Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Hinrik Wöhler skrifar 15. apríl 2023 17:35 KR vann góðan sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. Úrslitin þýða að KR er með fjögur stig en Keflavík er enn með þrjú stig þegar liðin eru búin að leika tvo leiki í Bestu deild karla. Leikurinn fór ekki fram á aðalvelli Keflvíkinga, HS Orku-vellinum, heldur á gervigrasvellinum við Nettóhöllina. Aðalvöllurinn er grasvöllur og líkt og aðrir grasvellir landsins er völlurinn ekki tilbúinn til knattspyrnuiðkunnar. Var þess vegna gripið til þess ráðs að leika á varavelli Keflvíkinga en heimamenn voru búnir að reisa stúku og viðeigandi aðstöðu til að geta hýst leikinn á gervigrasvellinum. Gestirnir úr Vesturbæ byrjuðu leikinn mun betur og voru ekki lengi að láta að sér kveða en Kristinn Jónsson átti fast skot á annarri mínútu leiksins sem Mathias Rosenorn, markvörður Keflavík, nær að koma fingurgómunum í og endar boltinn í þverslánni. Stuttu síðar keyrir Atli Sigurjónsson inn frá hægri kantinum og á ágætis skot sem Mathias í marki Keflavíkur ver vel. KR pressaði stíft og fengu ótal tækifæri og hornspyrnur sem þeir náðu ekki að nýta. Keflavík fékk sitt hættulegasta tækifæri í fyrri hálfleik á 31. mínútu þegar Gunnlaugur Fannar skallar boltann í slánna eftir hornspyrnu Sami Kamel. Það var markalaust í hálfleik þrátt fyrir mörg góð færi og opinn leik. Seinni hálfleikur fór rólega af stað en Sigurður Ragnar, þjálfari Keflavíkur, neyddist til að gera skiptingu í hálfleik þar sem fyrirliðinn Magnús Þór Magnússon meiddist. Nýjasti leikmaður Keflavíkur, Oleksii Kovtun, kom inn á. Á 58. mínútu leiksins kom loksins að fyrsta marki leiksins. Kristinn Jónsson spyrnir boltanum frá vinstri vængnum og fer boltinn yfir Mathias Rosenorn í markinu. Laglegt mark en erfitt var að sjá hvort að þetta hafi verið skot eða fyrirgjöf. Í kjölfarið gera KR-ingar tvöfalda skiptingu sem skilar sér í marki skömmu síðar og inn á völlinn koma Benóny Breki Andrésson og Kristján Flóki Finnbogason. Góð skyndisókn KR-inga á 80. mínútu endar með að Benoný leggur boltann í tómt markið eftir góða sendingu frá Kristján Flóka. Benoný að leika sinn fyrsta leik fyrir KR. Bæði lið fengu góð færi til að skora fleiri mörk í leiknum. Atli Sigurjónsson var sloppinn aleinn í gegn undir lok leiks en kláraði færið illa. Sömuleiðis varði markvörður KR, Simen Kjellevold, virkilega vel frá Sindra Þór Guðmundssyni inn í vítateig KR-inga um miðbik síðari hálfleiks. Það komu ekki fleiri mörk í leikinn og KR náði á endanum að sigra Keflavík, 2-0. Verðskuldaður sigur Vesturbæjarliðsins. Af hverju vann KR? KR-ingar voru þolinmóðir þrátt fyrir að ná ekki að koma boltanum framhjá Mathias Rosenorn í marki Keflavíkur framan af leik. Þeir voru vel skipulagðir og fengu margar góðar skyndisóknir í leiknum. Gestirnir voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og var sigurinn fyllilega sanngjarn. Hverjir voru bestir? Kristinn Jónsson átti góðan leik fyrir KR í dag en það var stöðug ógn frá honum á vinstri vængnum. Hann kórónaði góðan leik sinn með fyrsta marki leiksins, að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Markverðir liðanna eiga hvorn sinn hálfleikinn. Mathias Rosenorn átti nokkrar frábærar vörlur í fyrri hálfleik og hélt sínum mönnum inn í leiknum. Simen Kjellevold, markvörður gestanna, varði vel frá Keflvíkingum í seinni hálfleik og hélt markinu hreinu. Hvað gekk illa? Færanýting liðanna hefur verið betri. Liðin fengu mörg dauðafæri í leiknum og var mesta furða að það hafi verið markalaust í hálfleik. KR fengu margar hornspyrnur í leiknum sem lítið eða ekkert kom út úr. Hvað gerist næst? Næsta verkefni liðanna er Mjólkurbikarinn en 32-liða úrslitin hefjast á miðvikudaginn og er þetta fyrsta umferðin þar sem Bestu deildarliðin taka þátt. Keflavík tekur á móti Skagamönnum og fer leikurinn fram á sama velli og leikurinn í dag, gervigrasinu við Nettóhöllina. KR fær einnig heimaleik í bikarnum og drógust þeir á móti Þrótt Vogum en liðið leikur nú í 2.deild. „Við fengum okkar færi til að jafna leikinn“ Þjálfari Keflavíkur, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, var bjartsýnn á framhaldið þrátt tap sinna manna í dag.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst margt jákvætt í leiknum hjá okkur og líka hlutir sem við getum lært af til að gera betur. Mér fannst við allan tímann vera inn í þessum leik og við fáum mörg færi. Við sköllum í slána og sleppum í tvisvar gegn einn á móti markmanni. Við nýtum færin okkar illa og mér fannst við eiga að fá víti. Við fengum okkar færi til að jafna leikinn,“ sagði Sigurður eftir leik liðanna. Mathias Rosenorn, danskur markvörður Keflavíkur, kom til liðsins fyrir tímabilið frá KÍ Klakksvík. Hann varði vel á köflum og hélt heimamönnum lengi vel inn í leiknum. „Hann hefur staðið sig vel hjá okkur og er öflugur markvörður, við erum mjög ánægðir með hann. Oleksii [Kovtun] kom líka inn á hjá okkur í vörnina, þar sem Maggi [Magnús Þór Magnússon] meiddist hjá okkur og Frans [Elvarsson] fór haltrandi út af. Það er áfall að fara út úr leiknum með meiðsli en það kemur maður í manns stað,“ sagði Sigurður. Keflvíkingar eiga leik á móti ÍA í bikarnum á miðvikudaginn en sá leikur fer fram á sama velli, gervigrasvellinum við Nettóhöllina. „Þetta er góður völlur og flott umgjörð um leikinn. Svo hlakkar okkur til líka að fara á HS-Orku völlinn þegar hann verður klár. Vonandi verður ekki alltof langt að bíða eftir því. Við munum spila hér á móti ÍA í bikarnum og svo eigum við KA úti, svo vona ég að við getum spilað heimaleik á grasinu,“ sagði Sigurður að lokum. „Þetta var að sjálfsögðu alltaf vippa í fjærhornið“ Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður KR, opnaði markareikning sinn fyrir KR í dag og var hann kátur með stigin þrjú.Vísir/Vilhelm Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður KR, opnaði markareikning sinn fyrir KR í dag og var hann kátur með stigin þrjú. „Hrikalega ánægður að vera komnir með fyrstu þrjú stig sumarsins og halda hreinu, ég er hrikalega ánægður með þetta,“ sagði Kristinn stuttu eftir leik. Kristinn skoraði fyrsta markið og var erfitt að sjá hvort þetta átti að vera skot eða fyrirgjöf. Kristinn er þó viss í sinni sök. „Þetta var að sjálfsögðu alltaf vippa í fjærhornið, þetta var virkilega vel gert verð ég að segja.“ Vellirnir hafa verið til umræðu fyrir 2. umferð í Bestu deild karla og eins og áður var komið inn á, var þessi leikur færður á varavöll Keflavíkurliðsins. „Allt til fyrirmyndar hér í Keflavík. Þetta er frábær völlur, góðar aðstæður og smá vindur. Ég gæti ekki kvartað yfir neinu,“ sagði Kristinn um vallaraðstæður í Keflavík í dag. Besta deild karla Keflavík ÍF KR
Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. Úrslitin þýða að KR er með fjögur stig en Keflavík er enn með þrjú stig þegar liðin eru búin að leika tvo leiki í Bestu deild karla. Leikurinn fór ekki fram á aðalvelli Keflvíkinga, HS Orku-vellinum, heldur á gervigrasvellinum við Nettóhöllina. Aðalvöllurinn er grasvöllur og líkt og aðrir grasvellir landsins er völlurinn ekki tilbúinn til knattspyrnuiðkunnar. Var þess vegna gripið til þess ráðs að leika á varavelli Keflvíkinga en heimamenn voru búnir að reisa stúku og viðeigandi aðstöðu til að geta hýst leikinn á gervigrasvellinum. Gestirnir úr Vesturbæ byrjuðu leikinn mun betur og voru ekki lengi að láta að sér kveða en Kristinn Jónsson átti fast skot á annarri mínútu leiksins sem Mathias Rosenorn, markvörður Keflavík, nær að koma fingurgómunum í og endar boltinn í þverslánni. Stuttu síðar keyrir Atli Sigurjónsson inn frá hægri kantinum og á ágætis skot sem Mathias í marki Keflavíkur ver vel. KR pressaði stíft og fengu ótal tækifæri og hornspyrnur sem þeir náðu ekki að nýta. Keflavík fékk sitt hættulegasta tækifæri í fyrri hálfleik á 31. mínútu þegar Gunnlaugur Fannar skallar boltann í slánna eftir hornspyrnu Sami Kamel. Það var markalaust í hálfleik þrátt fyrir mörg góð færi og opinn leik. Seinni hálfleikur fór rólega af stað en Sigurður Ragnar, þjálfari Keflavíkur, neyddist til að gera skiptingu í hálfleik þar sem fyrirliðinn Magnús Þór Magnússon meiddist. Nýjasti leikmaður Keflavíkur, Oleksii Kovtun, kom inn á. Á 58. mínútu leiksins kom loksins að fyrsta marki leiksins. Kristinn Jónsson spyrnir boltanum frá vinstri vængnum og fer boltinn yfir Mathias Rosenorn í markinu. Laglegt mark en erfitt var að sjá hvort að þetta hafi verið skot eða fyrirgjöf. Í kjölfarið gera KR-ingar tvöfalda skiptingu sem skilar sér í marki skömmu síðar og inn á völlinn koma Benóny Breki Andrésson og Kristján Flóki Finnbogason. Góð skyndisókn KR-inga á 80. mínútu endar með að Benoný leggur boltann í tómt markið eftir góða sendingu frá Kristján Flóka. Benoný að leika sinn fyrsta leik fyrir KR. Bæði lið fengu góð færi til að skora fleiri mörk í leiknum. Atli Sigurjónsson var sloppinn aleinn í gegn undir lok leiks en kláraði færið illa. Sömuleiðis varði markvörður KR, Simen Kjellevold, virkilega vel frá Sindra Þór Guðmundssyni inn í vítateig KR-inga um miðbik síðari hálfleiks. Það komu ekki fleiri mörk í leikinn og KR náði á endanum að sigra Keflavík, 2-0. Verðskuldaður sigur Vesturbæjarliðsins. Af hverju vann KR? KR-ingar voru þolinmóðir þrátt fyrir að ná ekki að koma boltanum framhjá Mathias Rosenorn í marki Keflavíkur framan af leik. Þeir voru vel skipulagðir og fengu margar góðar skyndisóknir í leiknum. Gestirnir voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og var sigurinn fyllilega sanngjarn. Hverjir voru bestir? Kristinn Jónsson átti góðan leik fyrir KR í dag en það var stöðug ógn frá honum á vinstri vængnum. Hann kórónaði góðan leik sinn með fyrsta marki leiksins, að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Markverðir liðanna eiga hvorn sinn hálfleikinn. Mathias Rosenorn átti nokkrar frábærar vörlur í fyrri hálfleik og hélt sínum mönnum inn í leiknum. Simen Kjellevold, markvörður gestanna, varði vel frá Keflvíkingum í seinni hálfleik og hélt markinu hreinu. Hvað gekk illa? Færanýting liðanna hefur verið betri. Liðin fengu mörg dauðafæri í leiknum og var mesta furða að það hafi verið markalaust í hálfleik. KR fengu margar hornspyrnur í leiknum sem lítið eða ekkert kom út úr. Hvað gerist næst? Næsta verkefni liðanna er Mjólkurbikarinn en 32-liða úrslitin hefjast á miðvikudaginn og er þetta fyrsta umferðin þar sem Bestu deildarliðin taka þátt. Keflavík tekur á móti Skagamönnum og fer leikurinn fram á sama velli og leikurinn í dag, gervigrasinu við Nettóhöllina. KR fær einnig heimaleik í bikarnum og drógust þeir á móti Þrótt Vogum en liðið leikur nú í 2.deild. „Við fengum okkar færi til að jafna leikinn“ Þjálfari Keflavíkur, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, var bjartsýnn á framhaldið þrátt tap sinna manna í dag.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst margt jákvætt í leiknum hjá okkur og líka hlutir sem við getum lært af til að gera betur. Mér fannst við allan tímann vera inn í þessum leik og við fáum mörg færi. Við sköllum í slána og sleppum í tvisvar gegn einn á móti markmanni. Við nýtum færin okkar illa og mér fannst við eiga að fá víti. Við fengum okkar færi til að jafna leikinn,“ sagði Sigurður eftir leik liðanna. Mathias Rosenorn, danskur markvörður Keflavíkur, kom til liðsins fyrir tímabilið frá KÍ Klakksvík. Hann varði vel á köflum og hélt heimamönnum lengi vel inn í leiknum. „Hann hefur staðið sig vel hjá okkur og er öflugur markvörður, við erum mjög ánægðir með hann. Oleksii [Kovtun] kom líka inn á hjá okkur í vörnina, þar sem Maggi [Magnús Þór Magnússon] meiddist hjá okkur og Frans [Elvarsson] fór haltrandi út af. Það er áfall að fara út úr leiknum með meiðsli en það kemur maður í manns stað,“ sagði Sigurður. Keflvíkingar eiga leik á móti ÍA í bikarnum á miðvikudaginn en sá leikur fer fram á sama velli, gervigrasvellinum við Nettóhöllina. „Þetta er góður völlur og flott umgjörð um leikinn. Svo hlakkar okkur til líka að fara á HS-Orku völlinn þegar hann verður klár. Vonandi verður ekki alltof langt að bíða eftir því. Við munum spila hér á móti ÍA í bikarnum og svo eigum við KA úti, svo vona ég að við getum spilað heimaleik á grasinu,“ sagði Sigurður að lokum. „Þetta var að sjálfsögðu alltaf vippa í fjærhornið“ Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður KR, opnaði markareikning sinn fyrir KR í dag og var hann kátur með stigin þrjú.Vísir/Vilhelm Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður KR, opnaði markareikning sinn fyrir KR í dag og var hann kátur með stigin þrjú. „Hrikalega ánægður að vera komnir með fyrstu þrjú stig sumarsins og halda hreinu, ég er hrikalega ánægður með þetta,“ sagði Kristinn stuttu eftir leik. Kristinn skoraði fyrsta markið og var erfitt að sjá hvort þetta átti að vera skot eða fyrirgjöf. Kristinn er þó viss í sinni sök. „Þetta var að sjálfsögðu alltaf vippa í fjærhornið, þetta var virkilega vel gert verð ég að segja.“ Vellirnir hafa verið til umræðu fyrir 2. umferð í Bestu deild karla og eins og áður var komið inn á, var þessi leikur færður á varavöll Keflavíkurliðsins. „Allt til fyrirmyndar hér í Keflavík. Þetta er frábær völlur, góðar aðstæður og smá vindur. Ég gæti ekki kvartað yfir neinu,“ sagði Kristinn um vallaraðstæður í Keflavík í dag.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti