Úðuðu piparúða yfir saklausa gesti Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2023 07:45 Drengirnir voru á rafskútu þegar þeir úðuðu piparúða yfir fólk sem beið eftir því að komast inn í hlýjuna á ótilgreindum skemmtistað. Vísir/Aníta Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Meðal þeirra sem bökuðu vandræði í nótt voru tveir drengir sem hjóluðu um á rafmagnshlaupahjóli og úðuðu piparúða á fólk sem beið í röð til þess að komast inn á skemmtistað í miðborginni. Í dagbók lögreglu fyrir tímabilið segir að drengirnir hafi tvímennt á eitt rafmagnshlaupahjól og að þeir hafi komist undan en lögregla síðar haft hendur í hári þeirra. Málið sé nú til rannsóknar hjá lögreglu og komið á borð barnaverndar, enda séu drengirnir báðir undir lögaldri. Þá segir að einhverjir þeir sem vonuðust til þess að fá inngöngu að skemmtistaðnum sem um ræðir hafi þurft aðhlynningu eftir piparúðaárásina. Af öðrum verkefnum lögregluþjóna á stöð 1 við Hverfisgötu ber hæst að lögregluþjónar vísuðu manni út af heilbrigðisstofnun að ósk starfsfólks hennar. Sá hafði viðhaft ógnandi tilburði gagnvart starfsfólki. Þá leitar lögregla nú fingralangs manns sem braust inn í skartgripaverslun og hafði á brott með sér talsvert magn skartgripa. Veittist að manni með exi Lögreglunni á stöð 2, sem þjónustar Garðabæ og Hafnarfjörð, barst tilkynning um mann sem hafði veist að öðrum með exi. Hinn grunaði gaf sig fram og gistir nú fangageymslur lögreglu. Þá óskuðu dyraverðir á veitingahúsi eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem lét öllum illum látum og óskuðu eftir því að hann yrði fjarlægður af svæðinu. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið „víðáttuölvaður“ og að hann hafi neitað að gefa upp nafn og kennitölu. Þá hafi lögregluþjónar reynt að fá manninn til þess að gefa upp heimilisfang, til þess að unnt væri að aka honum heim, en hann hafi einnig neitað að gefa það upp. „Ekki var hægt að skilja við manninn í þessu ástandi sökum ölvunar og var hann því vistaður í fangaklefa,“ segir í dagbókinni. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Í dagbók lögreglu fyrir tímabilið segir að drengirnir hafi tvímennt á eitt rafmagnshlaupahjól og að þeir hafi komist undan en lögregla síðar haft hendur í hári þeirra. Málið sé nú til rannsóknar hjá lögreglu og komið á borð barnaverndar, enda séu drengirnir báðir undir lögaldri. Þá segir að einhverjir þeir sem vonuðust til þess að fá inngöngu að skemmtistaðnum sem um ræðir hafi þurft aðhlynningu eftir piparúðaárásina. Af öðrum verkefnum lögregluþjóna á stöð 1 við Hverfisgötu ber hæst að lögregluþjónar vísuðu manni út af heilbrigðisstofnun að ósk starfsfólks hennar. Sá hafði viðhaft ógnandi tilburði gagnvart starfsfólki. Þá leitar lögregla nú fingralangs manns sem braust inn í skartgripaverslun og hafði á brott með sér talsvert magn skartgripa. Veittist að manni með exi Lögreglunni á stöð 2, sem þjónustar Garðabæ og Hafnarfjörð, barst tilkynning um mann sem hafði veist að öðrum með exi. Hinn grunaði gaf sig fram og gistir nú fangageymslur lögreglu. Þá óskuðu dyraverðir á veitingahúsi eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem lét öllum illum látum og óskuðu eftir því að hann yrði fjarlægður af svæðinu. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið „víðáttuölvaður“ og að hann hafi neitað að gefa upp nafn og kennitölu. Þá hafi lögregluþjónar reynt að fá manninn til þess að gefa upp heimilisfang, til þess að unnt væri að aka honum heim, en hann hafi einnig neitað að gefa það upp. „Ekki var hægt að skilja við manninn í þessu ástandi sökum ölvunar og var hann því vistaður í fangaklefa,“ segir í dagbókinni.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira