Fjármálaráðherra í fríi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 14. apríl 2023 14:31 Fjármálaráðherra rifjaði hér í gær upp þá tíð þegar við Íslendingar virtumst að eilífu dæmd til að velja á milli verðbólgu og óðaverðbólgu. Hann bauð lesendum síðan inn í heim æsku sinnar: Bjarni í Ísaksskóla, Bjarni fermist og Bjarni í menntaskóla. Og alltaf að spá í verðbólgu. Svo kom þjóðarsáttin árið 1990 og Bjarni var orðinn stúdent. Það er rétt hjá fjármálaráðherra að þjóðarsáttin markaði þáttaskil fyrir okkur Íslendinga. Fólk var orðið langþreytt á verðbólgu og vaxtahækkunum. Almenningur hafði misst trúna á að stjórnvöld réðu við verkefnið. Kunnuglegt stef úr samtímanum vissulega en stóra spurningin er hvort það þurfi að endilega vera kunnuglegt stef til framtíðar. Kannski er lítill drengur einhvers staðar á Íslandi í dag sem fimmtugur mun skrifa grein á Vísi um sína verðbólguhlöðnu æsku. Eða verður sagan kannski einhvern tímann öðruvísi? Okkar allra besta korter Þjóðarsáttin varði í 20 góða og stöðuga mánuði og framlag stjórnvalda og þungamiðjan í samkomulaginu var stöðugt gengi. Fjölmargir hagsmunaaðilar náðu saman um leikreglur byggðar á efnahagslegum forsendum og þjóðarsáttin skilaði miklum árangri. Og af þessum kafla í efnahagssögu þjóðarinnar erum við Íslendingar stolt. Þarna varð til vísir að stöðugleika. Vandamálið er að þessi kafli var bara svo stuttur. Okkar eigið korter af stöðugleika. Þess vegna er skiljanlegt að fjármálaráðherra hugsi með söknuði til þess tíma og vilji tala sem mest um það sem einu sinni var. Hins vegar er sérstakt að í langri svargrein fjármálaráðherra við gagnrýni á glannaskap hans í fjármálum ríkisins eru engin svör við sjálfri gagnrýninni. Greinin er bara meira af því sama: Almenningur, fyrirtæki og seðlabankastjóri eiga að vera dugleg að vinna saman gegn verðbólgu og vaxtahækkunum. Ríkisfjármálin eiga eins og fyrir töfra að vera undanskilin slíku vinnuframlagi. Hvenær á að greiða niður skuldir? Á meðan þetta er afstaðan mun verðbólga halda áfram, lán fólksins í landinu hækka og matarkarfan líka. Ný fjármálaáætlun speglar þá afstöðu að fjármálaráðherra fái frí frá þessu verkefni. Og í grein hans í gær var heldur engin tilraun gerð til að útskýra hvers vegna hann ætlar á tímum verðbólgu og gríðarhárra vaxta að halda áfram að auka ríkisútgjöld og skuldir. Hvers vegna á ekki að greiða niður skuldir? Í fjármálaáætlun er töluvert talað um að minni halli dragi úr þörf Seðlabankans á að hækka stýrivexti. Það er hárrétt en hvers vegna er þá svona lítið gert til þess að stöðva hallareksturinn? Eins og Fjármálaráð benti á í áliti sínu um fjármálaáætlun þá virðist aldrei vera rétti tíminn hjá fjármálaráðherra til að greiða niður skuldir. Eina markverða aðgerðin sem hægt er að festa hönd á í áætluninni er skattahækkun á fyrirtæki landsins. Allar aðrar aðgerðir koma kannski einhvern tíma seinna og verða eitthvað sem enginn veit hvað er. Tékkheftið er enn galopið. Ctrl+F Fjármálaráðherra brýndi mig og okkur öll í leiðinni um mikilvægi þess að líta á björtu hliðarnar. Staðreyndin er hins vegar sú að Viðreisn er ekki ein í gagnrýni sinni á viðvarandi hallarekstur formanns Sjálfstæðisflokksins, því bæði Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð hafa verið ómyrk í máli. Það er ekki síst áhugavert í því ljósi að sá félagsskapur stendur alla jafna með formanninum. Í þessu samhengi er áhugavert að orðaleit í umræddri grein leiðir í ljós að orðin aðhald og hagræðing skila engum árangri. Það varpar auðvitað ljósi á 120 milljarða halla síðustu fjárlaga og skýrir hvers vegna fjármálaáætlun sem á að tækla verðbólgu ber ekki með sér raunverulegar hagræðingaraðgerðir. Flottir herrar, ein dama og fiskurinn En aftur að þjóðarsáttinni. Hvers vegna lifði hún ekki lengur? Hvað er það sem framkallar fallvaltleika í efnahagslegri umgjörð okkar? Ísland er lítið og opið hagkerfi með sinn eigin gjaldmiðil sem enginn annar notar eða tekur alvarlega. Á krónuna getum við sett okkar flottustu herra, eina dömu og fiskinn. Krónan okkar er lítil, snotur og viðkvæm og á erfitt uppdráttar í alþjóðlegum heimi. Og þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins segi aftur og aftur við krónuna og okkur öll hin að krónan sé víst stöðug þá segir sagan okkur annað. Hvað annað en gjaldmiðillinn skýrir að hér þarf margfaldar vaxtahækkanir til að takast á við verðbólgu sem er svipuð og í öðrum ríkjum? Ekki er það hagvöxtur, því hann er jú minni hér miðað við höfðatölu en í ríkjum Evrópu. Fjármálaráðherra segir að mig skorti trú á getu Íslendinga til að reka hér sjálfstæða peningastefnu. Hér þarf fjármálaráðherra kannski að viðurkenna fyrir sjálfum sér að stór hluti hagkerfisins hefur yfirgefið þetta sjálfstæða partý sem hann veislustýrir. Um 250 fyrirtæki gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Stærsti hluti útflutningsgreina okkar gerir upp í erlendum gjaldmiðlum. Sjálfstæð peningastefna fjármálaráðherra nær til innan helmings af hagkerfinu. Það eru allir farnir úr partýinu nema þeir sem eru örvinglaðir af striti við að halda uppi þessum litla en sjálfstæða gjaldmiðli. Þau sem hafa ekki val um annað. Eftir í krónuhagkerfinu er fólkið sem er að reyna að eignast húsnæði og litlu og meðalstóru fyrirtækin sem borga háa vexti svo að fjármálaráðherra geti talað um sjálfstæðu peningastefnuna sína. Í því samhengi er vert að benda á að nýlegar tölur benda til að gjaldþrotum fjölgi og fólki á vanskilaskrá einnig, ólíkt því sem fjármálaráðherra segir. En honum hentar víst ekki að tala um það. Ekki frekar en honum hentar að tala um vexti eða vaxtakjör íslenska ríkisins sem eru margfalt hærri en hjá Grikklandi. Göngum hreint til verks Fjármálaráðherra segir að gagnrýni mín á fjármálaáætlun hans gefi góða innsýn inn í hugarheim þeirra sem hafa enga trú á Íslendingum lengur og minnir líka á að aðrir gjaldmiðlar séu engin töfralausn. Ég get fullvissað fjármálaráðherra um að ég held ekki, frekar en nokkur fullorðin manneskja, að til séu töfralausnir við flóknum vandamálum. Ég get líka fullvissað hann um að ég hef fulla trú á Íslendingum, hér eftir sem hingað til, en mér finnst bara ekki sanngjarnt að heimilin í landinu og lítil fyrirtæki beri kostnaðinn af því að nokkrir sjálfstæðir Íslendingar vilji halda úti örmynt vegna þess að það hentar þeim. Viðreisn vill að þjóðin fái val. Einu sinni vildi formaður Sjálfstæðisflokksins líka að Íslendingar hefðu þetta val. Ekki bara það, hann vildi taka upp evru undir slagorðinu „Göngum hreint til verks“. Hann talaði um trúverðuga leið við upptöku evru. Eitthvað gerðist svo. Kannski voru það einhver önnur þáttaskil í lífi Bjarna sem við þekkjum ekki en hann greinir okkur frá í næstu grein. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra rifjaði hér í gær upp þá tíð þegar við Íslendingar virtumst að eilífu dæmd til að velja á milli verðbólgu og óðaverðbólgu. Hann bauð lesendum síðan inn í heim æsku sinnar: Bjarni í Ísaksskóla, Bjarni fermist og Bjarni í menntaskóla. Og alltaf að spá í verðbólgu. Svo kom þjóðarsáttin árið 1990 og Bjarni var orðinn stúdent. Það er rétt hjá fjármálaráðherra að þjóðarsáttin markaði þáttaskil fyrir okkur Íslendinga. Fólk var orðið langþreytt á verðbólgu og vaxtahækkunum. Almenningur hafði misst trúna á að stjórnvöld réðu við verkefnið. Kunnuglegt stef úr samtímanum vissulega en stóra spurningin er hvort það þurfi að endilega vera kunnuglegt stef til framtíðar. Kannski er lítill drengur einhvers staðar á Íslandi í dag sem fimmtugur mun skrifa grein á Vísi um sína verðbólguhlöðnu æsku. Eða verður sagan kannski einhvern tímann öðruvísi? Okkar allra besta korter Þjóðarsáttin varði í 20 góða og stöðuga mánuði og framlag stjórnvalda og þungamiðjan í samkomulaginu var stöðugt gengi. Fjölmargir hagsmunaaðilar náðu saman um leikreglur byggðar á efnahagslegum forsendum og þjóðarsáttin skilaði miklum árangri. Og af þessum kafla í efnahagssögu þjóðarinnar erum við Íslendingar stolt. Þarna varð til vísir að stöðugleika. Vandamálið er að þessi kafli var bara svo stuttur. Okkar eigið korter af stöðugleika. Þess vegna er skiljanlegt að fjármálaráðherra hugsi með söknuði til þess tíma og vilji tala sem mest um það sem einu sinni var. Hins vegar er sérstakt að í langri svargrein fjármálaráðherra við gagnrýni á glannaskap hans í fjármálum ríkisins eru engin svör við sjálfri gagnrýninni. Greinin er bara meira af því sama: Almenningur, fyrirtæki og seðlabankastjóri eiga að vera dugleg að vinna saman gegn verðbólgu og vaxtahækkunum. Ríkisfjármálin eiga eins og fyrir töfra að vera undanskilin slíku vinnuframlagi. Hvenær á að greiða niður skuldir? Á meðan þetta er afstaðan mun verðbólga halda áfram, lán fólksins í landinu hækka og matarkarfan líka. Ný fjármálaáætlun speglar þá afstöðu að fjármálaráðherra fái frí frá þessu verkefni. Og í grein hans í gær var heldur engin tilraun gerð til að útskýra hvers vegna hann ætlar á tímum verðbólgu og gríðarhárra vaxta að halda áfram að auka ríkisútgjöld og skuldir. Hvers vegna á ekki að greiða niður skuldir? Í fjármálaáætlun er töluvert talað um að minni halli dragi úr þörf Seðlabankans á að hækka stýrivexti. Það er hárrétt en hvers vegna er þá svona lítið gert til þess að stöðva hallareksturinn? Eins og Fjármálaráð benti á í áliti sínu um fjármálaáætlun þá virðist aldrei vera rétti tíminn hjá fjármálaráðherra til að greiða niður skuldir. Eina markverða aðgerðin sem hægt er að festa hönd á í áætluninni er skattahækkun á fyrirtæki landsins. Allar aðrar aðgerðir koma kannski einhvern tíma seinna og verða eitthvað sem enginn veit hvað er. Tékkheftið er enn galopið. Ctrl+F Fjármálaráðherra brýndi mig og okkur öll í leiðinni um mikilvægi þess að líta á björtu hliðarnar. Staðreyndin er hins vegar sú að Viðreisn er ekki ein í gagnrýni sinni á viðvarandi hallarekstur formanns Sjálfstæðisflokksins, því bæði Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð hafa verið ómyrk í máli. Það er ekki síst áhugavert í því ljósi að sá félagsskapur stendur alla jafna með formanninum. Í þessu samhengi er áhugavert að orðaleit í umræddri grein leiðir í ljós að orðin aðhald og hagræðing skila engum árangri. Það varpar auðvitað ljósi á 120 milljarða halla síðustu fjárlaga og skýrir hvers vegna fjármálaáætlun sem á að tækla verðbólgu ber ekki með sér raunverulegar hagræðingaraðgerðir. Flottir herrar, ein dama og fiskurinn En aftur að þjóðarsáttinni. Hvers vegna lifði hún ekki lengur? Hvað er það sem framkallar fallvaltleika í efnahagslegri umgjörð okkar? Ísland er lítið og opið hagkerfi með sinn eigin gjaldmiðil sem enginn annar notar eða tekur alvarlega. Á krónuna getum við sett okkar flottustu herra, eina dömu og fiskinn. Krónan okkar er lítil, snotur og viðkvæm og á erfitt uppdráttar í alþjóðlegum heimi. Og þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins segi aftur og aftur við krónuna og okkur öll hin að krónan sé víst stöðug þá segir sagan okkur annað. Hvað annað en gjaldmiðillinn skýrir að hér þarf margfaldar vaxtahækkanir til að takast á við verðbólgu sem er svipuð og í öðrum ríkjum? Ekki er það hagvöxtur, því hann er jú minni hér miðað við höfðatölu en í ríkjum Evrópu. Fjármálaráðherra segir að mig skorti trú á getu Íslendinga til að reka hér sjálfstæða peningastefnu. Hér þarf fjármálaráðherra kannski að viðurkenna fyrir sjálfum sér að stór hluti hagkerfisins hefur yfirgefið þetta sjálfstæða partý sem hann veislustýrir. Um 250 fyrirtæki gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Stærsti hluti útflutningsgreina okkar gerir upp í erlendum gjaldmiðlum. Sjálfstæð peningastefna fjármálaráðherra nær til innan helmings af hagkerfinu. Það eru allir farnir úr partýinu nema þeir sem eru örvinglaðir af striti við að halda uppi þessum litla en sjálfstæða gjaldmiðli. Þau sem hafa ekki val um annað. Eftir í krónuhagkerfinu er fólkið sem er að reyna að eignast húsnæði og litlu og meðalstóru fyrirtækin sem borga háa vexti svo að fjármálaráðherra geti talað um sjálfstæðu peningastefnuna sína. Í því samhengi er vert að benda á að nýlegar tölur benda til að gjaldþrotum fjölgi og fólki á vanskilaskrá einnig, ólíkt því sem fjármálaráðherra segir. En honum hentar víst ekki að tala um það. Ekki frekar en honum hentar að tala um vexti eða vaxtakjör íslenska ríkisins sem eru margfalt hærri en hjá Grikklandi. Göngum hreint til verks Fjármálaráðherra segir að gagnrýni mín á fjármálaáætlun hans gefi góða innsýn inn í hugarheim þeirra sem hafa enga trú á Íslendingum lengur og minnir líka á að aðrir gjaldmiðlar séu engin töfralausn. Ég get fullvissað fjármálaráðherra um að ég held ekki, frekar en nokkur fullorðin manneskja, að til séu töfralausnir við flóknum vandamálum. Ég get líka fullvissað hann um að ég hef fulla trú á Íslendingum, hér eftir sem hingað til, en mér finnst bara ekki sanngjarnt að heimilin í landinu og lítil fyrirtæki beri kostnaðinn af því að nokkrir sjálfstæðir Íslendingar vilji halda úti örmynt vegna þess að það hentar þeim. Viðreisn vill að þjóðin fái val. Einu sinni vildi formaður Sjálfstæðisflokksins líka að Íslendingar hefðu þetta val. Ekki bara það, hann vildi taka upp evru undir slagorðinu „Göngum hreint til verks“. Hann talaði um trúverðuga leið við upptöku evru. Eitthvað gerðist svo. Kannski voru það einhver önnur þáttaskil í lífi Bjarna sem við þekkjum ekki en hann greinir okkur frá í næstu grein. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar