„Þetta var þolinmæðisverk“ Hinrik Wöhler skrifar 15. apríl 2023 16:50 Rúnar Kristinsson gat leyft sér að brosa eftir góðan sigur KR suður með sjó. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með 2-0 sigur á Keflavík í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum í Keflavík í dag og er liðið komið með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í Bestu deild karla. „Við lögðum upp með að koma hingað til vinna og spila okkar fótbolta. Það gekk mjög vel á meðan boltinn var á jörðinni en vindurinn gerði okkur erfitt fyrir og þegar menn þurftu að fara upp í loftið tók það smá tíma að fá boltann aftur á jörðina,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik í Keflavík í dag. Þrátt fyrir að KR átti mörg góð færi framan af leik náði liðið ekki að brjóta ísinn fyrr en á 58. mínútu leiksins með marki frá Kristni Jónssyni. „Við áttum þrjú algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem við nýtum ekki og svo fá þeir skalla í slá þannig það voru fullt af færum og opnunum í þessum leik, skrýtið að það hafi verið markalaust í hálfleik. Ég er ánægður með að við héldum rónni og þetta var þolinmæðisverk hjá okkur að ná að brjóta þá á bak aftur. Við kláruðum leikinn mjög fagmannlega fannst mér.“ Rúnar gerir tvöfalda breytingu eftir fyrsta mark KR. Benoný Breki og Kristján Flóki koma inn á og eru ekki lengi að láta að sér kveða. Kristján Flóki gefur stoðsendingu á Benoný Breka sem skoraði seinna mark gestanna. „Um leið og við ákváðum skiptingu skoraði Kristinn og í staðinn fyrir að hætta við gerðum við skiptinguna. Við vildum ekki falla þá í gryfju sem við lentum í fyrir norðan að falla djúpt til baka og ekki spila þegar við fengum boltann. Í dag þá féllum við djúpt til baka en spiluðum þegar við fengum boltann og uppskárum margar góðar skyndisóknir, þannig viljum við hafa það. Við bættum við marki og komust í 2-0 í staðinn fyrir að fá mark í andlitið eins og fyrir norðan. Þetta voru hlutirnir sem við reyndum að laga og það heppnaðist,“ sagði Rúnar þegar hann var spurður út í skiptinguna. Vesturbæjarliðið fer ágætlega af stað í Bestu deildinni en þeir eru komnir með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina. „Við erum búnir með tvo útileiki og erum með fjögur stig. Ég held að það sé vel ásættanlegt en við erum búnir að fara hingað til Keflavíkur og norður til Akureyrar. Við höfum ekkert verið sérstaklega góðir á heimavelli undanfarin tvö ár og þurfum að breyta því en við fáum tækifæri til þess í bikarnum í vikunni. Ef völlurinn okkar verður klár á móti Víking næstu helgi þá þurfum að fara hala inn fleiri stig á heimavelli.“ Líkt og aðrir grasvellir landsins er aðalvöllur KR-inga ekki tilbúinn til knattspyrnuiðkunnar eins og sakir standa. Næsti leikur KR-inga, í Mjólkurbikarnum, fer fram á gervigrasinu í Vesturbæ en Rúnar er bjartsýnn að ná að spila næsta deildarleik á grasi. „Menn voru mjög brattir í gær allavega. Maggi Bö, vallarstjóri, var mjög brattur ef veðrið verður eins og spáin lítur út þá ætti völlurinn að vera vonandi leikfær. Við vonum það besta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó KR vann góðan sigur á Keflavík þegar liðin mættust í Bestu deildinni í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum og sigur liðsins sanngjarn. 15. apríl 2023 15:53 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3| Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
„Við lögðum upp með að koma hingað til vinna og spila okkar fótbolta. Það gekk mjög vel á meðan boltinn var á jörðinni en vindurinn gerði okkur erfitt fyrir og þegar menn þurftu að fara upp í loftið tók það smá tíma að fá boltann aftur á jörðina,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik í Keflavík í dag. Þrátt fyrir að KR átti mörg góð færi framan af leik náði liðið ekki að brjóta ísinn fyrr en á 58. mínútu leiksins með marki frá Kristni Jónssyni. „Við áttum þrjú algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem við nýtum ekki og svo fá þeir skalla í slá þannig það voru fullt af færum og opnunum í þessum leik, skrýtið að það hafi verið markalaust í hálfleik. Ég er ánægður með að við héldum rónni og þetta var þolinmæðisverk hjá okkur að ná að brjóta þá á bak aftur. Við kláruðum leikinn mjög fagmannlega fannst mér.“ Rúnar gerir tvöfalda breytingu eftir fyrsta mark KR. Benoný Breki og Kristján Flóki koma inn á og eru ekki lengi að láta að sér kveða. Kristján Flóki gefur stoðsendingu á Benoný Breka sem skoraði seinna mark gestanna. „Um leið og við ákváðum skiptingu skoraði Kristinn og í staðinn fyrir að hætta við gerðum við skiptinguna. Við vildum ekki falla þá í gryfju sem við lentum í fyrir norðan að falla djúpt til baka og ekki spila þegar við fengum boltann. Í dag þá féllum við djúpt til baka en spiluðum þegar við fengum boltann og uppskárum margar góðar skyndisóknir, þannig viljum við hafa það. Við bættum við marki og komust í 2-0 í staðinn fyrir að fá mark í andlitið eins og fyrir norðan. Þetta voru hlutirnir sem við reyndum að laga og það heppnaðist,“ sagði Rúnar þegar hann var spurður út í skiptinguna. Vesturbæjarliðið fer ágætlega af stað í Bestu deildinni en þeir eru komnir með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina. „Við erum búnir með tvo útileiki og erum með fjögur stig. Ég held að það sé vel ásættanlegt en við erum búnir að fara hingað til Keflavíkur og norður til Akureyrar. Við höfum ekkert verið sérstaklega góðir á heimavelli undanfarin tvö ár og þurfum að breyta því en við fáum tækifæri til þess í bikarnum í vikunni. Ef völlurinn okkar verður klár á móti Víking næstu helgi þá þurfum að fara hala inn fleiri stig á heimavelli.“ Líkt og aðrir grasvellir landsins er aðalvöllur KR-inga ekki tilbúinn til knattspyrnuiðkunnar eins og sakir standa. Næsti leikur KR-inga, í Mjólkurbikarnum, fer fram á gervigrasinu í Vesturbæ en Rúnar er bjartsýnn að ná að spila næsta deildarleik á grasi. „Menn voru mjög brattir í gær allavega. Maggi Bö, vallarstjóri, var mjög brattur ef veðrið verður eins og spáin lítur út þá ætti völlurinn að vera vonandi leikfær. Við vonum það besta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó KR vann góðan sigur á Keflavík þegar liðin mættust í Bestu deildinni í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum og sigur liðsins sanngjarn. 15. apríl 2023 15:53 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3| Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó KR vann góðan sigur á Keflavík þegar liðin mættust í Bestu deildinni í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum og sigur liðsins sanngjarn. 15. apríl 2023 15:53