Atlagan að kjarna frelsisins Þorsteinn Siglaugsson skrifar 13. apríl 2023 13:00 Við getum í grófum dráttum greint frelsi okkar í þrjú lög. Ysta lagið er athafnafrelsi; frelsi til að eiga viðskipti, til að velja sér starf, til að nota sjálfsaflafé sitt. Stjórnmálaumræða dagsins hverfist yfirleitt að mestu um þetta lag frelsisins, hversu víðtækt hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera og hversu miklar skorður megi reisa einstaklingsfrelsinu. Það er þarna sem hægri og vinstri takast á. Næsta lag frelsisins er frelsið til að taka þátt í stjórnmálastarfi og tjá skoðanir sínar. Um þetta lag frelsisins var lengst af lítill ágreiningur í vestrænum lýðræðissamfélögum, þótt á undanförnum árum hafi á margan hátt verið þrengt að því. Frelsið til að lifa sem manneskja En undir þessu lagi er innsta lag frelsisins að finna. Það er frelsið til að eiga samskipti við annað fólk, frelsi barnsins til að þroskast, læra að tjá sig og skilja tjáningu annarra, frelsið til að sinna daglegu venjubundnu lífi. Í stuttu máli frelsið til að lifa í samræmi við eðli okkar sem manneskjur. Við gætum kannski helst líkt því við frelsi hundsins til að gelta eða frelsi hestsins til að taka á rás. Þetta lag frelsisins er svo sjálfsagt að þess er ekki einu sinni getið í mannréttindayfirlýsingum. En þetta er þó á endanum kjarni frelsisins og um leið kjarni þess að lifa sem manneskja. Hræðsluáróðurinn og sá sjúklegi ótti sem hann hefur valdið, og inngripin í daglegar athafnir okkar, persónuleg samskipti og einkalíf, sem upphófust fyrir þremur árum, ekki aðeins í skamman tíma, heldur mánuðum, misserum, árum saman, eru atlaga að þessu innsta lagi frelsisins. Um leið er þetta atlaga að tilveru okkar sem manneskjur. Og þær gríðarlegu breytingar sem við upplifum nú þegar mannleg samskipti verða í æ meira mæli rafræn og hinn líkamlegi þáttur hverfur eru þáttur í þessari atlögu. Fundur Málfrelsis 15. apríl: Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hvaða áhrif hefur þetta á samfélög okkar og samskipti, sem á endanum byggja að mestu á líkamlegri tjáningu? Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hverjar verða afleiðingarnar, hvað drífur þessa þróun áfram og hvernig getum við brugðist við henni? Um þetta fjalla breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Laura Dodsworth og dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands á fundi Málfrelsis, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 15. apríl kl. 14. Hvernig verjumst við ótta og áróðri? Í metsölubók Lauru Dodsworth, "A State of Fear" er fjallað um hinn fordæmalausa hræðsluáróður sem upphófst snemma árs 2020 og hvernig sálfræðilegum aðferðum var beitt til að hræða fólk til hlýðni og skera á mannleg samskipti. Laura segir frá þessari fordæmalausu áróðursherferð og afleiðingum hennar og gerir grein fyrir uppljóstrunum um vinnubrögð breskra stjórnvalda í faraldrinum. Hún segir einnig frá efni næstu bókar sinnar "Free your Mind: The new world of manipulation and how to resist it" sem er væntanleg í júní, en sú bók er hugsuð sem handbók um hvernig hægt er að verjast þeim áróðri sem sífellt dynur á okkur. Grafið undan töfrum hversdagslífsinsDr. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands steig nýverið fram og varaði við þeim áhrifum sem rafræn samskiptatækni er að hafa á samfélagið. "Tæknin er búin að taka yfir samfélagið og í mínum huga er misskilningur að hún sé viðbót við það sem fyrir var. Hún umbreytir öllu sem fyrir var" segir Viðar í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu. Tækni- og neysluvæðing nútímans hefur grafið undan félagslegum töfrum hversdagslífsins og aukið á angist, skautun og ójöfnuð – svo eitthvað sé nefnt. Við getum ekki stöðvað tækniþróunina segir hann, en hún má ekki stjórna lífi okkar. "Sérstaklega ekki þar sem hún er á forsendum alþjóðlegra tæknirisa." Viðar segir frá rannsóknum sínum, en hann vinnur nú að bók um þessa ógnvænlegu þróun og afleiðingar hennar.Höfundur er formaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Við getum í grófum dráttum greint frelsi okkar í þrjú lög. Ysta lagið er athafnafrelsi; frelsi til að eiga viðskipti, til að velja sér starf, til að nota sjálfsaflafé sitt. Stjórnmálaumræða dagsins hverfist yfirleitt að mestu um þetta lag frelsisins, hversu víðtækt hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera og hversu miklar skorður megi reisa einstaklingsfrelsinu. Það er þarna sem hægri og vinstri takast á. Næsta lag frelsisins er frelsið til að taka þátt í stjórnmálastarfi og tjá skoðanir sínar. Um þetta lag frelsisins var lengst af lítill ágreiningur í vestrænum lýðræðissamfélögum, þótt á undanförnum árum hafi á margan hátt verið þrengt að því. Frelsið til að lifa sem manneskja En undir þessu lagi er innsta lag frelsisins að finna. Það er frelsið til að eiga samskipti við annað fólk, frelsi barnsins til að þroskast, læra að tjá sig og skilja tjáningu annarra, frelsið til að sinna daglegu venjubundnu lífi. Í stuttu máli frelsið til að lifa í samræmi við eðli okkar sem manneskjur. Við gætum kannski helst líkt því við frelsi hundsins til að gelta eða frelsi hestsins til að taka á rás. Þetta lag frelsisins er svo sjálfsagt að þess er ekki einu sinni getið í mannréttindayfirlýsingum. En þetta er þó á endanum kjarni frelsisins og um leið kjarni þess að lifa sem manneskja. Hræðsluáróðurinn og sá sjúklegi ótti sem hann hefur valdið, og inngripin í daglegar athafnir okkar, persónuleg samskipti og einkalíf, sem upphófust fyrir þremur árum, ekki aðeins í skamman tíma, heldur mánuðum, misserum, árum saman, eru atlaga að þessu innsta lagi frelsisins. Um leið er þetta atlaga að tilveru okkar sem manneskjur. Og þær gríðarlegu breytingar sem við upplifum nú þegar mannleg samskipti verða í æ meira mæli rafræn og hinn líkamlegi þáttur hverfur eru þáttur í þessari atlögu. Fundur Málfrelsis 15. apríl: Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hvaða áhrif hefur þetta á samfélög okkar og samskipti, sem á endanum byggja að mestu á líkamlegri tjáningu? Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hverjar verða afleiðingarnar, hvað drífur þessa þróun áfram og hvernig getum við brugðist við henni? Um þetta fjalla breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Laura Dodsworth og dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands á fundi Málfrelsis, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 15. apríl kl. 14. Hvernig verjumst við ótta og áróðri? Í metsölubók Lauru Dodsworth, "A State of Fear" er fjallað um hinn fordæmalausa hræðsluáróður sem upphófst snemma árs 2020 og hvernig sálfræðilegum aðferðum var beitt til að hræða fólk til hlýðni og skera á mannleg samskipti. Laura segir frá þessari fordæmalausu áróðursherferð og afleiðingum hennar og gerir grein fyrir uppljóstrunum um vinnubrögð breskra stjórnvalda í faraldrinum. Hún segir einnig frá efni næstu bókar sinnar "Free your Mind: The new world of manipulation and how to resist it" sem er væntanleg í júní, en sú bók er hugsuð sem handbók um hvernig hægt er að verjast þeim áróðri sem sífellt dynur á okkur. Grafið undan töfrum hversdagslífsinsDr. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands steig nýverið fram og varaði við þeim áhrifum sem rafræn samskiptatækni er að hafa á samfélagið. "Tæknin er búin að taka yfir samfélagið og í mínum huga er misskilningur að hún sé viðbót við það sem fyrir var. Hún umbreytir öllu sem fyrir var" segir Viðar í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu. Tækni- og neysluvæðing nútímans hefur grafið undan félagslegum töfrum hversdagslífsins og aukið á angist, skautun og ójöfnuð – svo eitthvað sé nefnt. Við getum ekki stöðvað tækniþróunina segir hann, en hún má ekki stjórna lífi okkar. "Sérstaklega ekki þar sem hún er á forsendum alþjóðlegra tæknirisa." Viðar segir frá rannsóknum sínum, en hann vinnur nú að bók um þessa ógnvænlegu þróun og afleiðingar hennar.Höfundur er formaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun