Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 18:48 Lögreglubílar loka vegum í kringum heimili ungs manns sem er grunaður um að leka háleynilegum gögnum í Massachusetts í dag. AP/Michelle R. Smith Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. Maðurinn sem er talinn á bak við leka á hundruð blaðsíðna af háleynilegum gögnum, þar á meðal um stríðið í Úkraínu, er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara. Svo virðist sem hann hafi reynt að ganga í augun á félögum sínum með því að birta leynileg skjöl í hópnum. Bandarískir fjölmiðlar nafngreindu manninn í dag. Hann heitir Jack Teixeira og er 21 árs gamall liðsmaður flugþjóðvarðliðsins. Video here appearing to show Teixeira being taken into custody by the FBI: pic.twitter.com/0yq6hgimnD— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 13, 2023 BREAKING: Sky 5 was overhead as federal agents swarmed a Mass. home and detained a man amid the probe into leaked classified documents about the Ukraine war. https://t.co/5FCrFgz3QZ pic.twitter.com/cwdp4yWJLK— WCVB-TV Boston (@WCVB) April 13, 2023 Merrick Garland, dómsmálaráðherra, staðfesti að hann hefði verið handtekinn án erfiðleika á heimili sínu í North-Dighton og að hann kæmi fyrir alríkisdómara í Massachusetts í dag. Þar verður þingfest ákæra á hendur honum fyrir að fjarlægja leynilegar varnarmálaupplýsingar með ólögmætum hætti. Pat Ryder, fylkisforingi í flughernum, sagði að verið væri að meta skaðann sem lekinn hafi valdið. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði að þó að lekinn væri vissulega áhyggjuefni þá væri honum ekki kunnugt um að þýðingarmikil samtímagögn hafi verið á meðal skjalanna sem maðurinn lak. Bandaríkin Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Maðurinn sem er talinn á bak við leka á hundruð blaðsíðna af háleynilegum gögnum, þar á meðal um stríðið í Úkraínu, er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara. Svo virðist sem hann hafi reynt að ganga í augun á félögum sínum með því að birta leynileg skjöl í hópnum. Bandarískir fjölmiðlar nafngreindu manninn í dag. Hann heitir Jack Teixeira og er 21 árs gamall liðsmaður flugþjóðvarðliðsins. Video here appearing to show Teixeira being taken into custody by the FBI: pic.twitter.com/0yq6hgimnD— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 13, 2023 BREAKING: Sky 5 was overhead as federal agents swarmed a Mass. home and detained a man amid the probe into leaked classified documents about the Ukraine war. https://t.co/5FCrFgz3QZ pic.twitter.com/cwdp4yWJLK— WCVB-TV Boston (@WCVB) April 13, 2023 Merrick Garland, dómsmálaráðherra, staðfesti að hann hefði verið handtekinn án erfiðleika á heimili sínu í North-Dighton og að hann kæmi fyrir alríkisdómara í Massachusetts í dag. Þar verður þingfest ákæra á hendur honum fyrir að fjarlægja leynilegar varnarmálaupplýsingar með ólögmætum hætti. Pat Ryder, fylkisforingi í flughernum, sagði að verið væri að meta skaðann sem lekinn hafi valdið. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði að þó að lekinn væri vissulega áhyggjuefni þá væri honum ekki kunnugt um að þýðingarmikil samtímagögn hafi verið á meðal skjalanna sem maðurinn lak.
Bandaríkin Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira