Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2023 13:35 Trausti Breiðfjörð Magnússon Aðsend Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. Eftir kaup franska fyrirtækisins Ardían á Mílu hf. af símanum óskaði stjórn Ljósleiðarans þann 24. október eftir því að eigendur staðfesti samþykkt stjórnar og hluthafafundar um hlutfjáraukningu til að tryggja samkeppni á fjarskiptamarkaði. Borgarráð skipaði um það sérstakan rýnihóp sem var falið að vinna umsögn fyrir ráðið um tillögu stjórnar Ljósleiðarans sem var kynnt á dögunum. Niðurstaða rýnihópsins er að aukið hlutafé sé bæði óhjákvæmilegt og æskilegt við núverandi aðstæður á markaði. Hópurinn leggur til að Orkuveita Reykjavíkur, sem eigandi Ljósleiðarans ehf, fái heimilt til að auka hlutafé Ljósleiðarans um allt að ellefu milljarða króna með útboði hlutafjár. Trausta Breiðfjörð Magnússyni, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, hugnast ekki þessi leiðangur. „Okkur finnst að Ljósleiðarinn eigi að vera í eigu almennings. Þetta eru grunninnviðir sem tryggja það að við höfum aðgang að interneti og eins og við höfum sagt þá þurfum við internetið til að gera nánast allt í daglegu lífi; skrá okkur inn á heimabankann, rafræn skilríki og að komast í samband við umheiminn og þannig mætti lengi telja. Það er mikil fákeppni á þessum markaði. Það er eitt annað fyrirtæki sem er þarna inni annar en Ljósleiðarinn og ef við förum að einkavæða Ljósleiðarann þá erum við að bjóða hættunni heim.“ Í bókun Pírata við málið segir að hlutafjárútboð sé sú leið sem best tryggi framtíð Ljósleiðarans og hlutverki hans. Hvorki komi til greina að selja Ljósleiðarann í heild, né að missa meirihlutastjórn í fyrirtækinu. Trausti telur að þetta skref opni á allsherjar einkavæðingu á fjarskiptainnviðum. „Þau segja það í umsögninni, meirihlutinn, að þau muni skoða það, ef til þess kemur að það verði önnur einkavæðing þá gæti Orkuveitan mögulega veitt þeim hlutafé en fyrst þau gerðu það ekki núna þá efast ég um að þau ætli að gera það næst. Miðað við fyrirætlanir þeirra þá gæti það alveg verið að þau hyggi á enn frekari einkavæðingu á næstu árum,“ segir Trausti. Hann segir Sósíalista í borginni ætla að láta í sér heyra. „Við viljum að Orkuveita Reykjavíkur veiti hlutafé. Við erum með fordæmi í dómi Hæstaréttar að Orkuveitunni sé heimilt að gera það. Við viljum líka beina því til ríkisvaldsins og löggjafans að fá undanþágu frá EES tilskipunum sem kveða á um að fjarskiptainnviðir verði að vera á svokölluðum samkeppnismarkaði. Það eru séríslenskar aðstæður. Hér eru fáir íbúar og þetta er lítið land. Svona innviðir ættu bara að vera í eigu almennings en ekki þannig gerður að það sé búin til einhver fölsuð samkeppni sem er í rauninni bara fákeppni og einokun.“ Hér er hægt að lesa nánast um umsögn rýnihóps borgarráðs um erindi Ljósleiðarans. Hér er hægt að lesa nánar um bókanir nokkurra flokka við málið. Borgarstjórn Reykjavík Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Síminn Tengdar fréttir Setja spurningarmerki við 5,5 milljarða króna arðgreiðslu OR Tveir stjórnarmenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur setja spurningarmerki við það að orkufyrirtækið greiði út 5,5 milljarða króna arð til eigenda á sama tíma og fjármagnskostnaður fer hækkandi og mikil óvissa ríkir í alþjóðahagkerfinu. Þá mun stjórnin þurfa að taka afstöðu til þess hvort Orkuveitan sé reiðubúin að leggja dótturfélaginu Ljósleiðaranum til aukið fjármagn við hækkun hlutafjár. 7. mars 2023 12:56 Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 2. janúar 2023 13:15 Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10 Salan á Mílu stóð tæpt eftir óvænt útspil Í byrjun september leit út fyrir að kaup franska sjóðastýringarfélagsins Ardian á Mílu, sem Samkeppniseftirlitið blessaði í síðustu viku eftir undirritun sáttar við Ardian, myndu renna út í sandinn. 19. september 2022 10:53 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Sjá meira
Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. Eftir kaup franska fyrirtækisins Ardían á Mílu hf. af símanum óskaði stjórn Ljósleiðarans þann 24. október eftir því að eigendur staðfesti samþykkt stjórnar og hluthafafundar um hlutfjáraukningu til að tryggja samkeppni á fjarskiptamarkaði. Borgarráð skipaði um það sérstakan rýnihóp sem var falið að vinna umsögn fyrir ráðið um tillögu stjórnar Ljósleiðarans sem var kynnt á dögunum. Niðurstaða rýnihópsins er að aukið hlutafé sé bæði óhjákvæmilegt og æskilegt við núverandi aðstæður á markaði. Hópurinn leggur til að Orkuveita Reykjavíkur, sem eigandi Ljósleiðarans ehf, fái heimilt til að auka hlutafé Ljósleiðarans um allt að ellefu milljarða króna með útboði hlutafjár. Trausta Breiðfjörð Magnússyni, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, hugnast ekki þessi leiðangur. „Okkur finnst að Ljósleiðarinn eigi að vera í eigu almennings. Þetta eru grunninnviðir sem tryggja það að við höfum aðgang að interneti og eins og við höfum sagt þá þurfum við internetið til að gera nánast allt í daglegu lífi; skrá okkur inn á heimabankann, rafræn skilríki og að komast í samband við umheiminn og þannig mætti lengi telja. Það er mikil fákeppni á þessum markaði. Það er eitt annað fyrirtæki sem er þarna inni annar en Ljósleiðarinn og ef við förum að einkavæða Ljósleiðarann þá erum við að bjóða hættunni heim.“ Í bókun Pírata við málið segir að hlutafjárútboð sé sú leið sem best tryggi framtíð Ljósleiðarans og hlutverki hans. Hvorki komi til greina að selja Ljósleiðarann í heild, né að missa meirihlutastjórn í fyrirtækinu. Trausti telur að þetta skref opni á allsherjar einkavæðingu á fjarskiptainnviðum. „Þau segja það í umsögninni, meirihlutinn, að þau muni skoða það, ef til þess kemur að það verði önnur einkavæðing þá gæti Orkuveitan mögulega veitt þeim hlutafé en fyrst þau gerðu það ekki núna þá efast ég um að þau ætli að gera það næst. Miðað við fyrirætlanir þeirra þá gæti það alveg verið að þau hyggi á enn frekari einkavæðingu á næstu árum,“ segir Trausti. Hann segir Sósíalista í borginni ætla að láta í sér heyra. „Við viljum að Orkuveita Reykjavíkur veiti hlutafé. Við erum með fordæmi í dómi Hæstaréttar að Orkuveitunni sé heimilt að gera það. Við viljum líka beina því til ríkisvaldsins og löggjafans að fá undanþágu frá EES tilskipunum sem kveða á um að fjarskiptainnviðir verði að vera á svokölluðum samkeppnismarkaði. Það eru séríslenskar aðstæður. Hér eru fáir íbúar og þetta er lítið land. Svona innviðir ættu bara að vera í eigu almennings en ekki þannig gerður að það sé búin til einhver fölsuð samkeppni sem er í rauninni bara fákeppni og einokun.“ Hér er hægt að lesa nánast um umsögn rýnihóps borgarráðs um erindi Ljósleiðarans. Hér er hægt að lesa nánar um bókanir nokkurra flokka við málið.
Borgarstjórn Reykjavík Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Síminn Tengdar fréttir Setja spurningarmerki við 5,5 milljarða króna arðgreiðslu OR Tveir stjórnarmenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur setja spurningarmerki við það að orkufyrirtækið greiði út 5,5 milljarða króna arð til eigenda á sama tíma og fjármagnskostnaður fer hækkandi og mikil óvissa ríkir í alþjóðahagkerfinu. Þá mun stjórnin þurfa að taka afstöðu til þess hvort Orkuveitan sé reiðubúin að leggja dótturfélaginu Ljósleiðaranum til aukið fjármagn við hækkun hlutafjár. 7. mars 2023 12:56 Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 2. janúar 2023 13:15 Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10 Salan á Mílu stóð tæpt eftir óvænt útspil Í byrjun september leit út fyrir að kaup franska sjóðastýringarfélagsins Ardian á Mílu, sem Samkeppniseftirlitið blessaði í síðustu viku eftir undirritun sáttar við Ardian, myndu renna út í sandinn. 19. september 2022 10:53 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Sjá meira
Setja spurningarmerki við 5,5 milljarða króna arðgreiðslu OR Tveir stjórnarmenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur setja spurningarmerki við það að orkufyrirtækið greiði út 5,5 milljarða króna arð til eigenda á sama tíma og fjármagnskostnaður fer hækkandi og mikil óvissa ríkir í alþjóðahagkerfinu. Þá mun stjórnin þurfa að taka afstöðu til þess hvort Orkuveitan sé reiðubúin að leggja dótturfélaginu Ljósleiðaranum til aukið fjármagn við hækkun hlutafjár. 7. mars 2023 12:56
Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 2. janúar 2023 13:15
Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10
Salan á Mílu stóð tæpt eftir óvænt útspil Í byrjun september leit út fyrir að kaup franska sjóðastýringarfélagsins Ardian á Mílu, sem Samkeppniseftirlitið blessaði í síðustu viku eftir undirritun sáttar við Ardian, myndu renna út í sandinn. 19. september 2022 10:53