Byltingarsinnaðir fjárfestar veðja á nýjan leik CCP: „Heimsyfirráð eða dauði“ á nýjan leik Snorri Másson skrifar 20. apríl 2023 09:00 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, á tveggja áratuga starf að baki hjá fyrirtækinu, en lítur svo á að hann sé rétt að byrja. Þróun er hafin á nýjum tölvuleik, sem gerist í sama umhverfi og EVE Online, en þar sem fjármálakerfið verður byggt á bálkakeðjutækni. Peningarnir verða með öðrum orðum í sömu mynd og Bitcoin. „Við erum alveg á brúninni með því að vera of snemma að gera þetta,“ segir Hilmar Veigar í samtali við Ísland í dag. Stefnan er að hanna „nýja upplifun, byggða ofan á þessari bálkakeðjusýn sem gengur út á að kerfið sé ekki miðstýrt, heldur að það sé valddreifing til stærri hóps.“ Hilmar lýsir nýja verkefninu svona: „Ef við segjum að EVE Online væri Róm, þá ætlum við núna að fara að byggja New York.“ Um leið verður hagkerfið í nýju borginni þannig að hægt verður að flytja rafmyntina út úr leiknum, með öðrum orðum verður hagkerfið laust við gjaldeyrishöft - breyta sem Íslendingar þekkja af eigin raun. Hilmar Veigar Pétursson hóf ferilinn hjá OZ en hefur verið forstjóri CCP Games frá 2004. Á næsta ári er stærsti tölvuleikur fyrirtækisins EVE Online 20 ára og aldrei verið betri tími til að fara af stað með glænýjan leik. Verkefnið er risavaxið en er framkvæmt aðskilið frá grunnstarfsemi fyrirtækisins, sem felst einkum í að reka EVE Online.Vísir/Sigurjón Að nota Bitcoin-tækni sem grundvöll fjármálakerfis í tölvuleik er nýstárlegt og um leið umdeilt. En Hilmar Veigar segir allar tækninýjungar umdeildar framan af. „Þetta er alveg heimsyfirráð-eða-dauði-stemningin aftur. Það er tvímælalaust þannig. Þegar við vorum að gera EVE Online í upphafi að það hafði nú enginn trú á því að við gætum gert þetta. Stundum ekki einu sinni við sjálf,“ segir Hilmar Veigar. „En það tókst og hér erum við eftir allt það. Nú er búið að spenna bogann enn þá meira. Nú á ekki bara að búa til hagkerfi í höftum heldur opið hagkerfi, sem hefur áhrif á allt í kringum sig. Nú er bara að bretta upp ermarnar til að koma því í gang.“ Umdeildir en gífurlega umsvifamiklir fjárfestar Fjárfestinguna í þessu verkefni CCP leiðir vísisjóður í eigu bandaríska fjárfestingafyrirtækisins Andreessen Horowitz, sem er í meirihlutaeigu tæknifrömuðanna Marc Andreesseen og Ben Horowitz. Líkt og fjallað er um í innslaginu að ofan hefur Marc Andreessen um árabil talað máli rafmynta og bálkakeðjutækni af nokkrum þrótti. „Ég held að þeir hafi innsæi í að þegar hlutir komast á hreyfingu, þá er gott að vera snemma með,“ segir Hilmar Veigar, sem hefur haft nokkur kynni af fjárfestunum, einkum Marc Andreessen. Málflutningur Marc Andreessen er ekki orðin tóm heldur er fyrirtæki hans orðið á meðal allra umsvifamestu fjárfesta heims á sviði rafmynta. Andreessen er til að mynda stjórnarformaður fyrirtækisins Coinbase, sem veitir fjárhirsluþjónustu með rafmyntir. Andreessen er þó engu síðri risi á sviði hefðbundnari tæknifjárfestinga. Andreessen stofnaði Netscape fyrir aldamót sem var á sínum tíma mest notaði vafri heims og frá því að hann var seldur hefur Andreessen fjárfest í óteljandi verkefnum í tæknitengdri nýsköpun. Hann sat í stjórn eBay frá 2008-2014, í stjórn Hewlett-Packard frá 2009-2015 og loks er hann þaulsetnasti stjórnarmaður í stjórn Facebook, sem nú heitir Meta, en þar hefur hann haft sæti frá 2008. Áhersla Marc Andreessen á þetta sem kallað er þriðji vefurinn, web3, bálkakeðjutækni og ómiðstýrð tölvutækni má segja að hafi komist nálægt því að koma honum í vandræði á síðari árum. Business Insider fjallaði um það fyrir um það bil ári að sæti Andreessen í stjórn Facebook kynni að vera í hættu vegna umfangsmikilla fjárfestinga hans á þessu bálkakeðjusviði og jafnvel fjárfestinga í verkefnum sem væru í raun í beinni samkeppni við verkefni á vegum Facebook. Facebook er líka að keppast við að koma sér upp bálkakeðjuinnviðum. Tækni Nýsköpun Fjártækni Rafmyntir Tengdar fréttir CCP tryggir sér 5,6 milljarða fyrir bálkakeðjuleik Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CCP hafa tryggt félaginu 5,6 milljarða króna í fjármögnun vegna þróunar nýs tölvuleiks sem byggir á bálkakeðjutækni (e. Blockchain). Þróun leiksins er þegar hafinn í höfuðstöðvum CCP í Reykjavík. 21. mars 2023 14:34 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Við erum alveg á brúninni með því að vera of snemma að gera þetta,“ segir Hilmar Veigar í samtali við Ísland í dag. Stefnan er að hanna „nýja upplifun, byggða ofan á þessari bálkakeðjusýn sem gengur út á að kerfið sé ekki miðstýrt, heldur að það sé valddreifing til stærri hóps.“ Hilmar lýsir nýja verkefninu svona: „Ef við segjum að EVE Online væri Róm, þá ætlum við núna að fara að byggja New York.“ Um leið verður hagkerfið í nýju borginni þannig að hægt verður að flytja rafmyntina út úr leiknum, með öðrum orðum verður hagkerfið laust við gjaldeyrishöft - breyta sem Íslendingar þekkja af eigin raun. Hilmar Veigar Pétursson hóf ferilinn hjá OZ en hefur verið forstjóri CCP Games frá 2004. Á næsta ári er stærsti tölvuleikur fyrirtækisins EVE Online 20 ára og aldrei verið betri tími til að fara af stað með glænýjan leik. Verkefnið er risavaxið en er framkvæmt aðskilið frá grunnstarfsemi fyrirtækisins, sem felst einkum í að reka EVE Online.Vísir/Sigurjón Að nota Bitcoin-tækni sem grundvöll fjármálakerfis í tölvuleik er nýstárlegt og um leið umdeilt. En Hilmar Veigar segir allar tækninýjungar umdeildar framan af. „Þetta er alveg heimsyfirráð-eða-dauði-stemningin aftur. Það er tvímælalaust þannig. Þegar við vorum að gera EVE Online í upphafi að það hafði nú enginn trú á því að við gætum gert þetta. Stundum ekki einu sinni við sjálf,“ segir Hilmar Veigar. „En það tókst og hér erum við eftir allt það. Nú er búið að spenna bogann enn þá meira. Nú á ekki bara að búa til hagkerfi í höftum heldur opið hagkerfi, sem hefur áhrif á allt í kringum sig. Nú er bara að bretta upp ermarnar til að koma því í gang.“ Umdeildir en gífurlega umsvifamiklir fjárfestar Fjárfestinguna í þessu verkefni CCP leiðir vísisjóður í eigu bandaríska fjárfestingafyrirtækisins Andreessen Horowitz, sem er í meirihlutaeigu tæknifrömuðanna Marc Andreesseen og Ben Horowitz. Líkt og fjallað er um í innslaginu að ofan hefur Marc Andreessen um árabil talað máli rafmynta og bálkakeðjutækni af nokkrum þrótti. „Ég held að þeir hafi innsæi í að þegar hlutir komast á hreyfingu, þá er gott að vera snemma með,“ segir Hilmar Veigar, sem hefur haft nokkur kynni af fjárfestunum, einkum Marc Andreessen. Málflutningur Marc Andreessen er ekki orðin tóm heldur er fyrirtæki hans orðið á meðal allra umsvifamestu fjárfesta heims á sviði rafmynta. Andreessen er til að mynda stjórnarformaður fyrirtækisins Coinbase, sem veitir fjárhirsluþjónustu með rafmyntir. Andreessen er þó engu síðri risi á sviði hefðbundnari tæknifjárfestinga. Andreessen stofnaði Netscape fyrir aldamót sem var á sínum tíma mest notaði vafri heims og frá því að hann var seldur hefur Andreessen fjárfest í óteljandi verkefnum í tæknitengdri nýsköpun. Hann sat í stjórn eBay frá 2008-2014, í stjórn Hewlett-Packard frá 2009-2015 og loks er hann þaulsetnasti stjórnarmaður í stjórn Facebook, sem nú heitir Meta, en þar hefur hann haft sæti frá 2008. Áhersla Marc Andreessen á þetta sem kallað er þriðji vefurinn, web3, bálkakeðjutækni og ómiðstýrð tölvutækni má segja að hafi komist nálægt því að koma honum í vandræði á síðari árum. Business Insider fjallaði um það fyrir um það bil ári að sæti Andreessen í stjórn Facebook kynni að vera í hættu vegna umfangsmikilla fjárfestinga hans á þessu bálkakeðjusviði og jafnvel fjárfestinga í verkefnum sem væru í raun í beinni samkeppni við verkefni á vegum Facebook. Facebook er líka að keppast við að koma sér upp bálkakeðjuinnviðum.
Tækni Nýsköpun Fjártækni Rafmyntir Tengdar fréttir CCP tryggir sér 5,6 milljarða fyrir bálkakeðjuleik Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CCP hafa tryggt félaginu 5,6 milljarða króna í fjármögnun vegna þróunar nýs tölvuleiks sem byggir á bálkakeðjutækni (e. Blockchain). Þróun leiksins er þegar hafinn í höfuðstöðvum CCP í Reykjavík. 21. mars 2023 14:34 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
CCP tryggir sér 5,6 milljarða fyrir bálkakeðjuleik Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CCP hafa tryggt félaginu 5,6 milljarða króna í fjármögnun vegna þróunar nýs tölvuleiks sem byggir á bálkakeðjutækni (e. Blockchain). Þróun leiksins er þegar hafinn í höfuðstöðvum CCP í Reykjavík. 21. mars 2023 14:34