Þessu greinir lögreglan á höfuðborgarsvæði frá á Facebook. Atvikið átti sér stað við Víkingsheimilið í Reykjavík í kvöld.
„Vespan sem um ræðir er svört að lit, sem pilturinn fékk nýverið í fermingargjöf. Drengirnir tveir sem grunaðir eru um ránið var lýst á þann veg að þeir væri 16-17 ára gamlir, ca. 178 á hæð. Þeir hafi verið svartklæddir í primaloft úlpum og talað ensku. Þeir hafi báðir haft stutt hár og svartar augabrúnir. Drengirnir voru á blárri Tango F1 vespu, þegar þeir komu að.“
Lögregla biður alla sem kunna að hafa upplýsingar um málið að senda þær á gudrun.jack@lrh.is.