Hinn 33 ára gamli Immobile lenti í bílslysi í Rómarborg í dag, sunnudag. Lenti bíll hans í árekstri við sporvagn. Þurfti Immobile að fara á spítala þar sem hann varð fyrir meiðslum á baki og rifbeinum.
Samkvæmt yfirlýsingu Lazio er Immobile í góðu ásigkomulagi miðað við. Þar segir að Immobile sé með brákað rifbein og líklega tognaður í baki. Hann er enn á spítala en meiðslin ekki talin alvarleg.
Ciro Immobile is being treated in hospital after his car was involved in an accident with a tram in Rome.
— BBC Sport (@BBCSport) April 16, 2023
Lazio, sem situr í 2. sæti Serie A, mætir Torino á laugardaginn kemur. Ekki kemur fram hvort Immobile verði með liðinu í þeim leik.
Immobile hefur átt gott tímabil og skorað 10 mörk í 23 leikjum í Serie A ásamt því að gefa 3 stoðsendingar.
