Aurarnir hverfa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. apríl 2023 16:22 Aurarnir eru fyrir löngu horfnir sem mynt og munu á morgun hverfa úr greiðslukortakerfum. Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. Samkvæmt greiðslumiðlunarfyrirtækinu Rapyd.net er þessi kerfisbreyting gerð að frumkvæði kortafyrirtækjanna til þess að lagfæra ósamræmi gagnvart ISO staðli um gjaldmiðla. Þetta getur haft áhrif á það hvernig upphæðir færslna birtast korthöfum. Rapyd búast ekki við því að upp komi nein vandkvæði vegna þessarar breytingar. Unnið hafi verið að því að fyrirbyggja slíkt. „Ef óvænt tilvik koma upp sem varða misræmi í upphæðum þá hvetjum við korthafa til að hafa samband við viðskiptabanka sinn og söluaðila að hafa samband við Rapyd til að fá það leiðrétt,“ segir Jónína Ingvadóttir markaðsstjóri Rapyd. „Gagnvart íslenskum korthöfum mun ekkert breytast. Seðlabanki kemur ekki að þessu máli um helgina á neinn hátt og breytingin er til góðs út frá öryggi greiðslukortaviðskipta. Einingarverð einstakra vara á Íslandi mun áfram geta verið tilgreint í aurum en heildarfjárhæð kortafærslu verður tilgreint í heilum krónum,“ segir Sigurður Valgeirsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans um breytinguna. En PayPal hafa einnig tilkynnt að aurarnir hverfi úr þeirra kerfi. Tilgangur laga að draga úr sviksamlegum færslum Samkvæmt Seðlabankanum er bakgrunnur málsins sá að í apríl 1998 samþykkti Alþingi breytingu á gjaldmiðlalögum er hljóðar svo: „Að tillögu Seðlabanka Íslands er ráðherra heimilt að ákveða að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greind og greidd með heilli krónu. Skal lægri fjárhæð en fimmtíu aurum sleppt, en fimmtíu aurar eða hærri fjárhæð hækkuð í eina krónu.“ Í september 2002 var svo sett reglugerð um að heildarfjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skyldi greind og greidd með heilli krónu. „Hins vegar skyldu aurar eftir sem áður vera til sem eining í gjaldmiðli Íslands jafnvel þótt sláttu aura hafi verið hætt. Aurar eru enn þá notaðir í viðskiptum á Íslandi og svo mun vera áfram í einstökum viðskiptum svo sem við kaup á olíu og bensíni þar sem lítraverð er tilgreint í aurum en heildarreikningsfjárhæð færð upp eða niður í heila krónu gagnvart kaupanda,“ segir Sigurður. Var ISO staðli íslensku krónunnar breytt til samræmis við þetta og hafa greiðslukortasamsteypurnar viljað gera slíkt hið sama. „Þannig breyting hefði haft áhrif á hugbúnað í öllum posum á Íslandi samtímis auk þess sem allir útgefendur á Íslandi þyrftu að breyta sínum kerfum samtímis. Undanþága var veitt af alþjóðlegu kortasamsteypunum gagnvart íslenskum útgefendum hvað þetta varðaði en nú var komið að því út frá öryggi í greiðslumiðlun þ.e. sterkri sannvottun að ráðast þurfti í ofangreindar breytingar,“ segir Sigurður. Frá 2021 hafa kortasamsteypurnar og EBA, bankastofnun Evrópu, gert kröfu um að útgefendur og færsluhirðar uppfylli kröfu Evróputilskipunar um greiðsluþjónustu til sterkrar sannvottunar. „Tilgangurinn er að draga úr sviksamlegum færslum og tryggja að korthafi sé sá eini sem getur heimilað færslu,“ Greiðslumiðlun Íslenska krónan Tengdar fréttir Paypal kastar íslenska aurnum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Samkvæmt greiðslumiðlunarfyrirtækinu Rapyd.net er þessi kerfisbreyting gerð að frumkvæði kortafyrirtækjanna til þess að lagfæra ósamræmi gagnvart ISO staðli um gjaldmiðla. Þetta getur haft áhrif á það hvernig upphæðir færslna birtast korthöfum. Rapyd búast ekki við því að upp komi nein vandkvæði vegna þessarar breytingar. Unnið hafi verið að því að fyrirbyggja slíkt. „Ef óvænt tilvik koma upp sem varða misræmi í upphæðum þá hvetjum við korthafa til að hafa samband við viðskiptabanka sinn og söluaðila að hafa samband við Rapyd til að fá það leiðrétt,“ segir Jónína Ingvadóttir markaðsstjóri Rapyd. „Gagnvart íslenskum korthöfum mun ekkert breytast. Seðlabanki kemur ekki að þessu máli um helgina á neinn hátt og breytingin er til góðs út frá öryggi greiðslukortaviðskipta. Einingarverð einstakra vara á Íslandi mun áfram geta verið tilgreint í aurum en heildarfjárhæð kortafærslu verður tilgreint í heilum krónum,“ segir Sigurður Valgeirsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans um breytinguna. En PayPal hafa einnig tilkynnt að aurarnir hverfi úr þeirra kerfi. Tilgangur laga að draga úr sviksamlegum færslum Samkvæmt Seðlabankanum er bakgrunnur málsins sá að í apríl 1998 samþykkti Alþingi breytingu á gjaldmiðlalögum er hljóðar svo: „Að tillögu Seðlabanka Íslands er ráðherra heimilt að ákveða að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greind og greidd með heilli krónu. Skal lægri fjárhæð en fimmtíu aurum sleppt, en fimmtíu aurar eða hærri fjárhæð hækkuð í eina krónu.“ Í september 2002 var svo sett reglugerð um að heildarfjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skyldi greind og greidd með heilli krónu. „Hins vegar skyldu aurar eftir sem áður vera til sem eining í gjaldmiðli Íslands jafnvel þótt sláttu aura hafi verið hætt. Aurar eru enn þá notaðir í viðskiptum á Íslandi og svo mun vera áfram í einstökum viðskiptum svo sem við kaup á olíu og bensíni þar sem lítraverð er tilgreint í aurum en heildarreikningsfjárhæð færð upp eða niður í heila krónu gagnvart kaupanda,“ segir Sigurður. Var ISO staðli íslensku krónunnar breytt til samræmis við þetta og hafa greiðslukortasamsteypurnar viljað gera slíkt hið sama. „Þannig breyting hefði haft áhrif á hugbúnað í öllum posum á Íslandi samtímis auk þess sem allir útgefendur á Íslandi þyrftu að breyta sínum kerfum samtímis. Undanþága var veitt af alþjóðlegu kortasamsteypunum gagnvart íslenskum útgefendum hvað þetta varðaði en nú var komið að því út frá öryggi í greiðslumiðlun þ.e. sterkri sannvottun að ráðast þurfti í ofangreindar breytingar,“ segir Sigurður. Frá 2021 hafa kortasamsteypurnar og EBA, bankastofnun Evrópu, gert kröfu um að útgefendur og færsluhirðar uppfylli kröfu Evróputilskipunar um greiðsluþjónustu til sterkrar sannvottunar. „Tilgangurinn er að draga úr sviksamlegum færslum og tryggja að korthafi sé sá eini sem getur heimilað færslu,“
Greiðslumiðlun Íslenska krónan Tengdar fréttir Paypal kastar íslenska aurnum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Paypal kastar íslenska aurnum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25