Furðar sig á að úrskurðurinn birtist þremur árum eftir að hann féll Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. apríl 2023 19:03 Laufey Guðjónsdóttir var forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar í tuttugu ár og lét af embætti í febrúar síðastliðnum. Hún var meðal átján umsækjenda sem sóttu um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Kvikmyndamiðstöð Fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar furðar sig á birtingu úrskurðar menningarmálaráðuneytisins sem tengdist styrkveitingu miðstöðvarinnar. Úrskurðurinn féll fyrir þremur árum en var ekki birtur fyrr en í síðustu viku. Vísir fjallaði í gær um úrskurð vegna eftirvinnslustyrks úr Kvikmyndasjóði sem féll 19. maí 2020 en birtist á vef Stjórnarráðsins 4. apríl síðastliðinn, tæpum þremur árum síðar. Þar úrskurðaði menningarmálaráðuneytið kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins, Laufey Guðjónsdóttir, hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi fyrir synjuninni. Nokkrum tímum eftir að fréttin var skrifuð í gær birti Stjórnarráðið lista yfir þá átján umsækjendur sem sóttu um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Meðal umsækjendanna var Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Sjá frétt um umsækjendur: Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Staðan hafði verið auglýst 17. mars síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út um síðustu mánaðamót en þriggja manna hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda. Óvenjuleg tímasetning birtingar úrskurðarins er því líka óheppileg í ljósi þessara tíðinda. Birtingin hafi komið henni á óvart Blaðamaður hafði samband við Laufeyju í kjölfar birtingar fréttarinnar. Fyrstu viðbrögð hennar voru að sér fyndist þetta mjög sérstakt og það hefði komið sér mjög á óvart „að þetta hafi verið birt núna.“ Hún sagði að eins og hefði komið fram í fréttum hefði þetta verið mál sem Kvikmyndamiðstöð fjallaði fyrst um 2018 og síðan aftur 2019. Hún segir að miðstöðin hefði farið eftir því sem ráðuneytið úrskurðaði og í kjölfarið breytt öllum sínum verkferlum. „Af hverju þetta er birt núna hef ég ekki hugmynd,“ bætti hún við. Blaðamaður minntist þá á að samsæriskenningasmiðir væru þegar farnir að tengja saman birtingu úrskurðarins og birtingu listans yfir umsækjendur um skrifstofustjórastöðuna hjá ráðuneytinu. Laufey sagðist ekki vilja trúa því að birtingin væri hluti af umsóknarferlinu ef blaðamaður væri að ýja að því. Hins vegar nefndi hún að það væri sérkennilegt að það hafi ekki fleiri sambærilegir úrskurðir komið nýlega inn á vefinn. Blaðamaður sendi fyrirspurn á ráðuneytisstjóra viðskipta- og menningarmálaráðuneytisins, Sigrúnu Brynju Einarsdóttir, vegna úrskurðarins til að forvitnast fyrir um birtingu úrskurðarins og þennan langa biðtíma. Svar við fyrirspurninni hefur ekki enn borist. Stjórnsýsla Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. 12. apríl 2023 14:57 Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Vísir fjallaði í gær um úrskurð vegna eftirvinnslustyrks úr Kvikmyndasjóði sem féll 19. maí 2020 en birtist á vef Stjórnarráðsins 4. apríl síðastliðinn, tæpum þremur árum síðar. Þar úrskurðaði menningarmálaráðuneytið kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins, Laufey Guðjónsdóttir, hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi fyrir synjuninni. Nokkrum tímum eftir að fréttin var skrifuð í gær birti Stjórnarráðið lista yfir þá átján umsækjendur sem sóttu um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Meðal umsækjendanna var Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Sjá frétt um umsækjendur: Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Staðan hafði verið auglýst 17. mars síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út um síðustu mánaðamót en þriggja manna hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda. Óvenjuleg tímasetning birtingar úrskurðarins er því líka óheppileg í ljósi þessara tíðinda. Birtingin hafi komið henni á óvart Blaðamaður hafði samband við Laufeyju í kjölfar birtingar fréttarinnar. Fyrstu viðbrögð hennar voru að sér fyndist þetta mjög sérstakt og það hefði komið sér mjög á óvart „að þetta hafi verið birt núna.“ Hún sagði að eins og hefði komið fram í fréttum hefði þetta verið mál sem Kvikmyndamiðstöð fjallaði fyrst um 2018 og síðan aftur 2019. Hún segir að miðstöðin hefði farið eftir því sem ráðuneytið úrskurðaði og í kjölfarið breytt öllum sínum verkferlum. „Af hverju þetta er birt núna hef ég ekki hugmynd,“ bætti hún við. Blaðamaður minntist þá á að samsæriskenningasmiðir væru þegar farnir að tengja saman birtingu úrskurðarins og birtingu listans yfir umsækjendur um skrifstofustjórastöðuna hjá ráðuneytinu. Laufey sagðist ekki vilja trúa því að birtingin væri hluti af umsóknarferlinu ef blaðamaður væri að ýja að því. Hins vegar nefndi hún að það væri sérkennilegt að það hafi ekki fleiri sambærilegir úrskurðir komið nýlega inn á vefinn. Blaðamaður sendi fyrirspurn á ráðuneytisstjóra viðskipta- og menningarmálaráðuneytisins, Sigrúnu Brynju Einarsdóttir, vegna úrskurðarins til að forvitnast fyrir um birtingu úrskurðarins og þennan langa biðtíma. Svar við fyrirspurninni hefur ekki enn borist.
Stjórnsýsla Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. 12. apríl 2023 14:57 Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. 12. apríl 2023 14:57
Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14