Óttuðust að eitrað yrði fyrir þeim Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2023 11:00 Ruud Gullit og Diego Maradona takast á. Getty/Allsport UK /Allsport Undanúrslitaeinvígi AC Milan og Napoli minnir um margt á harða baráttu liðanna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ruud Gullit rifjar upp ferðalag AC Milan til Napoli er liðin kepptust um ítalska meistaratitilinn við Diego Maradona og félaga. AC Milan vann fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í síðustu viku, 1-0, og fer því með nauma forystu til Napoli í kvöld. Leikur kvöldsins verður sá þriðji hjá liðunum í þessum mánuði en AC Milan vann magnaðan 4-0 sigur á Napoli, sem leiðir ítölsku deildina, í deildarleik fyrr í apríl. Ítalskir miðlar segja þetta minna á harða baráttu liðanna fyrir rúmum þremur áratugum þegar þau kepptu um ítalska titilinn ár eftir ár. Ruud Gullit rifjaði upp ferðalag AC-manna til Napoli í maí 1988 í heimildamynd um þjálfara liðsins Arrigo Sacchi. Ítalski meistaratitillinn var undir í þeim leik. „Ég man vel eftir því að við flugum með tveimur einkaflugvélum til Napoli og ég skildi ekki af hverju. Það var algjört ófremdarástand þegar við mættum á hótelið, við vorum á efstu hæð og það var mannhaf fyrir neðan okkur sem öskraði hástöfum að okkur,“ segir Gullit. „Þá áttaði ég mig á því að aukaflugvélin var full af öryggisgæslumönnum, þar sem enginn í Napoli mátti snerta matinn okkar. Það var töluverð hræðsla um að þeir myndu setja eitthvað í matinn, svo við vorum einir á efstu hæðinni og enginn mátti koma þar upp. Kokkurinn okkar, Michele, eldaði matinn og öryggisgæslumennirnir færðu okkur matinn,“ „Aðdáendur Napoli öskruðu fyrir utan hótelið okkar alla nóttina til að halda fyrir okkur vöku. Þá var liðsrútan okkar grýtt á leikdag, þetta var mikið ævintýri, ég trúði þessu varla,“ segir Gullit. AC Milan vann þann leik 3-2 og vann ítalska meistaratitilinn árið 1988. Leikmenn AC Milan mættu til Napoli í gær og líklegt þykir að svipuð læti hafi fylgt við þeirra hótel í nótt. Flugeldar eru þó vinsælli til slíks þessi dægrin. Þá er ólíklegt að álíka öryggisgæslu þurfi vegna matseldar fyrir leikmenn liðsins þessa dagana. Napoli og AC Milan mætast í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefja Kjartan Atli Kjartansson og félagar upphitun klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
AC Milan vann fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í síðustu viku, 1-0, og fer því með nauma forystu til Napoli í kvöld. Leikur kvöldsins verður sá þriðji hjá liðunum í þessum mánuði en AC Milan vann magnaðan 4-0 sigur á Napoli, sem leiðir ítölsku deildina, í deildarleik fyrr í apríl. Ítalskir miðlar segja þetta minna á harða baráttu liðanna fyrir rúmum þremur áratugum þegar þau kepptu um ítalska titilinn ár eftir ár. Ruud Gullit rifjaði upp ferðalag AC-manna til Napoli í maí 1988 í heimildamynd um þjálfara liðsins Arrigo Sacchi. Ítalski meistaratitillinn var undir í þeim leik. „Ég man vel eftir því að við flugum með tveimur einkaflugvélum til Napoli og ég skildi ekki af hverju. Það var algjört ófremdarástand þegar við mættum á hótelið, við vorum á efstu hæð og það var mannhaf fyrir neðan okkur sem öskraði hástöfum að okkur,“ segir Gullit. „Þá áttaði ég mig á því að aukaflugvélin var full af öryggisgæslumönnum, þar sem enginn í Napoli mátti snerta matinn okkar. Það var töluverð hræðsla um að þeir myndu setja eitthvað í matinn, svo við vorum einir á efstu hæðinni og enginn mátti koma þar upp. Kokkurinn okkar, Michele, eldaði matinn og öryggisgæslumennirnir færðu okkur matinn,“ „Aðdáendur Napoli öskruðu fyrir utan hótelið okkar alla nóttina til að halda fyrir okkur vöku. Þá var liðsrútan okkar grýtt á leikdag, þetta var mikið ævintýri, ég trúði þessu varla,“ segir Gullit. AC Milan vann þann leik 3-2 og vann ítalska meistaratitilinn árið 1988. Leikmenn AC Milan mættu til Napoli í gær og líklegt þykir að svipuð læti hafi fylgt við þeirra hótel í nótt. Flugeldar eru þó vinsælli til slíks þessi dægrin. Þá er ólíklegt að álíka öryggisgæslu þurfi vegna matseldar fyrir leikmenn liðsins þessa dagana. Napoli og AC Milan mætast í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefja Kjartan Atli Kjartansson og félagar upphitun klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira