Kjarnorkuknúnir kafbátar nærri Helguvík Sunna Sæmundsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 18. apríl 2023 12:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins verður heimilt að hafa viðkomu við Ísland og von er á fyrsta kafbátnum á næstunni. Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að þeir megi ekki bera kjarnorkuvopn innan íslenskrar landhelgi. Utanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun en að loknum ríkisstjórnarfundi í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, þetta auka öryggi neðansjávarinnviða líkt og sæstrengja í kringum Ísland. Ákvörðunin snúist þó ekki einungis um öryggi okkar heldur skuldbindingar gagnvart Atlantshafsbandalaginu og vörnum á Norður-Atlantshafi. „Þetta eykur getu þeirra til að stunda eftirlit án þess að þurfa að sigla til Noregs og til baka, sem tekur nokkra daga, og þá um leið missa yfirsýn yfir svæðið,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við erum einfaldlega á þeim tímum að þetta er mikilvægt og við höfum vandað þennan undirbúning gríðarlega. Þetta er búið að vera í vinnslu í heilt ár og við höfum verið í þéttum upplýsingaskiptum og farið í vettvangsferð annað til að kanna þetta. Þetta er auðvitað framkvæmd sem hefur verið stunduð í Noregi um áratuga skeið.“ Er einhver ástæða fyrir því að þeir koma ekki að höfn? „Það er stærra skref að þeir komi að höfn og við erum ekki með innviði til að þeir geti það. Það þyrfti að laga viðlegukanta og annað slíkt. Þetta dugir til að gera það sem þarf, að þeir fái þá þjónustu sem þeir þurfa hverju sinni. Hvort sem það er til að sækja varning eða skipta um áhöfn án þess að þurfa að fara í nokkurra daga siglingu.“ Þórdís segir að þetta muni eiga sér stað utan við Reykjanes, eða Helguvík nánar tiltekið. Ekki liggur fyrir hversu margar heimsóknirnar verða en þó líklega nokkrar á ári. Samkomulagið er til framtíðar en óska þarf eftir leyfi til að koma nærri landi í hvert skipti. Landhelgisgæslan muni í samstarfi við aðra aðila sjá um að koma vistum til þeirra. Treysta því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að virða þurfi ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum. Aðspurð hvaða tryggingu stjórnvöld hafi fyrir því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn segir hún það byggja á trausti. „Við byggjum það á traustum samskiptum við bandarísk stjórnvöld. Það eru ekki kjarnavopn innan þessara báta, þessar tegundir eru þannig. Við erum með skýrar yfirlýsingar og skýra stefnu sem móttekið er að Bandaríkjamenn virði. Noregur er með sambærilega stefnu og það hefur gengið vandræðalaust fyrir sig um áratuga skeið,“ segir Þórdís Kolbrún. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjarnorka Utanríkismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Utanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun en að loknum ríkisstjórnarfundi í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, þetta auka öryggi neðansjávarinnviða líkt og sæstrengja í kringum Ísland. Ákvörðunin snúist þó ekki einungis um öryggi okkar heldur skuldbindingar gagnvart Atlantshafsbandalaginu og vörnum á Norður-Atlantshafi. „Þetta eykur getu þeirra til að stunda eftirlit án þess að þurfa að sigla til Noregs og til baka, sem tekur nokkra daga, og þá um leið missa yfirsýn yfir svæðið,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við erum einfaldlega á þeim tímum að þetta er mikilvægt og við höfum vandað þennan undirbúning gríðarlega. Þetta er búið að vera í vinnslu í heilt ár og við höfum verið í þéttum upplýsingaskiptum og farið í vettvangsferð annað til að kanna þetta. Þetta er auðvitað framkvæmd sem hefur verið stunduð í Noregi um áratuga skeið.“ Er einhver ástæða fyrir því að þeir koma ekki að höfn? „Það er stærra skref að þeir komi að höfn og við erum ekki með innviði til að þeir geti það. Það þyrfti að laga viðlegukanta og annað slíkt. Þetta dugir til að gera það sem þarf, að þeir fái þá þjónustu sem þeir þurfa hverju sinni. Hvort sem það er til að sækja varning eða skipta um áhöfn án þess að þurfa að fara í nokkurra daga siglingu.“ Þórdís segir að þetta muni eiga sér stað utan við Reykjanes, eða Helguvík nánar tiltekið. Ekki liggur fyrir hversu margar heimsóknirnar verða en þó líklega nokkrar á ári. Samkomulagið er til framtíðar en óska þarf eftir leyfi til að koma nærri landi í hvert skipti. Landhelgisgæslan muni í samstarfi við aðra aðila sjá um að koma vistum til þeirra. Treysta því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að virða þurfi ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum. Aðspurð hvaða tryggingu stjórnvöld hafi fyrir því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn segir hún það byggja á trausti. „Við byggjum það á traustum samskiptum við bandarísk stjórnvöld. Það eru ekki kjarnavopn innan þessara báta, þessar tegundir eru þannig. Við erum með skýrar yfirlýsingar og skýra stefnu sem móttekið er að Bandaríkjamenn virði. Noregur er með sambærilega stefnu og það hefur gengið vandræðalaust fyrir sig um áratuga skeið,“ segir Þórdís Kolbrún.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjarnorka Utanríkismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira