfið Flýtimeðferðin sem frumvarpið fékk í rússneska þinginu vekur ótta margra um að Pútín ætli að kveðja fleiri menn í herinn í aðdraganda gagnsóknar gegn innrásarhernum sem búist er við að Úkraínumenn hefji á allra næstu vikum. Stjórnvöld hafa sagt að önnur herkvaðning sé ekki yfirvofandi. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, segir að nauðsynlegt hafi verið að samþykkja frumvarpið til þess að „straumlínulaga“ herskráningar- og kvaðningarkerfið.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira