„Allt að 70% afsláttur“ reyndist iðulega einungis fimm prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2023 11:53 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Dekkja- og bílaþjónustan ehf., rekstraraðili dekk1.is, hefur verið sektað vegna viðskiptahátta sinna. Auglýstur var allt að 70 prósent afsláttur í „Cyberviku“ en einungis var hægt að finna dekk á mun lægri afslætti, iðulega einungis fimm prósenta. Þarf félagið að greiða 200 þúsund króna sekt. Í desember árið 2021 auglýsti dekk1.is að á vefsíðunni væri allt að 70 prósent afsláttur í Cyberviku. Þá hafði fyrirtækið einnig auglýst gámatilboð og aðra afslætti eftir að Cybervikunni lauk. Við ítarlega athugun Neytendastofu kom í ljós að einungis var hægt að finna dekk á mun lægri afslætti og þá iðulega einungis á fimm prósent afslætti. Athugun Neytendastofu leiddi í ljós að engin dekk voru fáanleg á auglýstum 70 prósent afslætti. Gerir Neytendastofa einnig athugasemd við að auglýst hafi verið að tilboðið stæði aðeins í takmarkaðan tíma þar sem sú var ekki raunin. Þá notaði félagið orðið „gámatilboð“ án þess að um tilboð eða raunverulega verðlækkun hafi verið að ræða. „Í svörum félagsins kom fram að félagið hafni því að hafa brotið gegn ákvæðum laga þar sem að á meðan Cyber Monday stóð hafi verið veittur 70% afsláttur af völdum dekkjum. Þá hafi einnig verið ákveðið að hækka afslætti enn frekar eftir að Cyber Monday lauk og hækkaði því afsláttur af dekkjum í svokölluðu „gámatilboði“ úr 5% í 15%. Að lokum tiltók félagið að mikið hafi selst af dekkjum á afslætti umrædda daga en því miður ekki sú stærð sem boðin hafi verið á hæsta afslættinum, þ.e. 70%, og því séu ekki til sölukvittanir vegna slíkra viðskipta,“ segir í tilkynningu á vef Neytendastofu um ákvörðunina. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að félagið hafi ekki sýnt fram á að nokkur dekk hafi verið með 70 prósent afslætti á því tímabili sem um ræddi. Þá var notkun orðsins „gámatilboð“ villandi þar sem ekki var um raunverulegt tilboð að ræða. Að lokum komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsing við lok Cyberviku, sem staðhæfði ranglega að einungis nokkrir klukkutímar væru til stefnu til að nýta sér fyrirliggjandi tilboð, teldist óréttmætir viðskiptahættir. Því var dekk1.is bannað að viðhafa þessa viðskiptahætti og sektað um 200 þúsund krónur. Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Í desember árið 2021 auglýsti dekk1.is að á vefsíðunni væri allt að 70 prósent afsláttur í Cyberviku. Þá hafði fyrirtækið einnig auglýst gámatilboð og aðra afslætti eftir að Cybervikunni lauk. Við ítarlega athugun Neytendastofu kom í ljós að einungis var hægt að finna dekk á mun lægri afslætti og þá iðulega einungis á fimm prósent afslætti. Athugun Neytendastofu leiddi í ljós að engin dekk voru fáanleg á auglýstum 70 prósent afslætti. Gerir Neytendastofa einnig athugasemd við að auglýst hafi verið að tilboðið stæði aðeins í takmarkaðan tíma þar sem sú var ekki raunin. Þá notaði félagið orðið „gámatilboð“ án þess að um tilboð eða raunverulega verðlækkun hafi verið að ræða. „Í svörum félagsins kom fram að félagið hafni því að hafa brotið gegn ákvæðum laga þar sem að á meðan Cyber Monday stóð hafi verið veittur 70% afsláttur af völdum dekkjum. Þá hafi einnig verið ákveðið að hækka afslætti enn frekar eftir að Cyber Monday lauk og hækkaði því afsláttur af dekkjum í svokölluðu „gámatilboði“ úr 5% í 15%. Að lokum tiltók félagið að mikið hafi selst af dekkjum á afslætti umrædda daga en því miður ekki sú stærð sem boðin hafi verið á hæsta afslættinum, þ.e. 70%, og því séu ekki til sölukvittanir vegna slíkra viðskipta,“ segir í tilkynningu á vef Neytendastofu um ákvörðunina. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að félagið hafi ekki sýnt fram á að nokkur dekk hafi verið með 70 prósent afslætti á því tímabili sem um ræddi. Þá var notkun orðsins „gámatilboð“ villandi þar sem ekki var um raunverulegt tilboð að ræða. Að lokum komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsing við lok Cyberviku, sem staðhæfði ranglega að einungis nokkrir klukkutímar væru til stefnu til að nýta sér fyrirliggjandi tilboð, teldist óréttmætir viðskiptahættir. Því var dekk1.is bannað að viðhafa þessa viðskiptahætti og sektað um 200 þúsund krónur. Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira