Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 18:48 Lögreglubílar loka vegum í kringum heimili ungs manns sem er grunaður um að leka háleynilegum gögnum í Massachusetts í dag. AP/Michelle R. Smith Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. Maðurinn sem er talinn á bak við leka á hundruð blaðsíðna af háleynilegum gögnum, þar á meðal um stríðið í Úkraínu, er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara. Svo virðist sem hann hafi reynt að ganga í augun á félögum sínum með því að birta leynileg skjöl í hópnum. Bandarískir fjölmiðlar nafngreindu manninn í dag. Hann heitir Jack Teixeira og er 21 árs gamall liðsmaður flugþjóðvarðliðsins. Video here appearing to show Teixeira being taken into custody by the FBI: pic.twitter.com/0yq6hgimnD— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 13, 2023 BREAKING: Sky 5 was overhead as federal agents swarmed a Mass. home and detained a man amid the probe into leaked classified documents about the Ukraine war. https://t.co/5FCrFgz3QZ pic.twitter.com/cwdp4yWJLK— WCVB-TV Boston (@WCVB) April 13, 2023 Merrick Garland, dómsmálaráðherra, staðfesti að hann hefði verið handtekinn án erfiðleika á heimili sínu í North-Dighton og að hann kæmi fyrir alríkisdómara í Massachusetts í dag. Þar verður þingfest ákæra á hendur honum fyrir að fjarlægja leynilegar varnarmálaupplýsingar með ólögmætum hætti. Pat Ryder, fylkisforingi í flughernum, sagði að verið væri að meta skaðann sem lekinn hafi valdið. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði að þó að lekinn væri vissulega áhyggjuefni þá væri honum ekki kunnugt um að þýðingarmikil samtímagögn hafi verið á meðal skjalanna sem maðurinn lak. Bandaríkin Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Maðurinn sem er talinn á bak við leka á hundruð blaðsíðna af háleynilegum gögnum, þar á meðal um stríðið í Úkraínu, er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara. Svo virðist sem hann hafi reynt að ganga í augun á félögum sínum með því að birta leynileg skjöl í hópnum. Bandarískir fjölmiðlar nafngreindu manninn í dag. Hann heitir Jack Teixeira og er 21 árs gamall liðsmaður flugþjóðvarðliðsins. Video here appearing to show Teixeira being taken into custody by the FBI: pic.twitter.com/0yq6hgimnD— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 13, 2023 BREAKING: Sky 5 was overhead as federal agents swarmed a Mass. home and detained a man amid the probe into leaked classified documents about the Ukraine war. https://t.co/5FCrFgz3QZ pic.twitter.com/cwdp4yWJLK— WCVB-TV Boston (@WCVB) April 13, 2023 Merrick Garland, dómsmálaráðherra, staðfesti að hann hefði verið handtekinn án erfiðleika á heimili sínu í North-Dighton og að hann kæmi fyrir alríkisdómara í Massachusetts í dag. Þar verður þingfest ákæra á hendur honum fyrir að fjarlægja leynilegar varnarmálaupplýsingar með ólögmætum hætti. Pat Ryder, fylkisforingi í flughernum, sagði að verið væri að meta skaðann sem lekinn hafi valdið. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði að þó að lekinn væri vissulega áhyggjuefni þá væri honum ekki kunnugt um að þýðingarmikil samtímagögn hafi verið á meðal skjalanna sem maðurinn lak.
Bandaríkin Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira