„Þetta er bara vitleysa finnst mér“ Máni Snær Þorláksson skrifar 15. apríl 2023 10:47 Fiskikóngurinn svarar gagnrýninni sem starfsauglýsing hans fékk. Vísir/Vilhelm Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, auglýsti starf í gær þar sem óskað var eftir því að fá karlkyns manneskju í starfið. Auglýsingin uppskar töluverða gagnrýni sem Kristján furðar sig á en hann útskýrir hvers vegna hann auglýsti starfið með þessum hætti. „Þetta er mjög líkamlegt starf sem krefst þess að bera þunga hluti allan daginn,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir það ekki vera á færi hvers sem er að sinna þessu starfi og að hans reynsla sýni að það sé auðveldara að finna karlkyns starfsmann í verkið. Kristján segir að það séu að sjálfsögðu undantekningar á þessu, systir hans hafi til að mynda sinnt starfinu áður. Hann segir hana hafa náð því sökum þess hve sterkbyggð hún er. Þá segir hann að það séu litlar líkur á að finna aðra konu eins og systur sína og því hafi hann hvorki viljað eyða tíma sínum né annarra í það. Auglýsingin sem um ræðir.Skjáskot Að mati Kristjáns er konur almennt betri en karlmenn í öðrum störfum innan geirans. „Konur eru til dæmis miklu betri í að beinhreinsa en karlmenn, þær eru yfirleitt vandvirkari. Karlar eru svo oftast betri í að flaka,“ segir hann. „Fyrirtæki eru ekkert án starfsfólks og starfsfólkið hefur enga vinnu ef það eru engin fyrirtæki. Þetta er samspil beggja aðila og menn þurfa bara að vinna saman og finna bestu lausnirnar í að finna hæft fólk í þau störf sem bjóðast.“ „Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján fylgdist með gagnrýninni sem spratt upp vegna auglýsingarinnar í gær og svaraði henni í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Þetta er komið í svo mikið kjaftæði og væl að ég er hættur að botna í íslenskum lögum og reglum,“ segir hann í upphafi færslunnar. „Meira vælið, það er ekki einu sinni atvinnuleysi og fólk að eyða tíma sínum í að röfla yfir auglýsingu frá Fiskikónginum um starfskraft. Það er stríð í heiminum. Fólk að missa líf og limi, verðbólga og margir í vandræðum að greiða af lánum sínum. Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján segir að tímanum sé betur varið í annað en þetta: „Það þarf að hætta að eyða tímanum í vitleysu, ef þú ert að sækja um að fá kerfisfræðing í vinnu á maður þá að fara að auglýsa almennt? Þetta er bara vitleysa finnst mér.“ Vinnumarkaður Jafnréttismál Verslun Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Þetta er mjög líkamlegt starf sem krefst þess að bera þunga hluti allan daginn,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir það ekki vera á færi hvers sem er að sinna þessu starfi og að hans reynsla sýni að það sé auðveldara að finna karlkyns starfsmann í verkið. Kristján segir að það séu að sjálfsögðu undantekningar á þessu, systir hans hafi til að mynda sinnt starfinu áður. Hann segir hana hafa náð því sökum þess hve sterkbyggð hún er. Þá segir hann að það séu litlar líkur á að finna aðra konu eins og systur sína og því hafi hann hvorki viljað eyða tíma sínum né annarra í það. Auglýsingin sem um ræðir.Skjáskot Að mati Kristjáns er konur almennt betri en karlmenn í öðrum störfum innan geirans. „Konur eru til dæmis miklu betri í að beinhreinsa en karlmenn, þær eru yfirleitt vandvirkari. Karlar eru svo oftast betri í að flaka,“ segir hann. „Fyrirtæki eru ekkert án starfsfólks og starfsfólkið hefur enga vinnu ef það eru engin fyrirtæki. Þetta er samspil beggja aðila og menn þurfa bara að vinna saman og finna bestu lausnirnar í að finna hæft fólk í þau störf sem bjóðast.“ „Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján fylgdist með gagnrýninni sem spratt upp vegna auglýsingarinnar í gær og svaraði henni í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Þetta er komið í svo mikið kjaftæði og væl að ég er hættur að botna í íslenskum lögum og reglum,“ segir hann í upphafi færslunnar. „Meira vælið, það er ekki einu sinni atvinnuleysi og fólk að eyða tíma sínum í að röfla yfir auglýsingu frá Fiskikónginum um starfskraft. Það er stríð í heiminum. Fólk að missa líf og limi, verðbólga og margir í vandræðum að greiða af lánum sínum. Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján segir að tímanum sé betur varið í annað en þetta: „Það þarf að hætta að eyða tímanum í vitleysu, ef þú ert að sækja um að fá kerfisfræðing í vinnu á maður þá að fara að auglýsa almennt? Þetta er bara vitleysa finnst mér.“
Vinnumarkaður Jafnréttismál Verslun Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira