Líkleg riða á öðru stóru býli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2023 11:06 Vísir/Vilhelm Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. Í síðustu viku greindist riða á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi og fella þurfti allar tæplega sjö hundruð kindurnar á bænum. Riða hefur ekki áður greinst á svæðinu, eða í svokölluðu Miðfjarðarhólfi, og bændum var því frjálst að flytja kindur á milli bæja. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar annað og í forgangi var að greina sýni sem tekin voru úr þeim til að varpa ljósi á mögulega dreifingu í sveitinni. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst í einni þeirra. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá MAST, segir að stórt býli sé undir með um sjö hundruð kindur. Fari sem horfir þarf að fella þær allar. Loka niðurstaða ætti að liggja fyrir síðar í dag. Sigurborg segir mikilvægt að ná að fella kindurnar fyrir sauðburð sem er á allra næsta leyti, bæði vegna þess að kindunum fjölgar og einnig sökum þess að smithættan er sérstaklega mikil við þær aðstæður. „Það þarf allt að ganga upp til þess að svo verði. Það ekki bara aflífun heldur þarf líka að farga hræum. Og síðustu fréttir af Kölku eru þær að þar er bilun og þeir geta ekki tekið við þeim til brennslu. Þá er bara ein leið og það er að urða. Og það er í höndum annarra aðila að ákveða það. Það eru Umhverfisstofnun og sveitarfélögin sem sjá um það,“ segir Sigurborg sem tekur fram að kindurnar verði ekki felldar fyrr en ákvörðun liggur fyrir um slíkt. Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Í síðustu viku greindist riða á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi og fella þurfti allar tæplega sjö hundruð kindurnar á bænum. Riða hefur ekki áður greinst á svæðinu, eða í svokölluðu Miðfjarðarhólfi, og bændum var því frjálst að flytja kindur á milli bæja. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar annað og í forgangi var að greina sýni sem tekin voru úr þeim til að varpa ljósi á mögulega dreifingu í sveitinni. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst í einni þeirra. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá MAST, segir að stórt býli sé undir með um sjö hundruð kindur. Fari sem horfir þarf að fella þær allar. Loka niðurstaða ætti að liggja fyrir síðar í dag. Sigurborg segir mikilvægt að ná að fella kindurnar fyrir sauðburð sem er á allra næsta leyti, bæði vegna þess að kindunum fjölgar og einnig sökum þess að smithættan er sérstaklega mikil við þær aðstæður. „Það þarf allt að ganga upp til þess að svo verði. Það ekki bara aflífun heldur þarf líka að farga hræum. Og síðustu fréttir af Kölku eru þær að þar er bilun og þeir geta ekki tekið við þeim til brennslu. Þá er bara ein leið og það er að urða. Og það er í höndum annarra aðila að ákveða það. Það eru Umhverfisstofnun og sveitarfélögin sem sjá um það,“ segir Sigurborg sem tekur fram að kindurnar verði ekki felldar fyrr en ákvörðun liggur fyrir um slíkt.
Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira