Rændi banka til að fjármagna kvikmynd Máni Snær Þorláksson skrifar 16. apríl 2023 09:56 Mynd sem náðist af Brown er hann rændi bankann. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Bandarískur karlmaður sem rændi banka síðastliðið sumar til að fjármagna tökur á kvikmynd var dæmdur í tíu ára fangelsi í Flórída-ríki fyrir ránið. Maðurinn náði að hafa á brott með sér rúmlega fjögur þúsund dollara í seðlum úr bankanum en var handtekinn síðar eftir ábendingar til lögreglu. Nacoe Ray Brown játaði brotið fyrir dómi í janúar síðastliðnum. Brown, sem er 55 ára gamall, hafði sett derhúfu, sólgleraugu og sóttvarnargrímu á sig til að fela andlitið er hann rændi bankann. Brown rétti starfsmanni bankans miða sem á stóð að hann væri með byssu og væri að krefjast penings. Starfsmaðurinn rétti honum í kjölfarið tæplega 4.300 dollara í seðlum, sem gera rúmlega hálfa milljón í íslenskum krónum. Samkvæmt umfjöllun Insider um málið náði lögreglan að hafa uppi á Brown eftir ábendingu frá vitni sem sá hann fara á bensínstöð og skipta um föt. Fljótlega fann lögreglan Brown á hóteli og handtók hann. Brown var ekki vopnaður á hótelinu og lögreglan fann ekkert skotvopn í tengslum við málið. Þegar Brown var handtekinn tjáði hann yfirvöldum að hann væri að taka upp kvikmynd í Flórída og að peningurinn væri á þrotum. Hann hafi rænt bankann til að geta klárað kvikmyndina. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Brown rænir banka en hann gerði það þrisvar sinnum árið 2001. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir þau rán en fékk að fara úr fangelsinu árið 2020 á skilorði. Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Nacoe Ray Brown játaði brotið fyrir dómi í janúar síðastliðnum. Brown, sem er 55 ára gamall, hafði sett derhúfu, sólgleraugu og sóttvarnargrímu á sig til að fela andlitið er hann rændi bankann. Brown rétti starfsmanni bankans miða sem á stóð að hann væri með byssu og væri að krefjast penings. Starfsmaðurinn rétti honum í kjölfarið tæplega 4.300 dollara í seðlum, sem gera rúmlega hálfa milljón í íslenskum krónum. Samkvæmt umfjöllun Insider um málið náði lögreglan að hafa uppi á Brown eftir ábendingu frá vitni sem sá hann fara á bensínstöð og skipta um föt. Fljótlega fann lögreglan Brown á hóteli og handtók hann. Brown var ekki vopnaður á hótelinu og lögreglan fann ekkert skotvopn í tengslum við málið. Þegar Brown var handtekinn tjáði hann yfirvöldum að hann væri að taka upp kvikmynd í Flórída og að peningurinn væri á þrotum. Hann hafi rænt bankann til að geta klárað kvikmyndina. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Brown rænir banka en hann gerði það þrisvar sinnum árið 2001. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir þau rán en fékk að fara úr fangelsinu árið 2020 á skilorði.
Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira