Hópur íbúa ræðir að koma sóknarnefndinni frá á aðalfundi á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. apríl 2023 13:28 Einn viðmælenda fréttastofu sagði marga vilja koma sóknarnefndinni frá en óvíst væri um mætingu annað kvöld, enda áhuginn á sóknarnefndarstörfum jafnan takmarkaður. Vísir Fundað hefur verið um það meðal hóps íbúa í Kópavogi að koma sóknarnefnd Digraneskirkju frá. Aðalsafnaðarfundur Digraneskirkju verður haldinn klukkan 20 annað kvöld. „Þetta er ekki lengur kirkjan okkar. Það vill enginn stíga þarna inn. Ekki á meðan þetta er svona,“ segir einn viðmælenda fréttastofu en fæstir þeirra vildu koma fram undir nafni af ótta við viðbrögð formanns sóknarnefndarinnar. Það hefur gustað mikið um Digraneskirkju frá því að sex konur stigu fram með ásakanir á hendur Gunnari Sigurjónssyni sóknarpresti um ýmis konar áreitni. Teymi á vegum Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar hefði tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríddi gegn EKKO-reglugerð kirkjunnar um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni og annað ofbeldi, auk þess sem háttsemi hans í orði og athöfnum hefði verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg störfum hans sem sóknarprests. Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni sagði að Gunnar hefði látið af störfum við prestakallið. Hann er þó enn skráður í leyfi á vefsíðu Digraneskirkju en það má, samkvæmt viðmælendum fréttastofu, rekja til þess að sóknarnefndin hefur enn ekki gefið upp á bátinn að hann snúi aftur. Óánægja íbúa í Digranessókn snýst ekki síst um þessa afstöðu sóknarnefndar og yfirlýsta andstöðu formanns sóknarnefndarinnar, Valgerðar Snæland Jónsdóttur, gegn þolendum Gunnars. „Bitrir kvenprestar“ og „sjálfskipaðir þolendur“ Á Facebook-síðu sinni segir Valgerður meðal annars í athugasemdum við eigin færslu um Sunnu Dóru Möller, prest í Hjallakirkju: „"Biturð" er hættuleg ... Biturt fólk er hættulegt fólk sagði Dr. Roger Callahan klínískur sálfræðingur ... Kvenprestar eiga ekki að fá vígslu fyrr en að tryggt er að þær séu búnar að vinna úr allri sinni "gömlu" biturð áður en þær sækja um að fá vígslu ... Engin kirkja á að sitja uppi með bitra kvenpresta ... það er hættulegt ...“ Og: „Kirkjuþing á að vera með sérfræðihjálp sérhæft í BITURÐ ... í stað TEYMIS ÞJÓÐKIRKJUNNAR SEM ER BARA SKEMMANDI FYRIR KIRKJUNA ... og hjálpa bitrum kvenprestum að vinna úr sinni biturð áður en þær skemma meira í kirkjunni ... biturð = leiðir til fórnarlambshugsunar ... um leið og kona vinnur úr sinni biturð hættir hún að vera fórnarlamb .. þangað þurfum við að komast ...“ Valgerður talar einnig um að það sá ömurlegt að sjá sjálfskipaða „þolendur“ og „bitrar“ konur verða hættulega „gerendur“. Gæsalappirnar eru hennar. Sunna Dóra og séra Karen Lind Ólafsdóttir, þá prestur í Hjallakirkju, voru meðal kvennanna sex sem ásökuðu Gunnar. Þá deilir Valgerður myndskeiði af predikun Gunnars og segir í færslu við að það sé tímabært að biskup, biskupsritari, framkvæmdastjóri Biskupsstofu, vígslubiskup, prófastur og teymi Þjóðkirkjunnar biðji Gunnar, eiginkonu hans, fjölskyldu og sóknarbörn afsökunar á „gjörningum“ síðustu mánaða. „Þetta er óvægið gegn konum sem hafa lent í ofbeldi,“ segir móðir fermingarbarns sem fréttastofa ræddi við. „Þetta á náttúrulega bara ekki að líðast. Þetta er sannað; þarna er nefnd sem tók þetta út en þetta er bara kona sem er á móti þolendum og vill ekki viðurkenna að svona gerist,“ segir móðirin um stuðning Valgerðar við Gunnar. Móðirinn segir mikinn kurr meðal foreldra fermingarbarna, bæði vegna andrúmsloftsins í kirkjunni og afskipta sóknarnefndar af fermingarfræðslunni. „Hvaða skilaboð er maður að senda börnunum sínum með því að ferma þau í kirkju þar sem þetta er samþykkt? Ég tek ekki þátt í því,“ segir móðirin. Hún segist hafa rætt við aðra sem ætla að mæta á fundinn annað kvöld en ekki vita um framboð. Annar viðmælandi fréttastofu, sem hefur tilheyrt Digranessöfnuði í áraraðir, segir óánægju einnig gæta meðal eldri borgara, sem veigra sér nú við því að taka þátt í kirkjustarfinu vegna stöðunnar. Viðmælandinn sagði starfsmannaveltuna í Digraneskirkju til marks um andrúmsloftið og stjórnunarhætti Gunnars og sóknarnefndarinnar. „Kirkjan á að vera öruggur staður“ Undir þetta tekur Sunna Dóra, prestur í sameinuðu prestakalli Digraneskirkju og Hjallakirkju. Hún segir að á síðustu árum og misserum hafi samtals tólf konur verið flæmdar úr störfum sínum fyrir Digraneskirkju eða gert erfitt að sinna þeim. Sunna Dóra Möller prestur.Digraneskirkja Þeirra á meðal eru fjórir prestar, hún sjálf þar með talin, tveir organistar og almennir starfsmenn. „Þetta er staðfesting á því að aðgerða er þörf,“ segir Sunna. „Bara til að skapa heilbrigt vinnuumhverfi. Það er ekki í lagi í kirkju að þjónandi prestar sjái hag sínum best borgið með því að fara. Bara til að bjarga sjálfum sér og heilsu sinni. Þetta staðfestir það óheilbrigði sem hefur verið þarna.“ Spurð að því hvort það sé hægt að rekja brotthvarf þessara einstaklinga með beinum hætti til framgöngu Gunnars eða sóknarnefndarinnar, það er að segja hvort viðkomandi væru enn við störf ef ekki væri fyrir þau, svarar Sunna játandi. „Þarna er fólk sem hefur tekið afstöðu með geranda máls á mjög afgerandi hátt og hefur í raun ekki samþykkt að taka niðurstöðu teymis Þjóðkirkjunnar eða yfirlýsingu biskups alvarlega. Þar sem biskup tekur undir niðurstöðu teymisins og stendur með þolendum með afgerandi hætti. Sóknarnefndin ákveður í raun að fylgja ekki niðurstöðu teymisins eins og kirkjan gerir, heldur velur að vinna gegn niðurstöðunni.“ Sunna segist tvímælalaust hafa orðið vör við það að fólk sé að velta stöðunni fyrir sér. „Kirkjan á að vera öruggur staður og ég held að það séu margir sem upplifa að kirkjan sé ekki örugg á meðan ástandið er svona.“ Sóknarnefndin er framkvæmda-, fjármála- og mannauðsstjóri Núverandi ástand sem viðmælendur fréttastofu tala um má að stórum hluta rekja til mikils sjálfstæðis sóknarnefndarinnar. Allir sem fréttastofa ræddi við, þeirra á meðal tveir prestar, voru á því að víðsvegar hefði þetta gefist vel en annað væri nú uppi á teningnum í Digraneskirkju. Það er kirkjan sem sér um málefni vígðra starfsmanna kirkjunnar en önnur störf eru á forræði sóknarnefnda. Þannig má segja að sóknarnefndin sé framkvæmdastjóri, fjármálastjóri og mannauðsstjóri í viðkomandi kirkju en oft er nær sjálfskipað í nefndirnar, þar sem fáir hafa áhuga á að sinna starfinu. Þetta gerir kirkjurnar um margt óhefðbundna vinnustaði. Þannig voru til að mynda í tilfelli Digraneskirkju engar reglur í gildi um hvernig taka bæri á ásökunum um einelti eða áreitni á vinnustað. Á vef Vinnueftirlitsins segir: „Atvinnurekendur þurfa að tryggja öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks með því að greina áhættuþætti í vinnuumhverfinu sem tengjast skipulagi, stjórnun og samskiptum. Mikilvægt er stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri vinnustaðamenningu og eru opinská samskipti, skjót viðbrögð og samvinna allra árangursrík leið til þess. Það er einnig þýðingamikið að bregðast fljótt við einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað en ekki síður að fyrirbyggja að slík hegðun eigi sér stað.“ Þessi tvískipting vinnustaðarins, að presturinn er starfsmaður Þjóðkirkjunnar en aðrir undirmenn sóknarnefndar, flækir málin þegar afstaða aðila er jafn ólík og í málinu sem hér um ræðir. Sunna segir tímabært að núllstilla, með nýjum sóknapresti og nýrri sóknarnefnd. „Miðað við þau verkefni sem eru framundan í þessu prestakalli þá væri það mjög farsælt að sjá breytingar, bara svo við getum farið að byggja upp og fengið þann frið sem kirkjan þarf til að skapa öryggi. Til að sóknarbörnin sjái að okkur sé treystandi fyrir þeim verkefnum sem við fáumst við á hverjum degi.“ Þjóðkirkjan Kópavogur Kynferðisofbeldi MeToo Átök í Digraneskirkju Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
„Þetta er ekki lengur kirkjan okkar. Það vill enginn stíga þarna inn. Ekki á meðan þetta er svona,“ segir einn viðmælenda fréttastofu en fæstir þeirra vildu koma fram undir nafni af ótta við viðbrögð formanns sóknarnefndarinnar. Það hefur gustað mikið um Digraneskirkju frá því að sex konur stigu fram með ásakanir á hendur Gunnari Sigurjónssyni sóknarpresti um ýmis konar áreitni. Teymi á vegum Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar hefði tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríddi gegn EKKO-reglugerð kirkjunnar um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni og annað ofbeldi, auk þess sem háttsemi hans í orði og athöfnum hefði verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg störfum hans sem sóknarprests. Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni sagði að Gunnar hefði látið af störfum við prestakallið. Hann er þó enn skráður í leyfi á vefsíðu Digraneskirkju en það má, samkvæmt viðmælendum fréttastofu, rekja til þess að sóknarnefndin hefur enn ekki gefið upp á bátinn að hann snúi aftur. Óánægja íbúa í Digranessókn snýst ekki síst um þessa afstöðu sóknarnefndar og yfirlýsta andstöðu formanns sóknarnefndarinnar, Valgerðar Snæland Jónsdóttur, gegn þolendum Gunnars. „Bitrir kvenprestar“ og „sjálfskipaðir þolendur“ Á Facebook-síðu sinni segir Valgerður meðal annars í athugasemdum við eigin færslu um Sunnu Dóru Möller, prest í Hjallakirkju: „"Biturð" er hættuleg ... Biturt fólk er hættulegt fólk sagði Dr. Roger Callahan klínískur sálfræðingur ... Kvenprestar eiga ekki að fá vígslu fyrr en að tryggt er að þær séu búnar að vinna úr allri sinni "gömlu" biturð áður en þær sækja um að fá vígslu ... Engin kirkja á að sitja uppi með bitra kvenpresta ... það er hættulegt ...“ Og: „Kirkjuþing á að vera með sérfræðihjálp sérhæft í BITURÐ ... í stað TEYMIS ÞJÓÐKIRKJUNNAR SEM ER BARA SKEMMANDI FYRIR KIRKJUNA ... og hjálpa bitrum kvenprestum að vinna úr sinni biturð áður en þær skemma meira í kirkjunni ... biturð = leiðir til fórnarlambshugsunar ... um leið og kona vinnur úr sinni biturð hættir hún að vera fórnarlamb .. þangað þurfum við að komast ...“ Valgerður talar einnig um að það sá ömurlegt að sjá sjálfskipaða „þolendur“ og „bitrar“ konur verða hættulega „gerendur“. Gæsalappirnar eru hennar. Sunna Dóra og séra Karen Lind Ólafsdóttir, þá prestur í Hjallakirkju, voru meðal kvennanna sex sem ásökuðu Gunnar. Þá deilir Valgerður myndskeiði af predikun Gunnars og segir í færslu við að það sé tímabært að biskup, biskupsritari, framkvæmdastjóri Biskupsstofu, vígslubiskup, prófastur og teymi Þjóðkirkjunnar biðji Gunnar, eiginkonu hans, fjölskyldu og sóknarbörn afsökunar á „gjörningum“ síðustu mánaða. „Þetta er óvægið gegn konum sem hafa lent í ofbeldi,“ segir móðir fermingarbarns sem fréttastofa ræddi við. „Þetta á náttúrulega bara ekki að líðast. Þetta er sannað; þarna er nefnd sem tók þetta út en þetta er bara kona sem er á móti þolendum og vill ekki viðurkenna að svona gerist,“ segir móðirin um stuðning Valgerðar við Gunnar. Móðirinn segir mikinn kurr meðal foreldra fermingarbarna, bæði vegna andrúmsloftsins í kirkjunni og afskipta sóknarnefndar af fermingarfræðslunni. „Hvaða skilaboð er maður að senda börnunum sínum með því að ferma þau í kirkju þar sem þetta er samþykkt? Ég tek ekki þátt í því,“ segir móðirin. Hún segist hafa rætt við aðra sem ætla að mæta á fundinn annað kvöld en ekki vita um framboð. Annar viðmælandi fréttastofu, sem hefur tilheyrt Digranessöfnuði í áraraðir, segir óánægju einnig gæta meðal eldri borgara, sem veigra sér nú við því að taka þátt í kirkjustarfinu vegna stöðunnar. Viðmælandinn sagði starfsmannaveltuna í Digraneskirkju til marks um andrúmsloftið og stjórnunarhætti Gunnars og sóknarnefndarinnar. „Kirkjan á að vera öruggur staður“ Undir þetta tekur Sunna Dóra, prestur í sameinuðu prestakalli Digraneskirkju og Hjallakirkju. Hún segir að á síðustu árum og misserum hafi samtals tólf konur verið flæmdar úr störfum sínum fyrir Digraneskirkju eða gert erfitt að sinna þeim. Sunna Dóra Möller prestur.Digraneskirkja Þeirra á meðal eru fjórir prestar, hún sjálf þar með talin, tveir organistar og almennir starfsmenn. „Þetta er staðfesting á því að aðgerða er þörf,“ segir Sunna. „Bara til að skapa heilbrigt vinnuumhverfi. Það er ekki í lagi í kirkju að þjónandi prestar sjái hag sínum best borgið með því að fara. Bara til að bjarga sjálfum sér og heilsu sinni. Þetta staðfestir það óheilbrigði sem hefur verið þarna.“ Spurð að því hvort það sé hægt að rekja brotthvarf þessara einstaklinga með beinum hætti til framgöngu Gunnars eða sóknarnefndarinnar, það er að segja hvort viðkomandi væru enn við störf ef ekki væri fyrir þau, svarar Sunna játandi. „Þarna er fólk sem hefur tekið afstöðu með geranda máls á mjög afgerandi hátt og hefur í raun ekki samþykkt að taka niðurstöðu teymis Þjóðkirkjunnar eða yfirlýsingu biskups alvarlega. Þar sem biskup tekur undir niðurstöðu teymisins og stendur með þolendum með afgerandi hætti. Sóknarnefndin ákveður í raun að fylgja ekki niðurstöðu teymisins eins og kirkjan gerir, heldur velur að vinna gegn niðurstöðunni.“ Sunna segist tvímælalaust hafa orðið vör við það að fólk sé að velta stöðunni fyrir sér. „Kirkjan á að vera öruggur staður og ég held að það séu margir sem upplifa að kirkjan sé ekki örugg á meðan ástandið er svona.“ Sóknarnefndin er framkvæmda-, fjármála- og mannauðsstjóri Núverandi ástand sem viðmælendur fréttastofu tala um má að stórum hluta rekja til mikils sjálfstæðis sóknarnefndarinnar. Allir sem fréttastofa ræddi við, þeirra á meðal tveir prestar, voru á því að víðsvegar hefði þetta gefist vel en annað væri nú uppi á teningnum í Digraneskirkju. Það er kirkjan sem sér um málefni vígðra starfsmanna kirkjunnar en önnur störf eru á forræði sóknarnefnda. Þannig má segja að sóknarnefndin sé framkvæmdastjóri, fjármálastjóri og mannauðsstjóri í viðkomandi kirkju en oft er nær sjálfskipað í nefndirnar, þar sem fáir hafa áhuga á að sinna starfinu. Þetta gerir kirkjurnar um margt óhefðbundna vinnustaði. Þannig voru til að mynda í tilfelli Digraneskirkju engar reglur í gildi um hvernig taka bæri á ásökunum um einelti eða áreitni á vinnustað. Á vef Vinnueftirlitsins segir: „Atvinnurekendur þurfa að tryggja öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks með því að greina áhættuþætti í vinnuumhverfinu sem tengjast skipulagi, stjórnun og samskiptum. Mikilvægt er stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri vinnustaðamenningu og eru opinská samskipti, skjót viðbrögð og samvinna allra árangursrík leið til þess. Það er einnig þýðingamikið að bregðast fljótt við einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað en ekki síður að fyrirbyggja að slík hegðun eigi sér stað.“ Þessi tvískipting vinnustaðarins, að presturinn er starfsmaður Þjóðkirkjunnar en aðrir undirmenn sóknarnefndar, flækir málin þegar afstaða aðila er jafn ólík og í málinu sem hér um ræðir. Sunna segir tímabært að núllstilla, með nýjum sóknapresti og nýrri sóknarnefnd. „Miðað við þau verkefni sem eru framundan í þessu prestakalli þá væri það mjög farsælt að sjá breytingar, bara svo við getum farið að byggja upp og fengið þann frið sem kirkjan þarf til að skapa öryggi. Til að sóknarbörnin sjái að okkur sé treystandi fyrir þeim verkefnum sem við fáumst við á hverjum degi.“
Þjóðkirkjan Kópavogur Kynferðisofbeldi MeToo Átök í Digraneskirkju Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira