Vara við tortryggilegum Toyota-gjafaleik Máni Snær Þorláksson skrifar 13. apríl 2023 14:33 Svikasíðan auglýsti gefins Toyota Hilux bíl í dag. Fjölmargir Íslendingar hafa tekið þátt í „gjafaleiknum.“ Facebook „Enn eitt svindlið á Facebook,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Færslan er gerð til að vara fólk við gjafaleik sem þúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í. Lögreglan segir að ekki sé um raunverulegan gjafaleik að ræða heldur svindl. „Þetta er svika síða og sennilega vefveiðar,“ segir í færslunni. Vefveiðar er íslenska þýðingin á enska orðinu „phishing“ og á við um það þegar netþrjótar reyna að fá fólk til að fara á vafasamar vefsíður eða ýta á hlekki, oft með gylliboðum. Slíkt er einmitt að finna í svindlinu sem um ræðir. Þar segir að í tilefni 79 ára afmæli Toyota hafi verið ákveðið að gefa Toyota Hilux bíl sem ekki er hægt að selja vegna rispna og smáskemmda. Í færslunni er sagt að bíllinn verði sendur af handahófi til einhvers sem deilir færslunni og skrifar „til hamingju“ í athugasemd. Þúsundir Íslendinga hafa skrifað athugasemdir og deilt svikafærslunni.Skjáskot Umrædd Facebook-síða hefur hinis vegar ekkert með Toyota á Íslandi að gera. Ef síðan sem birtir færsluna er skoðuð nánar sést að þar er ekkert að finna nema gjafaleikinn, það er ekki traustvekjandi. Þá er einnig bjöguð íslenska í lýsingunni á síðunni eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þó svo að tölvuþrjótar hafi náð ágætis tökum á íslenskunni þá gera þeir ennþá mistök. Hér vantar til dæmis stóran staf og á íslensku er ekki talað um að „skrá sig á hnappinn.“Skjáskot Lögreglan segir að í rauninni sé þetta á suman hátt góð leið til að læra aðeins um svona svindl. „Ef þið skoðið tengilinn þá sjáið að þarna er bókstaflega ekkert annað og þar vantar mikið. Farið varlega í að trúa því sem er á netinu og samfélagsmiðlum. Þegar þið sjáið svona kíkið á hver er að baki. Þið sjáið fljótlega hvað það er falskt.“ Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Bílar Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Innlent Fleiri fréttir Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira
Lögreglan segir að ekki sé um raunverulegan gjafaleik að ræða heldur svindl. „Þetta er svika síða og sennilega vefveiðar,“ segir í færslunni. Vefveiðar er íslenska þýðingin á enska orðinu „phishing“ og á við um það þegar netþrjótar reyna að fá fólk til að fara á vafasamar vefsíður eða ýta á hlekki, oft með gylliboðum. Slíkt er einmitt að finna í svindlinu sem um ræðir. Þar segir að í tilefni 79 ára afmæli Toyota hafi verið ákveðið að gefa Toyota Hilux bíl sem ekki er hægt að selja vegna rispna og smáskemmda. Í færslunni er sagt að bíllinn verði sendur af handahófi til einhvers sem deilir færslunni og skrifar „til hamingju“ í athugasemd. Þúsundir Íslendinga hafa skrifað athugasemdir og deilt svikafærslunni.Skjáskot Umrædd Facebook-síða hefur hinis vegar ekkert með Toyota á Íslandi að gera. Ef síðan sem birtir færsluna er skoðuð nánar sést að þar er ekkert að finna nema gjafaleikinn, það er ekki traustvekjandi. Þá er einnig bjöguð íslenska í lýsingunni á síðunni eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þó svo að tölvuþrjótar hafi náð ágætis tökum á íslenskunni þá gera þeir ennþá mistök. Hér vantar til dæmis stóran staf og á íslensku er ekki talað um að „skrá sig á hnappinn.“Skjáskot Lögreglan segir að í rauninni sé þetta á suman hátt góð leið til að læra aðeins um svona svindl. „Ef þið skoðið tengilinn þá sjáið að þarna er bókstaflega ekkert annað og þar vantar mikið. Farið varlega í að trúa því sem er á netinu og samfélagsmiðlum. Þegar þið sjáið svona kíkið á hver er að baki. Þið sjáið fljótlega hvað það er falskt.“
Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Bílar Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Innlent Fleiri fréttir Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira