Segir Mourinho að troða bikarsafninu þar sem sólin skín ekki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2023 12:31 Antonio Cassano er ekki hrifinn af José Mourinho og aðferðum hans. Vísir Það verður seint sagt að José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma á Ítalíu, og Antonio Cassano, fyrrverandi leikmanni Roma sem og ítalska landsliðsins, sé vel til vina. Þeir hafa skotið á hvorn annan í gegnum fjölmiðla að undanförnu og nú hefur Cassano sagt Mourinho að hann viti hvert hann geti troðið öllum þeim verðlaunagripum sem hann hefur unnið á ferlinum. Þannig er mál með vexti að Cassano hóf leiðindin þegar hann gagnrýndi Mourinho opinberlega. Sagði hann að portúgalski þjálfarinn væri latur og að honum væri „alveg sama um fótbolta.“ Jose Mourinho hits back at Antonio Cassano after the former striker claimed he 'doesn't give a s*** about football' https://t.co/8EJgJjyCcd— MailOnline Sport (@MailSport) April 9, 2023 Mourinho verður seint þekktur fyrir að taka gagnrýni vel og svaraði um hæl. Hann gagnrýndi feril Cassano og sagði hann vera „miðlungs.“ Cassano hóf feril sinn hjá Bari en spilaði með Roma frá 2001 til 2006. Þaðan fór hann til Real Madríd en náði aldrei að festa sig í sessi. Spilaði framherjinn með Sampdoria, AC Milan, Inter Milan, Parma og Verona eftir það. Þá spilaði Cassano 39 A-landsleiki og skoraði 10 mörk. Mourinho passaði sig einnig að nefna þá titla sem hann hefur unnið í gegnum tíðina. Cassano svaraði því svo í síðasta þætti sápuóperu þeirra félaga. „Ég hef aldrei talað illa um persónuna Mourinho. Ég þekki hann ekki og get ekki dæmt persónu hans. Ég mun halda áfram að gagnrýna hann hvað fótbolta varðar. Hann veit hvert hann getur troðið verðlaununum sem hann hefur unnið.“ „Mourinho vann Sambandsdeild Evrópu með Roma en hann hagaði sér skammarlega, var til vandræða og móðgaði leikmenn. Ég þurfti ekki að vinna neitt, ég spilaði til að skemmta áhorfendum. Mér var alveg sama um titla og bikara. Mourinho vinnur með því að spila ógeðfelldan fótbolta, hann verður að skilja að hann er slakur þjálfari,“ sagði Cassano. Mourinho eftir sigur í Sambandsdeildinni.Silvia Lore/Getty Images Mourinho og lærisveinar hans heimsækja Feyenoord í Hollandi í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. Um er að ræða liðin sem mættust í úrslitum Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá hafði Roma betur 1-0. Leikurinn hefst klukkan 16.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi Sjá meira
Þeir hafa skotið á hvorn annan í gegnum fjölmiðla að undanförnu og nú hefur Cassano sagt Mourinho að hann viti hvert hann geti troðið öllum þeim verðlaunagripum sem hann hefur unnið á ferlinum. Þannig er mál með vexti að Cassano hóf leiðindin þegar hann gagnrýndi Mourinho opinberlega. Sagði hann að portúgalski þjálfarinn væri latur og að honum væri „alveg sama um fótbolta.“ Jose Mourinho hits back at Antonio Cassano after the former striker claimed he 'doesn't give a s*** about football' https://t.co/8EJgJjyCcd— MailOnline Sport (@MailSport) April 9, 2023 Mourinho verður seint þekktur fyrir að taka gagnrýni vel og svaraði um hæl. Hann gagnrýndi feril Cassano og sagði hann vera „miðlungs.“ Cassano hóf feril sinn hjá Bari en spilaði með Roma frá 2001 til 2006. Þaðan fór hann til Real Madríd en náði aldrei að festa sig í sessi. Spilaði framherjinn með Sampdoria, AC Milan, Inter Milan, Parma og Verona eftir það. Þá spilaði Cassano 39 A-landsleiki og skoraði 10 mörk. Mourinho passaði sig einnig að nefna þá titla sem hann hefur unnið í gegnum tíðina. Cassano svaraði því svo í síðasta þætti sápuóperu þeirra félaga. „Ég hef aldrei talað illa um persónuna Mourinho. Ég þekki hann ekki og get ekki dæmt persónu hans. Ég mun halda áfram að gagnrýna hann hvað fótbolta varðar. Hann veit hvert hann getur troðið verðlaununum sem hann hefur unnið.“ „Mourinho vann Sambandsdeild Evrópu með Roma en hann hagaði sér skammarlega, var til vandræða og móðgaði leikmenn. Ég þurfti ekki að vinna neitt, ég spilaði til að skemmta áhorfendum. Mér var alveg sama um titla og bikara. Mourinho vinnur með því að spila ógeðfelldan fótbolta, hann verður að skilja að hann er slakur þjálfari,“ sagði Cassano. Mourinho eftir sigur í Sambandsdeildinni.Silvia Lore/Getty Images Mourinho og lærisveinar hans heimsækja Feyenoord í Hollandi í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. Um er að ræða liðin sem mættust í úrslitum Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá hafði Roma betur 1-0. Leikurinn hefst klukkan 16.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi Sjá meira