„Þetta er risastór varsla“ Jón Már Ferro skrifar 17. apríl 2023 14:31 Sindri varði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti í leik FH og Stjörnunnar. vísir/Hulda Margrét Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður FH, varði vítaspyrnu Jóhanns Árna Gunnarssonar í 1-0 sigri FH gegn Stjörnunni á sunnudaginn. Þegar Sindri varði boltann var hann kominn langt út úr markinu og leit út fyrir að hafa verið kominn af línunni þegar Jóhann tók spyrnuna. Við nánari athugun var annar fóturinn enn þá á línunni og markvarslan því lögleg. „Sindri er enn þá, skal ég segja ykkur, eftir að hafa skoðað þetta ramma fyrir ramma, enn þá á línunni þegar spyrnt er í boltann, sem að gerir þetta fullkomlega löglegt hjá Sindra og FH,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar. Kjartan Henry lítur út fyrir að vera sáttur með markmann sinn í leikslok.vísir/Hulda Margrét Stjarnan fékk vítaspyrnuna eftir að Sindri Kristinn gaf lélega sendingu inn á miðjuna. Guðmundur Kristjánsson náði boltanum á undan Loga Hrafni, keyrði inn á teiginn, gaf boltann á Ísak Andra sem sótti vítaspyrnuna þegar Eggert Gunnþór Jónsson braut klaufalega af sér. „Þarna var Stjarnan búið að vera mun betri aðilinn, allt móment með þeim,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Sindri knúsar varamanninn Gyrði Hrafn Guðbrandsson.vísir/hulda margrét „Hann tekur eitthvað risaskref fram. Þetta er ákveðin tækni. Ég labbaði þarna og það voru einhverjir að spyrja mig og ég sagði já, já hann var kominn langt út af línunni,“ sagði Baldur. FH-ingar áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik en Stjarnan náði ekki að nýta sér það. „Þetta var rosalega mikilvægt fyrir hann eftir leikinn við Fram, fékk smá gagnrýni eftir vítið sem hann gaf. Þetta er risastór varsla," sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur þáttarins. Klippa: Stúkan: Markvarsla Sindra Kristins FH Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-0 | Vuk Oskar hetjan þegar FH sigraði Stjörnuna FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. 15. apríl 2023 17:58 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Sjá meira
Þegar Sindri varði boltann var hann kominn langt út úr markinu og leit út fyrir að hafa verið kominn af línunni þegar Jóhann tók spyrnuna. Við nánari athugun var annar fóturinn enn þá á línunni og markvarslan því lögleg. „Sindri er enn þá, skal ég segja ykkur, eftir að hafa skoðað þetta ramma fyrir ramma, enn þá á línunni þegar spyrnt er í boltann, sem að gerir þetta fullkomlega löglegt hjá Sindra og FH,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar. Kjartan Henry lítur út fyrir að vera sáttur með markmann sinn í leikslok.vísir/Hulda Margrét Stjarnan fékk vítaspyrnuna eftir að Sindri Kristinn gaf lélega sendingu inn á miðjuna. Guðmundur Kristjánsson náði boltanum á undan Loga Hrafni, keyrði inn á teiginn, gaf boltann á Ísak Andra sem sótti vítaspyrnuna þegar Eggert Gunnþór Jónsson braut klaufalega af sér. „Þarna var Stjarnan búið að vera mun betri aðilinn, allt móment með þeim,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Sindri knúsar varamanninn Gyrði Hrafn Guðbrandsson.vísir/hulda margrét „Hann tekur eitthvað risaskref fram. Þetta er ákveðin tækni. Ég labbaði þarna og það voru einhverjir að spyrja mig og ég sagði já, já hann var kominn langt út af línunni,“ sagði Baldur. FH-ingar áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik en Stjarnan náði ekki að nýta sér það. „Þetta var rosalega mikilvægt fyrir hann eftir leikinn við Fram, fékk smá gagnrýni eftir vítið sem hann gaf. Þetta er risastór varsla," sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur þáttarins. Klippa: Stúkan: Markvarsla Sindra Kristins
FH Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-0 | Vuk Oskar hetjan þegar FH sigraði Stjörnuna FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. 15. apríl 2023 17:58 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-0 | Vuk Oskar hetjan þegar FH sigraði Stjörnuna FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. 15. apríl 2023 17:58