Blinken sagði uppákomuna „óábyrga“ og ræddi í síma við bæði Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtoga uppreisnarsveita RFS, og Abdel Fatah al-Burhan, yfirmann herja Súdan, og varaði þá við því að það væri fullkomlega óásættanlegt að setja Bandaríkjamenn í hættu.
Spennan er mikil í landinu og í aðskildu atviki varð sendiherra Evrópusambandsins, Aidan O'Hara, fyrir árás á heimili sínu í höfuðborginni Khartoum. Hann er ekki talinn hafa særst alvarlega.
Sendinefnd Evrópusambandsins í Khartoum hefur ekki verið flutt úr landi enn sem komið er hið minnsta, en Josep Borrell yfirmaður utanríkismála hjá ESB segir öryggi starfsliðsins í fyrirrúmi.
Um 185 liggja í valnum og tæplega 2.000 eru sárir eftir átök síðustu daga og hafa verið gerðar loftárásir á svæði í höfuðborginni.