Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 12:11 Enginn hefur leitt þingflokk repúblikana í öldungadeildinni jafnlengi og Mitch McConnell. Hann tekur aftur sæti á þingi í dag eftir nokkurra vikna veikindaleyfi. AP/J. Scott Applewhite Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. AP-fréttastofan segir að McConnell, sem er 81 árs gamall, verði kominn á fullt aftur í öldungadeildinni í þessari viku. Hann hefur dvalið á heimili sínu í Kentucky og safnað kröftum eftir fallið undanfarnar vikur. Auk höfuðáverkans braut þingmaðurinn rifbein. Í nógu verður að snúast fyrir McConnell á þingi en það verður að ná samkomulagi um að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs til að koma í veg fyrir greiðsluþrot á næstu vikum. Öldungadeild þingsins hefur áorkað litlu undanfarin ár þar sem þingsköp gera flokknum í minnihluta kleift að stöðva flest mál nema að aukinn meirihluti sé fyrir þeim. Fjarvist McConnell og tveggja þingmanna demókrata, Dianne Feinstein og John Fetterman, hafa enn hægt á störfum deildarinnar upp á síðkastið, að sögn AP-fréttastofunnar. Þurfa hjálp repúblikana til að skipta Feinstein út tímabundið McConnell þarf nú meðal annars að taka ákvörðun um hvort hann hjálpi demókrötum að skipta Feinstein út úr dómsmálanefnd deildarinnar. Feinstein, sem er 89 ára gömul, er enn að jafna sig af veikindum. Fjarvera hennar hefur þýtt að demókratar geta ekki staðfest dómaraefni sem Joe Biden forseti tilnefnir. Margir þeirra hafa hvatt Feinstein til að segja af sér en spurningar hafa lengi verið á lofti um andlega getu hennar til þess að sinna þingstörfum. Feinstein hefur óskað eftir að varamaður verði skipaður tímabundið í hennar stað. Sextíu þingmenn af hundrað þurfa að samþykkja slíka breytingu og því þurfa demókratar á hjálp repúblikana að halda. Þeir síðarnefndur hafa ekki tekið af tvímæli um hvort að þeir séu tilbúnir til þess. Fetterman kemur til starfa á þingi í dag. Hann lagðist sjálfviljugur inn á sjúkrahús til að fá meðferð við alvarlegu þunglyndi í febrúar. Læknar hans segja að hann sé nú á batavegi. Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi repúblikana laus úr endurhæfingu eftir fall Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er kominn heim til sín af endurhæfingarstöð eftir að hann fékk heilahristing þegar hann féll fyrr í þessum mánuði. Hann segist ætla mæta aftur í þingið bráðlega. 26. mars 2023 11:28 Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
AP-fréttastofan segir að McConnell, sem er 81 árs gamall, verði kominn á fullt aftur í öldungadeildinni í þessari viku. Hann hefur dvalið á heimili sínu í Kentucky og safnað kröftum eftir fallið undanfarnar vikur. Auk höfuðáverkans braut þingmaðurinn rifbein. Í nógu verður að snúast fyrir McConnell á þingi en það verður að ná samkomulagi um að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs til að koma í veg fyrir greiðsluþrot á næstu vikum. Öldungadeild þingsins hefur áorkað litlu undanfarin ár þar sem þingsköp gera flokknum í minnihluta kleift að stöðva flest mál nema að aukinn meirihluti sé fyrir þeim. Fjarvist McConnell og tveggja þingmanna demókrata, Dianne Feinstein og John Fetterman, hafa enn hægt á störfum deildarinnar upp á síðkastið, að sögn AP-fréttastofunnar. Þurfa hjálp repúblikana til að skipta Feinstein út tímabundið McConnell þarf nú meðal annars að taka ákvörðun um hvort hann hjálpi demókrötum að skipta Feinstein út úr dómsmálanefnd deildarinnar. Feinstein, sem er 89 ára gömul, er enn að jafna sig af veikindum. Fjarvera hennar hefur þýtt að demókratar geta ekki staðfest dómaraefni sem Joe Biden forseti tilnefnir. Margir þeirra hafa hvatt Feinstein til að segja af sér en spurningar hafa lengi verið á lofti um andlega getu hennar til þess að sinna þingstörfum. Feinstein hefur óskað eftir að varamaður verði skipaður tímabundið í hennar stað. Sextíu þingmenn af hundrað þurfa að samþykkja slíka breytingu og því þurfa demókratar á hjálp repúblikana að halda. Þeir síðarnefndur hafa ekki tekið af tvímæli um hvort að þeir séu tilbúnir til þess. Fetterman kemur til starfa á þingi í dag. Hann lagðist sjálfviljugur inn á sjúkrahús til að fá meðferð við alvarlegu þunglyndi í febrúar. Læknar hans segja að hann sé nú á batavegi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi repúblikana laus úr endurhæfingu eftir fall Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er kominn heim til sín af endurhæfingarstöð eftir að hann fékk heilahristing þegar hann féll fyrr í þessum mánuði. Hann segist ætla mæta aftur í þingið bráðlega. 26. mars 2023 11:28 Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Leiðtogi repúblikana laus úr endurhæfingu eftir fall Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er kominn heim til sín af endurhæfingarstöð eftir að hann fékk heilahristing þegar hann féll fyrr í þessum mánuði. Hann segist ætla mæta aftur í þingið bráðlega. 26. mars 2023 11:28
Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37