Sigurði meinað að ræða efni bréfs sem hann þó hafði sent þinginu Jakob Bjarnar skrifar 24. apríl 2023 07:01 Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi telur afgreiðslu þingsins á Lindarhvolsmálinu með endemum en hann á erfitt með að sitja undir því að vegið sé að starfsheiðri hans og áskilur sér rétt til að bregðast við því. vísir/vilhelm Samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum og birtir nú má sjá að farnar hafa verið undarlegustu króka- og Krísuvíkurleiðir í stjórnsýslunni til að koma í veg fyrir að nokkuð í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol verði gert opinbert. Vísir birtir hér tvö bréf sem Sigurður Þórðarson skrifaði til þingsins. Annað er stílað á Steingrím J. Sigfússon þá forseta Alþingis en það má finna í tengdum skjölum hér neðar og er dagsett 17. febrúar 2021. Það hefur ekki komið fyrir augu almennings fyrr. Efni þess bréfs var Sigurði bannað að ræða á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar af ónefndum starfsmanni skrifstofu Alþingis. Bréfið gefur nokkra hugmynd um hvað er að finna í hinni forboðnu greinargerð sem Birgir Ármannsson forseti Alþingis hefur staðið í vegi fyrir að komi fyrir sjónir almennings. Um er að ræða frægt bréf sem Jóhann Óli Eiðsson þá blaðamaður á Viðskiptablaðinu hafði farið fram á að fá til afhendingar. Það hafði verið samþykkt en síðar var horfið frá þeirri ákvörðun. Þá má sjá hér neðar í heild sinni nýrra bréf sem Sigurður sendi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 24. nóvember 2022 eða fyrir fimm mánuðum. Þar skýrir Sigurður þá pattstöðu sem upp er komin eins og hún horfir við sér og sé óviðunandi. Hann vill vekja athygli nefndarinnar á þeirri tregðu sem verið hefur bæði á því að afhenda nefndinni og öðrum gögn og bréf, „sem tengjast starfi mínu sem setts ríkisendurskoðanda, vegna málefna Lindarhvols ehf. Þessi tregða hefur kallað á bréfaskipti og eftirrekstur af minni hálfu við forseta Alþingis og skrifstofu Alþingis frá í desember 2020 til september 2022.“ Áskilur sér rétt til að bregðast við ávirðingum Málið allt hefur reynst Sigurði þungbært. Hann er afar ósáttur við að vera í þeirri stöðu að geta varla svarað eftir þeim leiðum sem hann metur eðlilegar ýmsum ávirðingar sem hann telur sig hafa mátt sæta af hálfu Skúla Eggerts Þórðarsyni fyrrverandi ríkisendurskoðanda: Að ýmsar rangfærslur séu í greinargerð Sigurðar sem hugsanlega gætu skapað ríkinu bótaskyldu. Núverandi ríkisendurskoðandi hefur svo lagst eindregið á árar með þeim sem vilja ekki að greinargerðin líti dagsins ljós. Tveimur árum eftir að verkið var tekið úr höndum Sigurðar skilaði Skúli Eggert skýrslu þar sem fram kemur að starfsemi Lindarhvols hafi verið með miklum ágætum og ekkert við hana að athuga. Sigurður segir skýrslu Skúla Eggerts ekki í samræmi við það sem rannsóknir hans leiddu í ljós. Þetta kemur meðal annars fram í bréfinu sem Sigurður ritaði stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd fyrir hálfu ári. Þar bendir hann meðal annars á að nefndin hafi haft skýrslu um Lindarhvol til afgreiðslu í tvö og hálft ár. „Greinargerð mín sem setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., sem ég skilaði til forseta Alþingis í júlí 2018, hefur ekki verið afhent nefndinni. Á þessu tímabili hef ég þurft að sitja undir af hálfu ríkisendurskoðanda og stjórnenda Lindarhvols ehf. ávirðingum í minn garð vegna starfa minna sem setts ríkisendurskoðanda og vegið að faglegum starfsheiðri mínum.“ Sigurður lýkur bréfi sínu á að segja að verði enn dráttur á því að hann sem embættismaður Alþingis fái afgreiðslu Alþingis á greinargerð sinni um Lindarhvol ehf. muni hann huga að því hvernig rétt sé að bregðast við áðurnefndum ávirðingum í sinn garð. Staðföst varðstaða forseta um Lindarhvolsleynd Sigurður rannsakaði Lindarhvol í tvö ár, rannsókn hans kostaði skattgreiðendur 40 milljónir. Sigurður var á lokametrunum með rannsókn sína þegar Skúli, þá nýskipaður ríkisendurskoðandi tók málið úr höndum hans. Nú lítur allt út fyrir að ráðandi öfl vilji ekki að neitt sé gert með vinnu hans. Eins og margoft hefur komið fram hefur Birgir Ármannsson forseti Alþingis staðfastlega staðið í vegi fyrir því að greinargerð Sigurðar um Lindarhvol komi fyrir sjónir almennings. Þetta er þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að Birgi á þinginu um að birta greingargerðina. Þó fyrir liggi fjögur lögfræðiálit þar sem fram kemur að ekki einasta megi hann að birta greinargerðina heldur beri honum að gera það. Þorsteinn Sæmundsson fyrrverandi þingmaður, sem hefur látið málið til sín taka, hefur bent á þetta í grein sem hann birti á Vísi. Þó fyrir liggi að allir í forsætisnefnd vilji birta greinargerðina aðrir en Birgir. Birgir hefur vísað til þess sem fram hefur komið í umsögn úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þagnarskylda yfirtrompi rétt almenning til upplýsinga. Umboðsmann Alþingis rak í rogastans við þessi tíðindi, efndi til sérstakrar rannsóknar á þessu atriði og sendi stjórnvöldum eitraða pillu þegar hann lagði rannsókn málsins á hilluna: „Þá telur umboðsmaður að atvik málsins, og fleiri sem komið hafa til skoðunar hjá embættinu, bendi til þess að almennt kunni stjórnvöld að skorta fullnægjandi skilning á þeim reglum sem gilda um rétt almennings til aðgangs að vinnuskjölum svo og heimildum stjórnvalda til að birta þau umfram skyldu. Verður því tekið til skoðunar hvort ástæða sé til að fjalla um þetta atriði með almennum hætti.“ Tregðulögmál á öllum póstum Þannig er Lindarholsmálið orðið einstakt í því sem snýr að stjórnsýslu og þinginu og er þó þar af ýmsu að taka. Er málið komið í slíka flækju að Sigurður hefur neitað boði um að mæta fyrir opinn fund stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar af þeirri ástæðu að þar megi hann ekki tjá sig um nokkuð það sem máli skiptir. Ekki einu sinni bréfið sem hann ritaði Steingrími en það liggur nú fyrir hér í tengdum skjölum og ætti því ekki að teljast fyrirstaða öllu lengur. Í téðu bréfi má fá nokkra hugmynd um hvað má finna í greinargerð Sigurðar sem stjórnvöld móast við að birta. Svo sem athugasemdir við verðmat og ráðstöfun eigna sem Sigurður telur fulla ástæðu til að kanna betur. „Samhliða því að ég lauk störfum tók ég saman greinargerð um stöðu verksins og vakti sérstaka athygli á tilteknum atriðum, sem ég hafði ekki, þrátt fyrir beiðnir þar um, fengið upplýsingar og svör um. Meðal þessara atriða voru upplýsingar um verðmat og ráðstöfun tiltekinna eigna, sem ég taldi þörf á að kanna betur með tilliti til þess hvort þar hefði verið fylgt þeim reglum, sem fylgja átti samkvæmt samningnum, og því sem byggt hafði verið á af hálfu Alþingis og almennt gilda um ráðstöfun eigna ríkisins,“ segir í bréfi hans til nefndarinnar. Sigurður greinir frá því að eftir að Skúli Eggert hafði skilað sinni skýrslu í apríl 2020 var Sigurður boðaður á fund nefndarinnar. Hann gerði grein fyrir því í stórum dráttum að umfang og efnistök í greinargerð hans væru önnur en fram kæmu í skýrslu Ríkisendurskoðunar. En nefndin hefði hafði ekki fengið greinargerð hans til skoðunar þannig að tómt mál var um að tala. Þá greinir Sigurður frá því að með bréfi hans til forsætisnefndar Alþingis 17. febrúar 2021 hafi fylgt þrettán síðna samantekt hans með athugasemdum við fyrrnefnda skýrslu. Sem Sigurður taldi nauðsynlegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði til hliðsjónar við afgreiðslu skýrslunnar. Bannað að ræða efni bréfs sem hann þó hafði sent þinginu Það næsta sem gerðist var að Sigurður var boðaður á fjarfund nefndarinnar 19. ágúst 2021 þar sem fyrrnefnt bréf hans frá 17. febrúar 2021 var meðal annars til umfjöllunar. „Í upphafi fundarins kynnti formaður nefndarinnar þá ákvörðun skrifstofu Alþingis, að með bréf setts ríkisendurskoðanda frá 17. febrúar 2021 skyldi fara sem trúnaðarmál og að honum bæri að taka og meta sjálfur hvaða atriði í bréfinu væru háð trúnaði við umfjöllun hans á fundinum. Ég benti á, að efnið í bréfi mínu væri svar við skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem væri opinbert gagn, og því gæti ekki verið til staðar trúnaður á þeirri umfjöllun.“ Sigurður óskaði þá eftir því að sér yrðu kynnt yfir hvaða atriðum í bréfi hans ætti að hvíla leynd að mati skrifstofu Alþingis. Ekki fengust svör við því og ákvað Sigurður þá í framhaldinu að hann myndi ekki ræða efni bréfsins á fundinum. Það bréf liggur nú fyrir hér neðar í tengdum skjölum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020 hefur ekki verið afgreidd af Alþingi enn, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er í standandi vandræðum með málið allt og Sigurður segir að sér sé ekki kunnugt um að athugasemdir hans sem fram koma í nefndu bréfi frá febrúar 2021 hafi fengið áheyrn nefndarinnar. Alþingi 24. nóv. 2022 Móttekið 23. nóvember 2022 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Alþingi Íslendinga 101 Reykjavík. Ég veitti því athygli að "Greinargerð” mín sem setts ríkisendurskoðanda frá árinu 2018 um Lindarhvol ehf. var til umræðu á Alþingi 21. nóvember sl. undir liðnum fundarstjórn forseta. Þar kom fram m.a. af hálfu forseta Alþingis að álitamál væri hvort greinragerðin væri gagn sem lög um ríkisendurskoðanda gerðu ráð fyrir að væri afhent Alþingi Íslendinga af hálfu ríkisendurskoðanda og til birtingar og afgreiðslu. Þar sem mér er kunnugt um að skýrsla Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. er enn til afgreiðslu hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tel ég rétt að koma eftirfarandi á framfæri við nefndina um afstöðu mína til tilurðar og efnis greinargerðarinnar og um mikilvægi þess að nefndin fái þessa greinargerð mína sem setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf. til skoðunar við afgreiðslu sína á skýrslu Ríkisendurskoðunar. Tilgangur þessa bréfs míns til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis er að draga fram og vekja athygli nefndarinnar á þeirri tregðu, sem verið hefur bæði á því að afhenda nefndinni og öðrum gögn og bréf, sem tengjast starfi mínu sem setts ríkisendurskoðanda, vegna málefna Lindarhvols ehf. Þessi tregða hefur kallað á bréfaskipti og eftirrekstur af minni hálfu við forseta Alþingis og skrifstofu Alþingis frá í desember 2020 til september 2022. Nú eru liðin rúm fjögur ár frá því að ég var leystur frá embætti setts ríkisendurskoðanda til þess að annast endurskoðun og hafa tilgreint eftirlit með framkvæmd samnings milli fjármála- og efnahagsráðherra og Lindarhvols ehf. um umsýslu og fullnustu stöðugleikaeigna sem Seðlabanki Íslands tók á móti frá slitabúum fjármálafyrirtækja. Ég hafði þá sinnt því verkefni í um tvö ár. Samhliða því að ég lauk störfum tók ég saman greinargerð um stöðu verksins og vakti sérstaka athygli á tilteknum atriðum, sem ég hafði ekki, þrátt fyrir beiðnir þar um, fengið upplýsingar og svör um. Meðal þessara atriða voru upplýsingar um verðmat og ráðstöfun tiltekinna eigna, sem ég taldi þörf á að kanna betur með tilliti til þess hvort þar hefði verið fylgt þeim reglum, sem fylgja átti samkvæmt samningnum, og því sem byggt hafði verið á af hálfu Alþingis og almennt gilda um ráðstöfun eigna ríkisins. Þetta verkefni tók ég að mér og sinnti sem settur embættismaður Alþingis og við lok þess starfs taldi ég tilefni til að gera Alþingi grein fyrir stöðu verksins og þá m.a. hvaða atriði gæfu tilefni til frekari upplýsingaöflunar og mats á því hvort rétt hefði verið staðið að málum. Ef þeir, sem tóku síðar við þessu verkefni sem ríkisendurskoðandi og starfsmenn Ríkisendurskoðunar, eða stjórnendur Lindarhvols ehf., töldu ekki tilefni til að hirða frekar um þau efnisatriði, svo sem mat á verðmæti eigna og söluverð, sem ég hafði vakið máls á, var það auðvitað þeirra að færa rök fyrir sinni niðurstöðu gagnvart Alþingi. Það er svo Alþingis að taka afstöðu til þess hvort það lætur þær niðurstöður og mat standa eða hvort önnur gögn, þ.m.t. sú greinargerð, sem ég tók saman, og önnur gögn, sem fram hafa komið, gefa tilefni til annars. Við vinnu mína kannaði ég m.a. hvernig farið hefði verið eftir þeim fyrirmælum Alþingis og samnings fjármála- og efnahagsráðherra við Lindarhvol ehf., að það skipti miklu að allt ferlið við sölu og ráðstöfun félagsins á eignum væri skýrt og ljóst að ávallt lægi fyrir á hverju einstakar ákvarðanir væru byggðar. Það voru miklir örðugleikar á öflun upplýsinga og aðgangi að frumgögnum hjá Lindarhvoli ehf. og það sama átti við þegar ég leitaði eftir upplýsingum hjá Seðlabanka Íslands og slitabúum fjármálafyrirtækjanna sem tengdust stöðugleikaeignum. Af minni hálfu var þessum vanda mætt með því að óska eftir tilteknum upplýsingum um það andlag, sem til endurskoðunar var. Í greinargerð minni frá júlí 2018 er gerð grein fyrir þeim upplýsingum og svari þess sem beiðnin var beint að. Fyrirkomulag þetta gaf þeim, sem sættu eftirliti af minni hálfu, tækifæri til að koma fram með athugasemdir og viðhorf sín til fyrirspurnarinnar og er þeirra getið í greinargerð minni. Ég tel því rétt í þessu bréfi mínu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að draga fram þau efnisatriði, sem ég taldi veigamikil í tengslum við endurskoðun mína á framkvæmd fullnustu og umsýslu stöðugleikaeigna og koma fram í greinargerð minni til forseta Alþingis, sem send var með bréfi 27. júlí 2018 og eru eftirfarandi: Í kafla I er gerð grein fyrir hlutverki Ríkisendurskoðunar skv. lögum um stöðugleikaframlög nr. 36/2001 með síðari breytingum og tilefni aðkomu setts ríkisendurskoðanda að því verkefni. Ennfremur staða verksins við afhendingu til Ríkisendurskoðunar í maílok 2018. Í II kafla greinargerðarinnar er gerð grein fyrir þeim breytingum, sem frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 með síðari breytingum (stöðugleikaframlag) tók í meðförum Alþingis. Þar koma fram þau atriði, sem af hálfu setts ríkisendurskoðanda voru tekin til skoðunar og hvernig framkvæmdavaldið brást við þeim áherslum Alþingis. Í kafla III er fjallað um samning fjármála- og efnahagsráðherra við stjórn Lindarhvols ehf. um umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaframlagseigna. Þá er fjallað um stjórnskipulag og stjórnarhætti hjá Lindarhvoli ehf. ásamt fullnustu og umsýslu stöðugleikaeigna. Í kafla IV er gerð grein fyrir aðkomu Seðlabanka Íslands að samningi og móttöku stöðugleikaeigna frá slitabúum föllnu bankanna og umhirðu og eftirlitshlutverki bankans með þeim. Í kafla V er gerð grein fyrir sérstakri athugun á fullnustu tiltekinna stöðugleikaeigna. Í kafla VI er fjallað um fjárhagsendurskoðun ársreikninga Lindarhvols ehf. fyrir árin 2016 og 2017. II. Í aprílmánuði 2020 skilaði þáverandi ríkisendurskoðandi skýrslu sinni um Lindarhvol ehf. til Alþingis. Í maímánuði sama árs var ég boðaður á fjarfund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem til umfjöllunar var nefnd skýrsla. Á fundinum gerði ég grein fyrir því í stórum dráttum, að umfang og efnistök í greinargerð minni væru önnur en fram kæmu í skýrslu Ríkisendurskoðunar en nefndin hafði ekki fengið greinargerð mína til skoðunar. Niðurstaðan á fundinum var sú, að ég myndi gera grein fyrir athugasemdum mínum við skýrslu Ríkisendurskoðunar til nefndarinnar. Með bréfi til forsætisnefndar Alþingis 17. febrúar 2021 fylgdi þrettán síðna samantekt mín með athugasemdum við fyrrnefnda skýrslu, sem ég taldi nauðsynlegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði til hliðsjónar við afgreiðslu skýrslunnar. Það næsta, sem gerðist, var að ég var boðaður á fjarfund nefndarinnar 19. ágúst 2021 þar sem fyrrnefnt bréf mitt frá 17. febrúar 2021 var m.a. til umfjöllunar. Í upphafi fundarins kynnti formaður nefndarinnar þá ákvörðun skrifstofu Alþingis, að með bréf setts ríkisendurskoðanda frá 17. febrúar 2021 skyldi fara sem trúnaðarmál og að honum bæri að taka og meta sjálfur hvaða atriði í bréfinu væru háð trúnaði við umfjöllun hans á fundinum. Ég benti á, að efnið í bréfi mínu væri svar við skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem væri opinbert gagn, og því gæti ekki verið til staðar trúnaður á þeirri umfjöllun. Þá óskaði ég eftir, að mér væri kynnt yfir hvaða atriðum í bréfi mínu ætti að hvíla leynd að mati skrifstofu Alþingis. Ekki fengust svör við því og ákvað ég því í framhaldinu að ég myndi ekki ræða efni bréfsins á fundinum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020 hefur ekki verið afgreidd af Alþingi enn og mér er ekki kunnugt um, að athugasemdir mínar sem fram koma í nefndu bréfi frá febrúar 2021 hafi fengið áheyrn nefndarinnar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. var farin sú óvenjulega leið að fjalla sérstaklega um atriði, sem komu fram í greinargerð minni, gera athugasemdir við þau og andmæla án þess að mér hefði gefist nokkur kostur á að bregðast við áður en skýrslan var birt. Við þetta hafa síðan bæst við frekari ávirðingar í minn garð af hálfu ríkisendurskoðanda og stjórnenda Lindarhvols ehf. vegna starfs míns sem setts ríkisendurskoðanda. Sú meðferð, sem þessi mál hafa fengið á vettvangi Alþingis, ekki síst með aðkomu ríkisendurskoðenda og stjórnar Lindarhvols ehf., hefur hins vegar gert mér erfitt fyrir um að verjast þessum ávirðingum og þar með að upplýsa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis nánar um þau atriði, sem ég hafði staðnæmst við meðan ég fór sem settur ríkisendurskoðandi með eftirlit með starfsemi og gerningum Lindarhvols ehf. Ég vek athygli á að þessar ávirðingar í minn garð hafa birst opinberlega, m.a. í skýrslu Ríkisendurskoðunar og í tilvitnunum í fjölmiðlum í gögn, sem ríkisendurskoðandi hefur sent Alþingi. Ég hef kosið, að minnsta kosti hingað til, að svara ekki þessum ávirðingum opinberlega í fjölmiðlum enda talið, að það væri eðlilegast að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, og eftir atvikum Alþingi, lyki meðferð sinni á málum Lindarhvols ehf. og þar með að hvaða marki þær ábendingar og gögn, sem ég hef komið á framfæri við Alþingi vegna starfs míns sem setts ríkisendurskoðanda, gefa tilefni til umfjöllunar. Það getur ekki verið eðlilegt að ég þurfi í mörg ár og án niðurstöðu að sitja undir ávirðingum sem vega að fagmennsku og starfsheiðri mínum vegna verka, sem ég sinnti sem settur embættismaður Alþingis. Frétt, sem birtist í Viðskiptablaðinu hinn 24. september 2020, ber heitið ,,Greinargerð gæti bakað ríkinu bótaskyldu“. Þessi orð eru sótt í bréf ríkisendurskoðanda til forseta Alþingis dags. 18. september 2020. Þar kemur m.a. fram: „Ríkisendurskoðandi telur að það gæti valdið íslenska ríkinu bótaskyldu að gera opinbera greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, ad hoc ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols sem send var Alþingi í júlí 2018. Greinargerðin innihaldi staðreyndavillur og missagnir sem gætu, auk bótaskyldunnar, skaðað hagsmuni ríkisins með ýmsum hætti. Þetta kemur fram í umsögn ríkisendurskoðanda til forsætisnefndar Alþingis vegna kæru Viðskiptablaðsins um aðgang að téðri greinargerð.“ Í viðleitni ríkisendurskoðanda, bæði fyrrverandi og núverandi, ásamt stjórnendum Lindarhvols ehf. til að hindra að greinargerð mín komi til skoðunar við umfjöllun Alþingis um málefni Lindarhvols ehf. hafa þessir aðilar gengið svo langt að bera því fyrir sig, að hún innihaldi staðreyndavillur og missagnir sem gætu, auk bótaskyldunnar, skaðað hagsmuni ríkissjóðs. Hafa þeir sagt greinargerðina vinnugagn, að þar sé að finna rangfærslur sem Lindarhvoll ehf. telji, að brjóti í bága við ákvæði laga um Ríkisendurskoðun. Og að ekki sé farið að viðmiðum, stöðlum og verklags- og siðareglum, sem hafa beri í heiðri. Þá tel ég rétt að verkja athygli stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á eftirfarandi sem fram kom í 3. mgr. bréfs Ríkisendurskoðunar frá 20. apríl 2022 til forseta Alþingis: „Nýr ríkisendurskoðandi óskaði eftir því við settan ríkisendurskoðanda að við skil á verkefninu fylgdi með samantekt um stöðu þess til að tryggja að starfsfólk embættisins gæti sett sig inn í verkefnið með skjótum hætti og lokið því, enda lá fyrir að settur ríkisendurskoðandi hafði ekki lokið við úttektina. Í framhaldi af þessu tók settur ríkisendurskoðandi saman þá greinargerð sem nú stendur til að afhenda án takmarkana." Mér er það algjörlega óskiljanlegt hver er tilgangur þess, að æðstu yfirmenn stofnunar, sem tilheyrir Alþingi, og það gagnvart forseta Alþingis, setji fram lýsingu og fullyrðingar um hluti sem áttu að hafa átt sér stað en eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Ég var settur ríkisendurskoðandi af hálfu Alþingis til að fara meðan setningin varði með eftirlit og endurskoðun vegna málefna Lindarhvols ehf. Á þeim tíma fór ég með og bar sjálfstætt skyldur ríkisendurskoðanda vegna þessa máls gagnvart Alþingi. Það var ekki verkefni kjörins ríkisendurskoðanda að hafa afskipti af því hvernig ég rækti þetta verkefni eða gerði Alþingi grein fyrir því og loknu starfi mínu. Á mér sem settum ríkisendurskoðanda hvíldu og hvíla lögbundnar reglur um þagnarskyldu og ég fæ því illa skilið hvaða tilefni var til afskipta skrifstofu Alþingis af því hvernig fjallað yrði um greinargerð mína og bréf á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Og það er skondið að sjá því borið við af hálfu þeirra, sem leggjast gegn afhendingu greinargerðarinnar, að þar sé að finna umfjöllun um atriði sem stjórnendur Lindarhvols ehf. hafi ekki fengið tækifæri til að tjá sig um. Þetta voru þó atriði, sem ég hafði sem settur ríkisendurskoðandi óskað eftir svörum og skýringum við frá þeim án þess að fá fullnægjandi svör áður en til þess kom að greinargerðin var tekin saman. Þótt það sé ekki að öllu leyti skýrt hvað ræður því að ríkisendurskoðendur og stjórnendur Lindarhvols ehf. hafa kosið að setja fram áðurnefndar ávirðingar í minn garð þá má ætla að þar komi m.a. til þau atriði, sem ég vakti máls á í greinargerð minni og fjallað var um með öðrum hætti í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Meðal þess er sú tiltekna sala stöðuleikaeigna, sem fjallað er um í kafla IV hér að neðan. Vegna minnar aðkomu á vegum Alþingis að eftirliti með málefnum Lindarhvols ehf. og þess, sem síðar hefur komið til í þeim málum, tel ég mikilvægt að Alþingi ljúki sem fyrst umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar um þessi mál. Ég tel því rétt, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi forgöngu um að yfirstjórn Alþingis skýri gagnvart mér og nefndinni hvaða atriði í greinargerð minni frá í júlí 2018 og í bréfinu frá 17. febrúar 2021 skuli fara leynt. Í grunninn snýst þetta mál um hvernig staðið var að sölumeðferð eigna ríkisins og það hvort eignum ríkisins hefði verið ráðstafað með forsvaranlegum hætti, m.t.t. verðmætis þeirra eigna, sem látnar voru af hendi, og að hvaða marki setja eigi skorður við því að slíkt atriði geti komið til umfjöllunar á vettvangi Alþingis og eftir atvikum víðar, svo sem í viðbrögðum mínum við ávirðingum í minn garð í skýrslu og bréfum Ríkisendurskoðunar, sem hafa verið birt opinberlega. IV. Með bréfi mínu frá í nóvember 2017 óskaði ég eftir rökstuðningi stjórnar Lindarhvols ehf. og upplýsingum ásamt viðeigandi gögnum um hvert ásett lágmarksverð þeirra á eignarhluta ríkissjóðs í Klakka ehf. hefði verið. Stjórn Lindarhvols ehf. svaraði með bréfi í janúar 2018. Þar kom m.a. fram eftirfarandi: „Ekkert lágmarksverð var sett á eignina þegar salan hennar var auglýst eins og skýrlega kemur fram í þeim gögnum varðandi söluferlið sem afhent hafa verið settum ríkisendurskoðanda og voru jafnframt birt opinberlega. Viðmið stjórnar um lágmarksverð við söluna var virði eignarinnar við framsal, samkvæmt viðauka við viðkomandi stöðugleikasamning, að teknu tilliti til greiðsluflæðis af eigninni ásamt öðrum viðmiðunum sem fjallað verður um hér síðar í bréfi þessu.“ Í samningi um umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaframlagseigna frá 2016 kemur fram, að „Félagið skal taka hæsta tilboði í hverri sölu enda sé það yfir því lágmarksverði sem félagið hefur sett sér fyrirfram. Ef þörf krefur getur félagið leitað til viðurkenndra, óháðra sérfræðinga eða ráðgjafa við verðmat tiltekinna eigna eða við samanburð og mat á tilboðum.“ Þessu til viðbótar hefur mér borist yfirlit um innheimtu Klakka ehf. af seldum eignarhluta ríkissjóðs til BLM ehf. frá ársbyrjun 2016 til janúar 2021 að viðbættri greiðslu beint til ríkissjóðs án aðkomu Klakka ehf., söluandvirði og áætluðum ógreiddum eftirstöðvum í árslok 2020. Þannig námu heildarinnheimtur samtals 4,4 ma.kr. Hlutur ríkissjóðs nam 2,5 ma.kr. eða 57%, hlutur Glitnis ehf. nam 14% eða 0,6 ma.kr. og BLM fjárfestingar ehf.(BLM ehf.) 1,3 ma.kr. eða 30%. Innheimtan greinist þannig í milljónum kr.: Innheimtar kröfur og sala eignarhluta í Klakka ehf. Innheimta krafna 2016 til ríkissjóðs og Glitnis ehf. Söluandvirði 2016 til ríkissjóðs og Glitnis ehf. Kaupandi BLM ehf. Greiðsla frá? greidd af Kaupþingi 2016 til ríkissjóðs Greiðslur til ríkissjóðs og slitabús Glitnis ehf. Innheimta krafna til BLM ehf. nettó (- kaupverð til BLM ehf.) Innheimta krafna, feb. 2017 - jan. 2021 Ógreitt í árslok 2020 áætlað Hagnaður BLM ehf. af kaupum eignarhluta í Klakka ehf. Heildargreiðslur af stöðugleikaeignum framseldar ríkissjóði 1.992 946 210 3.148 1.050 200 1.250 4.398 Þessar upplýsingar styðja enn frekar við mat mitt á virði eignarhluta ríkissjóðs á söludegi í Klakka ehf.. Yfirlitið hér að ofan sýnir að innheimta krafna og sala eigna, sem tilheyrðu stöðugleikaeign, framseldri ríkissjóði, hefur frá árinu 2016 numið 4,4 ma.kr. Við skoðun mína á sölu eignarhluta í Klakka ehf. voru af minni hálfu gerðar eftirfarandi athugasemdir og/eða leitað eftir skýringum á eftirtöldum atriðum en ekki hafa fengist fullnægjandi svör við þeim: Ástæða þess að flokka stöðugleikaeign Glitnis ehf. sem fjársópseign við yfirtöku. Forsendur þess að flokka tilteknar greiðslur sem fjársópseignir að fjárhæð 658 m.kr. sem greiddar voru Glitni ehf. Forsenda þess að Klakki ehf. greiddi Glitni ehf. 145 m.kr. í mars 2016 umfram hlut í innheimtu. Hvert var tilefnið og hver greiddi 210 m.kr. til ríkissjóðs vegna Klakka ehf. af Kaupþingi 4. maí 2016. Hækkun tilboðsverðs BLM í hluta Glitnis í Klakka ehf. um 44 m. Þá er rétt að geta þess hér að á hlutahafafundi Exista í septembermánuði 2011 var ákveðið að breyta nafni félagsins í Klakki ehf. Jafnframt breyttist verkefnið í að sinna því einvörðungu að stýra eignasafni Klakka ehf. til greiðslu krafna kröfuhafa í Exista. Áformað var að ljúka verkefninu ekki síðar en á árabilinu 2025/2030. Í árslok 2020 kemur fram í ársreikningi Klakka ehf., að innheimtir hafi verið alls 67,5 milljarðar kr. frá stofnun félagsins og nettóeign þess í árslok 874 milljónir kr. V. Í reglum um þinglega meðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar, sem fjalla um skýrslur og greinargerðir stofnunarinnar, segir í 5. gr.: „Nefndin getur skilað áliti um skýrslu Ríkisendurskoðunar ef hún telur ástæðu til, sbr. 2. mgr. 31 gr. þingskapa." Skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. frá því í apríl 2020 hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd haft til umfjöllunar en ekki afgreitt í tvö og hálft ár. Greinargerð mín sem setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., sem ég skilaði til forseta Alþingis í júlí 2018, hefur ekki verið afhent nefndinni. Á þessu tímabili hef ég þurft að sitja undir af hálfu ríkisendurskoðanda og stjórnenda Lindarhvols ehf. ávirðingum í minn garð vegna starfa minna sem setts ríkisendurskoðanda og vegið að faglegum starfsheiðri mínum. Vísa ég til kafla III hér að framan í því sambandi. Þá hefur á þessu tímabilið birst opinberlega tilvitnanir í greinargerð mína og tilskrif aðila, sem tengjast málinu. Verði enn dráttur á því að ég sem embættismaður Alþingis fái afgreiðslu Alþingis á greinargerð minni um Lindarhvol ehf. mun ég huga að því hvernig rétt sé að bregðast við áðurnefndum ávirðingum í minn garð. Ég tek það fram, af gefnu tilefni, að ég áskil mér rétt til að afhenda bréf þetta til birtingar opinberlega. Afrit sent: Forseti Alþingis. Virðingarfyllst, Sigurður Þórðarson, frv. settur ríkisendurskoðandi. Tengd skjöl 2021_02_17_-_Sigurður_Þórðarson_-_athsPDF5.2MBSækja skjal Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Vísir birtir hér tvö bréf sem Sigurður Þórðarson skrifaði til þingsins. Annað er stílað á Steingrím J. Sigfússon þá forseta Alþingis en það má finna í tengdum skjölum hér neðar og er dagsett 17. febrúar 2021. Það hefur ekki komið fyrir augu almennings fyrr. Efni þess bréfs var Sigurði bannað að ræða á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar af ónefndum starfsmanni skrifstofu Alþingis. Bréfið gefur nokkra hugmynd um hvað er að finna í hinni forboðnu greinargerð sem Birgir Ármannsson forseti Alþingis hefur staðið í vegi fyrir að komi fyrir sjónir almennings. Um er að ræða frægt bréf sem Jóhann Óli Eiðsson þá blaðamaður á Viðskiptablaðinu hafði farið fram á að fá til afhendingar. Það hafði verið samþykkt en síðar var horfið frá þeirri ákvörðun. Þá má sjá hér neðar í heild sinni nýrra bréf sem Sigurður sendi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 24. nóvember 2022 eða fyrir fimm mánuðum. Þar skýrir Sigurður þá pattstöðu sem upp er komin eins og hún horfir við sér og sé óviðunandi. Hann vill vekja athygli nefndarinnar á þeirri tregðu sem verið hefur bæði á því að afhenda nefndinni og öðrum gögn og bréf, „sem tengjast starfi mínu sem setts ríkisendurskoðanda, vegna málefna Lindarhvols ehf. Þessi tregða hefur kallað á bréfaskipti og eftirrekstur af minni hálfu við forseta Alþingis og skrifstofu Alþingis frá í desember 2020 til september 2022.“ Áskilur sér rétt til að bregðast við ávirðingum Málið allt hefur reynst Sigurði þungbært. Hann er afar ósáttur við að vera í þeirri stöðu að geta varla svarað eftir þeim leiðum sem hann metur eðlilegar ýmsum ávirðingar sem hann telur sig hafa mátt sæta af hálfu Skúla Eggerts Þórðarsyni fyrrverandi ríkisendurskoðanda: Að ýmsar rangfærslur séu í greinargerð Sigurðar sem hugsanlega gætu skapað ríkinu bótaskyldu. Núverandi ríkisendurskoðandi hefur svo lagst eindregið á árar með þeim sem vilja ekki að greinargerðin líti dagsins ljós. Tveimur árum eftir að verkið var tekið úr höndum Sigurðar skilaði Skúli Eggert skýrslu þar sem fram kemur að starfsemi Lindarhvols hafi verið með miklum ágætum og ekkert við hana að athuga. Sigurður segir skýrslu Skúla Eggerts ekki í samræmi við það sem rannsóknir hans leiddu í ljós. Þetta kemur meðal annars fram í bréfinu sem Sigurður ritaði stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd fyrir hálfu ári. Þar bendir hann meðal annars á að nefndin hafi haft skýrslu um Lindarhvol til afgreiðslu í tvö og hálft ár. „Greinargerð mín sem setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., sem ég skilaði til forseta Alþingis í júlí 2018, hefur ekki verið afhent nefndinni. Á þessu tímabili hef ég þurft að sitja undir af hálfu ríkisendurskoðanda og stjórnenda Lindarhvols ehf. ávirðingum í minn garð vegna starfa minna sem setts ríkisendurskoðanda og vegið að faglegum starfsheiðri mínum.“ Sigurður lýkur bréfi sínu á að segja að verði enn dráttur á því að hann sem embættismaður Alþingis fái afgreiðslu Alþingis á greinargerð sinni um Lindarhvol ehf. muni hann huga að því hvernig rétt sé að bregðast við áðurnefndum ávirðingum í sinn garð. Staðföst varðstaða forseta um Lindarhvolsleynd Sigurður rannsakaði Lindarhvol í tvö ár, rannsókn hans kostaði skattgreiðendur 40 milljónir. Sigurður var á lokametrunum með rannsókn sína þegar Skúli, þá nýskipaður ríkisendurskoðandi tók málið úr höndum hans. Nú lítur allt út fyrir að ráðandi öfl vilji ekki að neitt sé gert með vinnu hans. Eins og margoft hefur komið fram hefur Birgir Ármannsson forseti Alþingis staðfastlega staðið í vegi fyrir því að greinargerð Sigurðar um Lindarhvol komi fyrir sjónir almennings. Þetta er þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að Birgi á þinginu um að birta greingargerðina. Þó fyrir liggi fjögur lögfræðiálit þar sem fram kemur að ekki einasta megi hann að birta greinargerðina heldur beri honum að gera það. Þorsteinn Sæmundsson fyrrverandi þingmaður, sem hefur látið málið til sín taka, hefur bent á þetta í grein sem hann birti á Vísi. Þó fyrir liggi að allir í forsætisnefnd vilji birta greinargerðina aðrir en Birgir. Birgir hefur vísað til þess sem fram hefur komið í umsögn úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þagnarskylda yfirtrompi rétt almenning til upplýsinga. Umboðsmann Alþingis rak í rogastans við þessi tíðindi, efndi til sérstakrar rannsóknar á þessu atriði og sendi stjórnvöldum eitraða pillu þegar hann lagði rannsókn málsins á hilluna: „Þá telur umboðsmaður að atvik málsins, og fleiri sem komið hafa til skoðunar hjá embættinu, bendi til þess að almennt kunni stjórnvöld að skorta fullnægjandi skilning á þeim reglum sem gilda um rétt almennings til aðgangs að vinnuskjölum svo og heimildum stjórnvalda til að birta þau umfram skyldu. Verður því tekið til skoðunar hvort ástæða sé til að fjalla um þetta atriði með almennum hætti.“ Tregðulögmál á öllum póstum Þannig er Lindarholsmálið orðið einstakt í því sem snýr að stjórnsýslu og þinginu og er þó þar af ýmsu að taka. Er málið komið í slíka flækju að Sigurður hefur neitað boði um að mæta fyrir opinn fund stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar af þeirri ástæðu að þar megi hann ekki tjá sig um nokkuð það sem máli skiptir. Ekki einu sinni bréfið sem hann ritaði Steingrími en það liggur nú fyrir hér í tengdum skjölum og ætti því ekki að teljast fyrirstaða öllu lengur. Í téðu bréfi má fá nokkra hugmynd um hvað má finna í greinargerð Sigurðar sem stjórnvöld móast við að birta. Svo sem athugasemdir við verðmat og ráðstöfun eigna sem Sigurður telur fulla ástæðu til að kanna betur. „Samhliða því að ég lauk störfum tók ég saman greinargerð um stöðu verksins og vakti sérstaka athygli á tilteknum atriðum, sem ég hafði ekki, þrátt fyrir beiðnir þar um, fengið upplýsingar og svör um. Meðal þessara atriða voru upplýsingar um verðmat og ráðstöfun tiltekinna eigna, sem ég taldi þörf á að kanna betur með tilliti til þess hvort þar hefði verið fylgt þeim reglum, sem fylgja átti samkvæmt samningnum, og því sem byggt hafði verið á af hálfu Alþingis og almennt gilda um ráðstöfun eigna ríkisins,“ segir í bréfi hans til nefndarinnar. Sigurður greinir frá því að eftir að Skúli Eggert hafði skilað sinni skýrslu í apríl 2020 var Sigurður boðaður á fund nefndarinnar. Hann gerði grein fyrir því í stórum dráttum að umfang og efnistök í greinargerð hans væru önnur en fram kæmu í skýrslu Ríkisendurskoðunar. En nefndin hefði hafði ekki fengið greinargerð hans til skoðunar þannig að tómt mál var um að tala. Þá greinir Sigurður frá því að með bréfi hans til forsætisnefndar Alþingis 17. febrúar 2021 hafi fylgt þrettán síðna samantekt hans með athugasemdum við fyrrnefnda skýrslu. Sem Sigurður taldi nauðsynlegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði til hliðsjónar við afgreiðslu skýrslunnar. Bannað að ræða efni bréfs sem hann þó hafði sent þinginu Það næsta sem gerðist var að Sigurður var boðaður á fjarfund nefndarinnar 19. ágúst 2021 þar sem fyrrnefnt bréf hans frá 17. febrúar 2021 var meðal annars til umfjöllunar. „Í upphafi fundarins kynnti formaður nefndarinnar þá ákvörðun skrifstofu Alþingis, að með bréf setts ríkisendurskoðanda frá 17. febrúar 2021 skyldi fara sem trúnaðarmál og að honum bæri að taka og meta sjálfur hvaða atriði í bréfinu væru háð trúnaði við umfjöllun hans á fundinum. Ég benti á, að efnið í bréfi mínu væri svar við skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem væri opinbert gagn, og því gæti ekki verið til staðar trúnaður á þeirri umfjöllun.“ Sigurður óskaði þá eftir því að sér yrðu kynnt yfir hvaða atriðum í bréfi hans ætti að hvíla leynd að mati skrifstofu Alþingis. Ekki fengust svör við því og ákvað Sigurður þá í framhaldinu að hann myndi ekki ræða efni bréfsins á fundinum. Það bréf liggur nú fyrir hér neðar í tengdum skjölum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020 hefur ekki verið afgreidd af Alþingi enn, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er í standandi vandræðum með málið allt og Sigurður segir að sér sé ekki kunnugt um að athugasemdir hans sem fram koma í nefndu bréfi frá febrúar 2021 hafi fengið áheyrn nefndarinnar. Alþingi 24. nóv. 2022 Móttekið 23. nóvember 2022 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Alþingi Íslendinga 101 Reykjavík. Ég veitti því athygli að "Greinargerð” mín sem setts ríkisendurskoðanda frá árinu 2018 um Lindarhvol ehf. var til umræðu á Alþingi 21. nóvember sl. undir liðnum fundarstjórn forseta. Þar kom fram m.a. af hálfu forseta Alþingis að álitamál væri hvort greinragerðin væri gagn sem lög um ríkisendurskoðanda gerðu ráð fyrir að væri afhent Alþingi Íslendinga af hálfu ríkisendurskoðanda og til birtingar og afgreiðslu. Þar sem mér er kunnugt um að skýrsla Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. er enn til afgreiðslu hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tel ég rétt að koma eftirfarandi á framfæri við nefndina um afstöðu mína til tilurðar og efnis greinargerðarinnar og um mikilvægi þess að nefndin fái þessa greinargerð mína sem setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf. til skoðunar við afgreiðslu sína á skýrslu Ríkisendurskoðunar. Tilgangur þessa bréfs míns til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis er að draga fram og vekja athygli nefndarinnar á þeirri tregðu, sem verið hefur bæði á því að afhenda nefndinni og öðrum gögn og bréf, sem tengjast starfi mínu sem setts ríkisendurskoðanda, vegna málefna Lindarhvols ehf. Þessi tregða hefur kallað á bréfaskipti og eftirrekstur af minni hálfu við forseta Alþingis og skrifstofu Alþingis frá í desember 2020 til september 2022. Nú eru liðin rúm fjögur ár frá því að ég var leystur frá embætti setts ríkisendurskoðanda til þess að annast endurskoðun og hafa tilgreint eftirlit með framkvæmd samnings milli fjármála- og efnahagsráðherra og Lindarhvols ehf. um umsýslu og fullnustu stöðugleikaeigna sem Seðlabanki Íslands tók á móti frá slitabúum fjármálafyrirtækja. Ég hafði þá sinnt því verkefni í um tvö ár. Samhliða því að ég lauk störfum tók ég saman greinargerð um stöðu verksins og vakti sérstaka athygli á tilteknum atriðum, sem ég hafði ekki, þrátt fyrir beiðnir þar um, fengið upplýsingar og svör um. Meðal þessara atriða voru upplýsingar um verðmat og ráðstöfun tiltekinna eigna, sem ég taldi þörf á að kanna betur með tilliti til þess hvort þar hefði verið fylgt þeim reglum, sem fylgja átti samkvæmt samningnum, og því sem byggt hafði verið á af hálfu Alþingis og almennt gilda um ráðstöfun eigna ríkisins. Þetta verkefni tók ég að mér og sinnti sem settur embættismaður Alþingis og við lok þess starfs taldi ég tilefni til að gera Alþingi grein fyrir stöðu verksins og þá m.a. hvaða atriði gæfu tilefni til frekari upplýsingaöflunar og mats á því hvort rétt hefði verið staðið að málum. Ef þeir, sem tóku síðar við þessu verkefni sem ríkisendurskoðandi og starfsmenn Ríkisendurskoðunar, eða stjórnendur Lindarhvols ehf., töldu ekki tilefni til að hirða frekar um þau efnisatriði, svo sem mat á verðmæti eigna og söluverð, sem ég hafði vakið máls á, var það auðvitað þeirra að færa rök fyrir sinni niðurstöðu gagnvart Alþingi. Það er svo Alþingis að taka afstöðu til þess hvort það lætur þær niðurstöður og mat standa eða hvort önnur gögn, þ.m.t. sú greinargerð, sem ég tók saman, og önnur gögn, sem fram hafa komið, gefa tilefni til annars. Við vinnu mína kannaði ég m.a. hvernig farið hefði verið eftir þeim fyrirmælum Alþingis og samnings fjármála- og efnahagsráðherra við Lindarhvol ehf., að það skipti miklu að allt ferlið við sölu og ráðstöfun félagsins á eignum væri skýrt og ljóst að ávallt lægi fyrir á hverju einstakar ákvarðanir væru byggðar. Það voru miklir örðugleikar á öflun upplýsinga og aðgangi að frumgögnum hjá Lindarhvoli ehf. og það sama átti við þegar ég leitaði eftir upplýsingum hjá Seðlabanka Íslands og slitabúum fjármálafyrirtækjanna sem tengdust stöðugleikaeignum. Af minni hálfu var þessum vanda mætt með því að óska eftir tilteknum upplýsingum um það andlag, sem til endurskoðunar var. Í greinargerð minni frá júlí 2018 er gerð grein fyrir þeim upplýsingum og svari þess sem beiðnin var beint að. Fyrirkomulag þetta gaf þeim, sem sættu eftirliti af minni hálfu, tækifæri til að koma fram með athugasemdir og viðhorf sín til fyrirspurnarinnar og er þeirra getið í greinargerð minni. Ég tel því rétt í þessu bréfi mínu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að draga fram þau efnisatriði, sem ég taldi veigamikil í tengslum við endurskoðun mína á framkvæmd fullnustu og umsýslu stöðugleikaeigna og koma fram í greinargerð minni til forseta Alþingis, sem send var með bréfi 27. júlí 2018 og eru eftirfarandi: Í kafla I er gerð grein fyrir hlutverki Ríkisendurskoðunar skv. lögum um stöðugleikaframlög nr. 36/2001 með síðari breytingum og tilefni aðkomu setts ríkisendurskoðanda að því verkefni. Ennfremur staða verksins við afhendingu til Ríkisendurskoðunar í maílok 2018. Í II kafla greinargerðarinnar er gerð grein fyrir þeim breytingum, sem frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 með síðari breytingum (stöðugleikaframlag) tók í meðförum Alþingis. Þar koma fram þau atriði, sem af hálfu setts ríkisendurskoðanda voru tekin til skoðunar og hvernig framkvæmdavaldið brást við þeim áherslum Alþingis. Í kafla III er fjallað um samning fjármála- og efnahagsráðherra við stjórn Lindarhvols ehf. um umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaframlagseigna. Þá er fjallað um stjórnskipulag og stjórnarhætti hjá Lindarhvoli ehf. ásamt fullnustu og umsýslu stöðugleikaeigna. Í kafla IV er gerð grein fyrir aðkomu Seðlabanka Íslands að samningi og móttöku stöðugleikaeigna frá slitabúum föllnu bankanna og umhirðu og eftirlitshlutverki bankans með þeim. Í kafla V er gerð grein fyrir sérstakri athugun á fullnustu tiltekinna stöðugleikaeigna. Í kafla VI er fjallað um fjárhagsendurskoðun ársreikninga Lindarhvols ehf. fyrir árin 2016 og 2017. II. Í aprílmánuði 2020 skilaði þáverandi ríkisendurskoðandi skýrslu sinni um Lindarhvol ehf. til Alþingis. Í maímánuði sama árs var ég boðaður á fjarfund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem til umfjöllunar var nefnd skýrsla. Á fundinum gerði ég grein fyrir því í stórum dráttum, að umfang og efnistök í greinargerð minni væru önnur en fram kæmu í skýrslu Ríkisendurskoðunar en nefndin hafði ekki fengið greinargerð mína til skoðunar. Niðurstaðan á fundinum var sú, að ég myndi gera grein fyrir athugasemdum mínum við skýrslu Ríkisendurskoðunar til nefndarinnar. Með bréfi til forsætisnefndar Alþingis 17. febrúar 2021 fylgdi þrettán síðna samantekt mín með athugasemdum við fyrrnefnda skýrslu, sem ég taldi nauðsynlegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði til hliðsjónar við afgreiðslu skýrslunnar. Það næsta, sem gerðist, var að ég var boðaður á fjarfund nefndarinnar 19. ágúst 2021 þar sem fyrrnefnt bréf mitt frá 17. febrúar 2021 var m.a. til umfjöllunar. Í upphafi fundarins kynnti formaður nefndarinnar þá ákvörðun skrifstofu Alþingis, að með bréf setts ríkisendurskoðanda frá 17. febrúar 2021 skyldi fara sem trúnaðarmál og að honum bæri að taka og meta sjálfur hvaða atriði í bréfinu væru háð trúnaði við umfjöllun hans á fundinum. Ég benti á, að efnið í bréfi mínu væri svar við skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem væri opinbert gagn, og því gæti ekki verið til staðar trúnaður á þeirri umfjöllun. Þá óskaði ég eftir, að mér væri kynnt yfir hvaða atriðum í bréfi mínu ætti að hvíla leynd að mati skrifstofu Alþingis. Ekki fengust svör við því og ákvað ég því í framhaldinu að ég myndi ekki ræða efni bréfsins á fundinum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020 hefur ekki verið afgreidd af Alþingi enn og mér er ekki kunnugt um, að athugasemdir mínar sem fram koma í nefndu bréfi frá febrúar 2021 hafi fengið áheyrn nefndarinnar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. var farin sú óvenjulega leið að fjalla sérstaklega um atriði, sem komu fram í greinargerð minni, gera athugasemdir við þau og andmæla án þess að mér hefði gefist nokkur kostur á að bregðast við áður en skýrslan var birt. Við þetta hafa síðan bæst við frekari ávirðingar í minn garð af hálfu ríkisendurskoðanda og stjórnenda Lindarhvols ehf. vegna starfs míns sem setts ríkisendurskoðanda. Sú meðferð, sem þessi mál hafa fengið á vettvangi Alþingis, ekki síst með aðkomu ríkisendurskoðenda og stjórnar Lindarhvols ehf., hefur hins vegar gert mér erfitt fyrir um að verjast þessum ávirðingum og þar með að upplýsa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis nánar um þau atriði, sem ég hafði staðnæmst við meðan ég fór sem settur ríkisendurskoðandi með eftirlit með starfsemi og gerningum Lindarhvols ehf. Ég vek athygli á að þessar ávirðingar í minn garð hafa birst opinberlega, m.a. í skýrslu Ríkisendurskoðunar og í tilvitnunum í fjölmiðlum í gögn, sem ríkisendurskoðandi hefur sent Alþingi. Ég hef kosið, að minnsta kosti hingað til, að svara ekki þessum ávirðingum opinberlega í fjölmiðlum enda talið, að það væri eðlilegast að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, og eftir atvikum Alþingi, lyki meðferð sinni á málum Lindarhvols ehf. og þar með að hvaða marki þær ábendingar og gögn, sem ég hef komið á framfæri við Alþingi vegna starfs míns sem setts ríkisendurskoðanda, gefa tilefni til umfjöllunar. Það getur ekki verið eðlilegt að ég þurfi í mörg ár og án niðurstöðu að sitja undir ávirðingum sem vega að fagmennsku og starfsheiðri mínum vegna verka, sem ég sinnti sem settur embættismaður Alþingis. Frétt, sem birtist í Viðskiptablaðinu hinn 24. september 2020, ber heitið ,,Greinargerð gæti bakað ríkinu bótaskyldu“. Þessi orð eru sótt í bréf ríkisendurskoðanda til forseta Alþingis dags. 18. september 2020. Þar kemur m.a. fram: „Ríkisendurskoðandi telur að það gæti valdið íslenska ríkinu bótaskyldu að gera opinbera greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, ad hoc ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols sem send var Alþingi í júlí 2018. Greinargerðin innihaldi staðreyndavillur og missagnir sem gætu, auk bótaskyldunnar, skaðað hagsmuni ríkisins með ýmsum hætti. Þetta kemur fram í umsögn ríkisendurskoðanda til forsætisnefndar Alþingis vegna kæru Viðskiptablaðsins um aðgang að téðri greinargerð.“ Í viðleitni ríkisendurskoðanda, bæði fyrrverandi og núverandi, ásamt stjórnendum Lindarhvols ehf. til að hindra að greinargerð mín komi til skoðunar við umfjöllun Alþingis um málefni Lindarhvols ehf. hafa þessir aðilar gengið svo langt að bera því fyrir sig, að hún innihaldi staðreyndavillur og missagnir sem gætu, auk bótaskyldunnar, skaðað hagsmuni ríkissjóðs. Hafa þeir sagt greinargerðina vinnugagn, að þar sé að finna rangfærslur sem Lindarhvoll ehf. telji, að brjóti í bága við ákvæði laga um Ríkisendurskoðun. Og að ekki sé farið að viðmiðum, stöðlum og verklags- og siðareglum, sem hafa beri í heiðri. Þá tel ég rétt að verkja athygli stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á eftirfarandi sem fram kom í 3. mgr. bréfs Ríkisendurskoðunar frá 20. apríl 2022 til forseta Alþingis: „Nýr ríkisendurskoðandi óskaði eftir því við settan ríkisendurskoðanda að við skil á verkefninu fylgdi með samantekt um stöðu þess til að tryggja að starfsfólk embættisins gæti sett sig inn í verkefnið með skjótum hætti og lokið því, enda lá fyrir að settur ríkisendurskoðandi hafði ekki lokið við úttektina. Í framhaldi af þessu tók settur ríkisendurskoðandi saman þá greinargerð sem nú stendur til að afhenda án takmarkana." Mér er það algjörlega óskiljanlegt hver er tilgangur þess, að æðstu yfirmenn stofnunar, sem tilheyrir Alþingi, og það gagnvart forseta Alþingis, setji fram lýsingu og fullyrðingar um hluti sem áttu að hafa átt sér stað en eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Ég var settur ríkisendurskoðandi af hálfu Alþingis til að fara meðan setningin varði með eftirlit og endurskoðun vegna málefna Lindarhvols ehf. Á þeim tíma fór ég með og bar sjálfstætt skyldur ríkisendurskoðanda vegna þessa máls gagnvart Alþingi. Það var ekki verkefni kjörins ríkisendurskoðanda að hafa afskipti af því hvernig ég rækti þetta verkefni eða gerði Alþingi grein fyrir því og loknu starfi mínu. Á mér sem settum ríkisendurskoðanda hvíldu og hvíla lögbundnar reglur um þagnarskyldu og ég fæ því illa skilið hvaða tilefni var til afskipta skrifstofu Alþingis af því hvernig fjallað yrði um greinargerð mína og bréf á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Og það er skondið að sjá því borið við af hálfu þeirra, sem leggjast gegn afhendingu greinargerðarinnar, að þar sé að finna umfjöllun um atriði sem stjórnendur Lindarhvols ehf. hafi ekki fengið tækifæri til að tjá sig um. Þetta voru þó atriði, sem ég hafði sem settur ríkisendurskoðandi óskað eftir svörum og skýringum við frá þeim án þess að fá fullnægjandi svör áður en til þess kom að greinargerðin var tekin saman. Þótt það sé ekki að öllu leyti skýrt hvað ræður því að ríkisendurskoðendur og stjórnendur Lindarhvols ehf. hafa kosið að setja fram áðurnefndar ávirðingar í minn garð þá má ætla að þar komi m.a. til þau atriði, sem ég vakti máls á í greinargerð minni og fjallað var um með öðrum hætti í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Meðal þess er sú tiltekna sala stöðuleikaeigna, sem fjallað er um í kafla IV hér að neðan. Vegna minnar aðkomu á vegum Alþingis að eftirliti með málefnum Lindarhvols ehf. og þess, sem síðar hefur komið til í þeim málum, tel ég mikilvægt að Alþingi ljúki sem fyrst umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar um þessi mál. Ég tel því rétt, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi forgöngu um að yfirstjórn Alþingis skýri gagnvart mér og nefndinni hvaða atriði í greinargerð minni frá í júlí 2018 og í bréfinu frá 17. febrúar 2021 skuli fara leynt. Í grunninn snýst þetta mál um hvernig staðið var að sölumeðferð eigna ríkisins og það hvort eignum ríkisins hefði verið ráðstafað með forsvaranlegum hætti, m.t.t. verðmætis þeirra eigna, sem látnar voru af hendi, og að hvaða marki setja eigi skorður við því að slíkt atriði geti komið til umfjöllunar á vettvangi Alþingis og eftir atvikum víðar, svo sem í viðbrögðum mínum við ávirðingum í minn garð í skýrslu og bréfum Ríkisendurskoðunar, sem hafa verið birt opinberlega. IV. Með bréfi mínu frá í nóvember 2017 óskaði ég eftir rökstuðningi stjórnar Lindarhvols ehf. og upplýsingum ásamt viðeigandi gögnum um hvert ásett lágmarksverð þeirra á eignarhluta ríkissjóðs í Klakka ehf. hefði verið. Stjórn Lindarhvols ehf. svaraði með bréfi í janúar 2018. Þar kom m.a. fram eftirfarandi: „Ekkert lágmarksverð var sett á eignina þegar salan hennar var auglýst eins og skýrlega kemur fram í þeim gögnum varðandi söluferlið sem afhent hafa verið settum ríkisendurskoðanda og voru jafnframt birt opinberlega. Viðmið stjórnar um lágmarksverð við söluna var virði eignarinnar við framsal, samkvæmt viðauka við viðkomandi stöðugleikasamning, að teknu tilliti til greiðsluflæðis af eigninni ásamt öðrum viðmiðunum sem fjallað verður um hér síðar í bréfi þessu.“ Í samningi um umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaframlagseigna frá 2016 kemur fram, að „Félagið skal taka hæsta tilboði í hverri sölu enda sé það yfir því lágmarksverði sem félagið hefur sett sér fyrirfram. Ef þörf krefur getur félagið leitað til viðurkenndra, óháðra sérfræðinga eða ráðgjafa við verðmat tiltekinna eigna eða við samanburð og mat á tilboðum.“ Þessu til viðbótar hefur mér borist yfirlit um innheimtu Klakka ehf. af seldum eignarhluta ríkissjóðs til BLM ehf. frá ársbyrjun 2016 til janúar 2021 að viðbættri greiðslu beint til ríkissjóðs án aðkomu Klakka ehf., söluandvirði og áætluðum ógreiddum eftirstöðvum í árslok 2020. Þannig námu heildarinnheimtur samtals 4,4 ma.kr. Hlutur ríkissjóðs nam 2,5 ma.kr. eða 57%, hlutur Glitnis ehf. nam 14% eða 0,6 ma.kr. og BLM fjárfestingar ehf.(BLM ehf.) 1,3 ma.kr. eða 30%. Innheimtan greinist þannig í milljónum kr.: Innheimtar kröfur og sala eignarhluta í Klakka ehf. Innheimta krafna 2016 til ríkissjóðs og Glitnis ehf. Söluandvirði 2016 til ríkissjóðs og Glitnis ehf. Kaupandi BLM ehf. Greiðsla frá? greidd af Kaupþingi 2016 til ríkissjóðs Greiðslur til ríkissjóðs og slitabús Glitnis ehf. Innheimta krafna til BLM ehf. nettó (- kaupverð til BLM ehf.) Innheimta krafna, feb. 2017 - jan. 2021 Ógreitt í árslok 2020 áætlað Hagnaður BLM ehf. af kaupum eignarhluta í Klakka ehf. Heildargreiðslur af stöðugleikaeignum framseldar ríkissjóði 1.992 946 210 3.148 1.050 200 1.250 4.398 Þessar upplýsingar styðja enn frekar við mat mitt á virði eignarhluta ríkissjóðs á söludegi í Klakka ehf.. Yfirlitið hér að ofan sýnir að innheimta krafna og sala eigna, sem tilheyrðu stöðugleikaeign, framseldri ríkissjóði, hefur frá árinu 2016 numið 4,4 ma.kr. Við skoðun mína á sölu eignarhluta í Klakka ehf. voru af minni hálfu gerðar eftirfarandi athugasemdir og/eða leitað eftir skýringum á eftirtöldum atriðum en ekki hafa fengist fullnægjandi svör við þeim: Ástæða þess að flokka stöðugleikaeign Glitnis ehf. sem fjársópseign við yfirtöku. Forsendur þess að flokka tilteknar greiðslur sem fjársópseignir að fjárhæð 658 m.kr. sem greiddar voru Glitni ehf. Forsenda þess að Klakki ehf. greiddi Glitni ehf. 145 m.kr. í mars 2016 umfram hlut í innheimtu. Hvert var tilefnið og hver greiddi 210 m.kr. til ríkissjóðs vegna Klakka ehf. af Kaupþingi 4. maí 2016. Hækkun tilboðsverðs BLM í hluta Glitnis í Klakka ehf. um 44 m. Þá er rétt að geta þess hér að á hlutahafafundi Exista í septembermánuði 2011 var ákveðið að breyta nafni félagsins í Klakki ehf. Jafnframt breyttist verkefnið í að sinna því einvörðungu að stýra eignasafni Klakka ehf. til greiðslu krafna kröfuhafa í Exista. Áformað var að ljúka verkefninu ekki síðar en á árabilinu 2025/2030. Í árslok 2020 kemur fram í ársreikningi Klakka ehf., að innheimtir hafi verið alls 67,5 milljarðar kr. frá stofnun félagsins og nettóeign þess í árslok 874 milljónir kr. V. Í reglum um þinglega meðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar, sem fjalla um skýrslur og greinargerðir stofnunarinnar, segir í 5. gr.: „Nefndin getur skilað áliti um skýrslu Ríkisendurskoðunar ef hún telur ástæðu til, sbr. 2. mgr. 31 gr. þingskapa." Skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. frá því í apríl 2020 hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd haft til umfjöllunar en ekki afgreitt í tvö og hálft ár. Greinargerð mín sem setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., sem ég skilaði til forseta Alþingis í júlí 2018, hefur ekki verið afhent nefndinni. Á þessu tímabili hef ég þurft að sitja undir af hálfu ríkisendurskoðanda og stjórnenda Lindarhvols ehf. ávirðingum í minn garð vegna starfa minna sem setts ríkisendurskoðanda og vegið að faglegum starfsheiðri mínum. Vísa ég til kafla III hér að framan í því sambandi. Þá hefur á þessu tímabilið birst opinberlega tilvitnanir í greinargerð mína og tilskrif aðila, sem tengjast málinu. Verði enn dráttur á því að ég sem embættismaður Alþingis fái afgreiðslu Alþingis á greinargerð minni um Lindarhvol ehf. mun ég huga að því hvernig rétt sé að bregðast við áðurnefndum ávirðingum í minn garð. Ég tek það fram, af gefnu tilefni, að ég áskil mér rétt til að afhenda bréf þetta til birtingar opinberlega. Afrit sent: Forseti Alþingis. Virðingarfyllst, Sigurður Þórðarson, frv. settur ríkisendurskoðandi. Tengd skjöl 2021_02_17_-_Sigurður_Þórðarson_-_athsPDF5.2MBSækja skjal
Alþingi 24. nóv. 2022 Móttekið 23. nóvember 2022 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Alþingi Íslendinga 101 Reykjavík. Ég veitti því athygli að "Greinargerð” mín sem setts ríkisendurskoðanda frá árinu 2018 um Lindarhvol ehf. var til umræðu á Alþingi 21. nóvember sl. undir liðnum fundarstjórn forseta. Þar kom fram m.a. af hálfu forseta Alþingis að álitamál væri hvort greinragerðin væri gagn sem lög um ríkisendurskoðanda gerðu ráð fyrir að væri afhent Alþingi Íslendinga af hálfu ríkisendurskoðanda og til birtingar og afgreiðslu. Þar sem mér er kunnugt um að skýrsla Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. er enn til afgreiðslu hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tel ég rétt að koma eftirfarandi á framfæri við nefndina um afstöðu mína til tilurðar og efnis greinargerðarinnar og um mikilvægi þess að nefndin fái þessa greinargerð mína sem setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf. til skoðunar við afgreiðslu sína á skýrslu Ríkisendurskoðunar. Tilgangur þessa bréfs míns til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis er að draga fram og vekja athygli nefndarinnar á þeirri tregðu, sem verið hefur bæði á því að afhenda nefndinni og öðrum gögn og bréf, sem tengjast starfi mínu sem setts ríkisendurskoðanda, vegna málefna Lindarhvols ehf. Þessi tregða hefur kallað á bréfaskipti og eftirrekstur af minni hálfu við forseta Alþingis og skrifstofu Alþingis frá í desember 2020 til september 2022. Nú eru liðin rúm fjögur ár frá því að ég var leystur frá embætti setts ríkisendurskoðanda til þess að annast endurskoðun og hafa tilgreint eftirlit með framkvæmd samnings milli fjármála- og efnahagsráðherra og Lindarhvols ehf. um umsýslu og fullnustu stöðugleikaeigna sem Seðlabanki Íslands tók á móti frá slitabúum fjármálafyrirtækja. Ég hafði þá sinnt því verkefni í um tvö ár. Samhliða því að ég lauk störfum tók ég saman greinargerð um stöðu verksins og vakti sérstaka athygli á tilteknum atriðum, sem ég hafði ekki, þrátt fyrir beiðnir þar um, fengið upplýsingar og svör um. Meðal þessara atriða voru upplýsingar um verðmat og ráðstöfun tiltekinna eigna, sem ég taldi þörf á að kanna betur með tilliti til þess hvort þar hefði verið fylgt þeim reglum, sem fylgja átti samkvæmt samningnum, og því sem byggt hafði verið á af hálfu Alþingis og almennt gilda um ráðstöfun eigna ríkisins. Þetta verkefni tók ég að mér og sinnti sem settur embættismaður Alþingis og við lok þess starfs taldi ég tilefni til að gera Alþingi grein fyrir stöðu verksins og þá m.a. hvaða atriði gæfu tilefni til frekari upplýsingaöflunar og mats á því hvort rétt hefði verið staðið að málum. Ef þeir, sem tóku síðar við þessu verkefni sem ríkisendurskoðandi og starfsmenn Ríkisendurskoðunar, eða stjórnendur Lindarhvols ehf., töldu ekki tilefni til að hirða frekar um þau efnisatriði, svo sem mat á verðmæti eigna og söluverð, sem ég hafði vakið máls á, var það auðvitað þeirra að færa rök fyrir sinni niðurstöðu gagnvart Alþingi. Það er svo Alþingis að taka afstöðu til þess hvort það lætur þær niðurstöður og mat standa eða hvort önnur gögn, þ.m.t. sú greinargerð, sem ég tók saman, og önnur gögn, sem fram hafa komið, gefa tilefni til annars. Við vinnu mína kannaði ég m.a. hvernig farið hefði verið eftir þeim fyrirmælum Alþingis og samnings fjármála- og efnahagsráðherra við Lindarhvol ehf., að það skipti miklu að allt ferlið við sölu og ráðstöfun félagsins á eignum væri skýrt og ljóst að ávallt lægi fyrir á hverju einstakar ákvarðanir væru byggðar. Það voru miklir örðugleikar á öflun upplýsinga og aðgangi að frumgögnum hjá Lindarhvoli ehf. og það sama átti við þegar ég leitaði eftir upplýsingum hjá Seðlabanka Íslands og slitabúum fjármálafyrirtækjanna sem tengdust stöðugleikaeignum. Af minni hálfu var þessum vanda mætt með því að óska eftir tilteknum upplýsingum um það andlag, sem til endurskoðunar var. Í greinargerð minni frá júlí 2018 er gerð grein fyrir þeim upplýsingum og svari þess sem beiðnin var beint að. Fyrirkomulag þetta gaf þeim, sem sættu eftirliti af minni hálfu, tækifæri til að koma fram með athugasemdir og viðhorf sín til fyrirspurnarinnar og er þeirra getið í greinargerð minni. Ég tel því rétt í þessu bréfi mínu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að draga fram þau efnisatriði, sem ég taldi veigamikil í tengslum við endurskoðun mína á framkvæmd fullnustu og umsýslu stöðugleikaeigna og koma fram í greinargerð minni til forseta Alþingis, sem send var með bréfi 27. júlí 2018 og eru eftirfarandi: Í kafla I er gerð grein fyrir hlutverki Ríkisendurskoðunar skv. lögum um stöðugleikaframlög nr. 36/2001 með síðari breytingum og tilefni aðkomu setts ríkisendurskoðanda að því verkefni. Ennfremur staða verksins við afhendingu til Ríkisendurskoðunar í maílok 2018. Í II kafla greinargerðarinnar er gerð grein fyrir þeim breytingum, sem frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 með síðari breytingum (stöðugleikaframlag) tók í meðförum Alþingis. Þar koma fram þau atriði, sem af hálfu setts ríkisendurskoðanda voru tekin til skoðunar og hvernig framkvæmdavaldið brást við þeim áherslum Alþingis. Í kafla III er fjallað um samning fjármála- og efnahagsráðherra við stjórn Lindarhvols ehf. um umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaframlagseigna. Þá er fjallað um stjórnskipulag og stjórnarhætti hjá Lindarhvoli ehf. ásamt fullnustu og umsýslu stöðugleikaeigna. Í kafla IV er gerð grein fyrir aðkomu Seðlabanka Íslands að samningi og móttöku stöðugleikaeigna frá slitabúum föllnu bankanna og umhirðu og eftirlitshlutverki bankans með þeim. Í kafla V er gerð grein fyrir sérstakri athugun á fullnustu tiltekinna stöðugleikaeigna. Í kafla VI er fjallað um fjárhagsendurskoðun ársreikninga Lindarhvols ehf. fyrir árin 2016 og 2017. II. Í aprílmánuði 2020 skilaði þáverandi ríkisendurskoðandi skýrslu sinni um Lindarhvol ehf. til Alþingis. Í maímánuði sama árs var ég boðaður á fjarfund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem til umfjöllunar var nefnd skýrsla. Á fundinum gerði ég grein fyrir því í stórum dráttum, að umfang og efnistök í greinargerð minni væru önnur en fram kæmu í skýrslu Ríkisendurskoðunar en nefndin hafði ekki fengið greinargerð mína til skoðunar. Niðurstaðan á fundinum var sú, að ég myndi gera grein fyrir athugasemdum mínum við skýrslu Ríkisendurskoðunar til nefndarinnar. Með bréfi til forsætisnefndar Alþingis 17. febrúar 2021 fylgdi þrettán síðna samantekt mín með athugasemdum við fyrrnefnda skýrslu, sem ég taldi nauðsynlegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði til hliðsjónar við afgreiðslu skýrslunnar. Það næsta, sem gerðist, var að ég var boðaður á fjarfund nefndarinnar 19. ágúst 2021 þar sem fyrrnefnt bréf mitt frá 17. febrúar 2021 var m.a. til umfjöllunar. Í upphafi fundarins kynnti formaður nefndarinnar þá ákvörðun skrifstofu Alþingis, að með bréf setts ríkisendurskoðanda frá 17. febrúar 2021 skyldi fara sem trúnaðarmál og að honum bæri að taka og meta sjálfur hvaða atriði í bréfinu væru háð trúnaði við umfjöllun hans á fundinum. Ég benti á, að efnið í bréfi mínu væri svar við skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem væri opinbert gagn, og því gæti ekki verið til staðar trúnaður á þeirri umfjöllun. Þá óskaði ég eftir, að mér væri kynnt yfir hvaða atriðum í bréfi mínu ætti að hvíla leynd að mati skrifstofu Alþingis. Ekki fengust svör við því og ákvað ég því í framhaldinu að ég myndi ekki ræða efni bréfsins á fundinum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020 hefur ekki verið afgreidd af Alþingi enn og mér er ekki kunnugt um, að athugasemdir mínar sem fram koma í nefndu bréfi frá febrúar 2021 hafi fengið áheyrn nefndarinnar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. var farin sú óvenjulega leið að fjalla sérstaklega um atriði, sem komu fram í greinargerð minni, gera athugasemdir við þau og andmæla án þess að mér hefði gefist nokkur kostur á að bregðast við áður en skýrslan var birt. Við þetta hafa síðan bæst við frekari ávirðingar í minn garð af hálfu ríkisendurskoðanda og stjórnenda Lindarhvols ehf. vegna starfs míns sem setts ríkisendurskoðanda. Sú meðferð, sem þessi mál hafa fengið á vettvangi Alþingis, ekki síst með aðkomu ríkisendurskoðenda og stjórnar Lindarhvols ehf., hefur hins vegar gert mér erfitt fyrir um að verjast þessum ávirðingum og þar með að upplýsa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis nánar um þau atriði, sem ég hafði staðnæmst við meðan ég fór sem settur ríkisendurskoðandi með eftirlit með starfsemi og gerningum Lindarhvols ehf. Ég vek athygli á að þessar ávirðingar í minn garð hafa birst opinberlega, m.a. í skýrslu Ríkisendurskoðunar og í tilvitnunum í fjölmiðlum í gögn, sem ríkisendurskoðandi hefur sent Alþingi. Ég hef kosið, að minnsta kosti hingað til, að svara ekki þessum ávirðingum opinberlega í fjölmiðlum enda talið, að það væri eðlilegast að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, og eftir atvikum Alþingi, lyki meðferð sinni á málum Lindarhvols ehf. og þar með að hvaða marki þær ábendingar og gögn, sem ég hef komið á framfæri við Alþingi vegna starfs míns sem setts ríkisendurskoðanda, gefa tilefni til umfjöllunar. Það getur ekki verið eðlilegt að ég þurfi í mörg ár og án niðurstöðu að sitja undir ávirðingum sem vega að fagmennsku og starfsheiðri mínum vegna verka, sem ég sinnti sem settur embættismaður Alþingis. Frétt, sem birtist í Viðskiptablaðinu hinn 24. september 2020, ber heitið ,,Greinargerð gæti bakað ríkinu bótaskyldu“. Þessi orð eru sótt í bréf ríkisendurskoðanda til forseta Alþingis dags. 18. september 2020. Þar kemur m.a. fram: „Ríkisendurskoðandi telur að það gæti valdið íslenska ríkinu bótaskyldu að gera opinbera greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, ad hoc ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols sem send var Alþingi í júlí 2018. Greinargerðin innihaldi staðreyndavillur og missagnir sem gætu, auk bótaskyldunnar, skaðað hagsmuni ríkisins með ýmsum hætti. Þetta kemur fram í umsögn ríkisendurskoðanda til forsætisnefndar Alþingis vegna kæru Viðskiptablaðsins um aðgang að téðri greinargerð.“ Í viðleitni ríkisendurskoðanda, bæði fyrrverandi og núverandi, ásamt stjórnendum Lindarhvols ehf. til að hindra að greinargerð mín komi til skoðunar við umfjöllun Alþingis um málefni Lindarhvols ehf. hafa þessir aðilar gengið svo langt að bera því fyrir sig, að hún innihaldi staðreyndavillur og missagnir sem gætu, auk bótaskyldunnar, skaðað hagsmuni ríkissjóðs. Hafa þeir sagt greinargerðina vinnugagn, að þar sé að finna rangfærslur sem Lindarhvoll ehf. telji, að brjóti í bága við ákvæði laga um Ríkisendurskoðun. Og að ekki sé farið að viðmiðum, stöðlum og verklags- og siðareglum, sem hafa beri í heiðri. Þá tel ég rétt að verkja athygli stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á eftirfarandi sem fram kom í 3. mgr. bréfs Ríkisendurskoðunar frá 20. apríl 2022 til forseta Alþingis: „Nýr ríkisendurskoðandi óskaði eftir því við settan ríkisendurskoðanda að við skil á verkefninu fylgdi með samantekt um stöðu þess til að tryggja að starfsfólk embættisins gæti sett sig inn í verkefnið með skjótum hætti og lokið því, enda lá fyrir að settur ríkisendurskoðandi hafði ekki lokið við úttektina. Í framhaldi af þessu tók settur ríkisendurskoðandi saman þá greinargerð sem nú stendur til að afhenda án takmarkana." Mér er það algjörlega óskiljanlegt hver er tilgangur þess, að æðstu yfirmenn stofnunar, sem tilheyrir Alþingi, og það gagnvart forseta Alþingis, setji fram lýsingu og fullyrðingar um hluti sem áttu að hafa átt sér stað en eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Ég var settur ríkisendurskoðandi af hálfu Alþingis til að fara meðan setningin varði með eftirlit og endurskoðun vegna málefna Lindarhvols ehf. Á þeim tíma fór ég með og bar sjálfstætt skyldur ríkisendurskoðanda vegna þessa máls gagnvart Alþingi. Það var ekki verkefni kjörins ríkisendurskoðanda að hafa afskipti af því hvernig ég rækti þetta verkefni eða gerði Alþingi grein fyrir því og loknu starfi mínu. Á mér sem settum ríkisendurskoðanda hvíldu og hvíla lögbundnar reglur um þagnarskyldu og ég fæ því illa skilið hvaða tilefni var til afskipta skrifstofu Alþingis af því hvernig fjallað yrði um greinargerð mína og bréf á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Og það er skondið að sjá því borið við af hálfu þeirra, sem leggjast gegn afhendingu greinargerðarinnar, að þar sé að finna umfjöllun um atriði sem stjórnendur Lindarhvols ehf. hafi ekki fengið tækifæri til að tjá sig um. Þetta voru þó atriði, sem ég hafði sem settur ríkisendurskoðandi óskað eftir svörum og skýringum við frá þeim án þess að fá fullnægjandi svör áður en til þess kom að greinargerðin var tekin saman. Þótt það sé ekki að öllu leyti skýrt hvað ræður því að ríkisendurskoðendur og stjórnendur Lindarhvols ehf. hafa kosið að setja fram áðurnefndar ávirðingar í minn garð þá má ætla að þar komi m.a. til þau atriði, sem ég vakti máls á í greinargerð minni og fjallað var um með öðrum hætti í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Meðal þess er sú tiltekna sala stöðuleikaeigna, sem fjallað er um í kafla IV hér að neðan. Vegna minnar aðkomu á vegum Alþingis að eftirliti með málefnum Lindarhvols ehf. og þess, sem síðar hefur komið til í þeim málum, tel ég mikilvægt að Alþingi ljúki sem fyrst umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar um þessi mál. Ég tel því rétt, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi forgöngu um að yfirstjórn Alþingis skýri gagnvart mér og nefndinni hvaða atriði í greinargerð minni frá í júlí 2018 og í bréfinu frá 17. febrúar 2021 skuli fara leynt. Í grunninn snýst þetta mál um hvernig staðið var að sölumeðferð eigna ríkisins og það hvort eignum ríkisins hefði verið ráðstafað með forsvaranlegum hætti, m.t.t. verðmætis þeirra eigna, sem látnar voru af hendi, og að hvaða marki setja eigi skorður við því að slíkt atriði geti komið til umfjöllunar á vettvangi Alþingis og eftir atvikum víðar, svo sem í viðbrögðum mínum við ávirðingum í minn garð í skýrslu og bréfum Ríkisendurskoðunar, sem hafa verið birt opinberlega. IV. Með bréfi mínu frá í nóvember 2017 óskaði ég eftir rökstuðningi stjórnar Lindarhvols ehf. og upplýsingum ásamt viðeigandi gögnum um hvert ásett lágmarksverð þeirra á eignarhluta ríkissjóðs í Klakka ehf. hefði verið. Stjórn Lindarhvols ehf. svaraði með bréfi í janúar 2018. Þar kom m.a. fram eftirfarandi: „Ekkert lágmarksverð var sett á eignina þegar salan hennar var auglýst eins og skýrlega kemur fram í þeim gögnum varðandi söluferlið sem afhent hafa verið settum ríkisendurskoðanda og voru jafnframt birt opinberlega. Viðmið stjórnar um lágmarksverð við söluna var virði eignarinnar við framsal, samkvæmt viðauka við viðkomandi stöðugleikasamning, að teknu tilliti til greiðsluflæðis af eigninni ásamt öðrum viðmiðunum sem fjallað verður um hér síðar í bréfi þessu.“ Í samningi um umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaframlagseigna frá 2016 kemur fram, að „Félagið skal taka hæsta tilboði í hverri sölu enda sé það yfir því lágmarksverði sem félagið hefur sett sér fyrirfram. Ef þörf krefur getur félagið leitað til viðurkenndra, óháðra sérfræðinga eða ráðgjafa við verðmat tiltekinna eigna eða við samanburð og mat á tilboðum.“ Þessu til viðbótar hefur mér borist yfirlit um innheimtu Klakka ehf. af seldum eignarhluta ríkissjóðs til BLM ehf. frá ársbyrjun 2016 til janúar 2021 að viðbættri greiðslu beint til ríkissjóðs án aðkomu Klakka ehf., söluandvirði og áætluðum ógreiddum eftirstöðvum í árslok 2020. Þannig námu heildarinnheimtur samtals 4,4 ma.kr. Hlutur ríkissjóðs nam 2,5 ma.kr. eða 57%, hlutur Glitnis ehf. nam 14% eða 0,6 ma.kr. og BLM fjárfestingar ehf.(BLM ehf.) 1,3 ma.kr. eða 30%. Innheimtan greinist þannig í milljónum kr.: Innheimtar kröfur og sala eignarhluta í Klakka ehf. Innheimta krafna 2016 til ríkissjóðs og Glitnis ehf. Söluandvirði 2016 til ríkissjóðs og Glitnis ehf. Kaupandi BLM ehf. Greiðsla frá? greidd af Kaupþingi 2016 til ríkissjóðs Greiðslur til ríkissjóðs og slitabús Glitnis ehf. Innheimta krafna til BLM ehf. nettó (- kaupverð til BLM ehf.) Innheimta krafna, feb. 2017 - jan. 2021 Ógreitt í árslok 2020 áætlað Hagnaður BLM ehf. af kaupum eignarhluta í Klakka ehf. Heildargreiðslur af stöðugleikaeignum framseldar ríkissjóði 1.992 946 210 3.148 1.050 200 1.250 4.398 Þessar upplýsingar styðja enn frekar við mat mitt á virði eignarhluta ríkissjóðs á söludegi í Klakka ehf.. Yfirlitið hér að ofan sýnir að innheimta krafna og sala eigna, sem tilheyrðu stöðugleikaeign, framseldri ríkissjóði, hefur frá árinu 2016 numið 4,4 ma.kr. Við skoðun mína á sölu eignarhluta í Klakka ehf. voru af minni hálfu gerðar eftirfarandi athugasemdir og/eða leitað eftir skýringum á eftirtöldum atriðum en ekki hafa fengist fullnægjandi svör við þeim: Ástæða þess að flokka stöðugleikaeign Glitnis ehf. sem fjársópseign við yfirtöku. Forsendur þess að flokka tilteknar greiðslur sem fjársópseignir að fjárhæð 658 m.kr. sem greiddar voru Glitni ehf. Forsenda þess að Klakki ehf. greiddi Glitni ehf. 145 m.kr. í mars 2016 umfram hlut í innheimtu. Hvert var tilefnið og hver greiddi 210 m.kr. til ríkissjóðs vegna Klakka ehf. af Kaupþingi 4. maí 2016. Hækkun tilboðsverðs BLM í hluta Glitnis í Klakka ehf. um 44 m. Þá er rétt að geta þess hér að á hlutahafafundi Exista í septembermánuði 2011 var ákveðið að breyta nafni félagsins í Klakki ehf. Jafnframt breyttist verkefnið í að sinna því einvörðungu að stýra eignasafni Klakka ehf. til greiðslu krafna kröfuhafa í Exista. Áformað var að ljúka verkefninu ekki síðar en á árabilinu 2025/2030. Í árslok 2020 kemur fram í ársreikningi Klakka ehf., að innheimtir hafi verið alls 67,5 milljarðar kr. frá stofnun félagsins og nettóeign þess í árslok 874 milljónir kr. V. Í reglum um þinglega meðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar, sem fjalla um skýrslur og greinargerðir stofnunarinnar, segir í 5. gr.: „Nefndin getur skilað áliti um skýrslu Ríkisendurskoðunar ef hún telur ástæðu til, sbr. 2. mgr. 31 gr. þingskapa." Skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. frá því í apríl 2020 hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd haft til umfjöllunar en ekki afgreitt í tvö og hálft ár. Greinargerð mín sem setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., sem ég skilaði til forseta Alþingis í júlí 2018, hefur ekki verið afhent nefndinni. Á þessu tímabili hef ég þurft að sitja undir af hálfu ríkisendurskoðanda og stjórnenda Lindarhvols ehf. ávirðingum í minn garð vegna starfa minna sem setts ríkisendurskoðanda og vegið að faglegum starfsheiðri mínum. Vísa ég til kafla III hér að framan í því sambandi. Þá hefur á þessu tímabilið birst opinberlega tilvitnanir í greinargerð mína og tilskrif aðila, sem tengjast málinu. Verði enn dráttur á því að ég sem embættismaður Alþingis fái afgreiðslu Alþingis á greinargerð minni um Lindarhvol ehf. mun ég huga að því hvernig rétt sé að bregðast við áðurnefndum ávirðingum í minn garð. Ég tek það fram, af gefnu tilefni, að ég áskil mér rétt til að afhenda bréf þetta til birtingar opinberlega. Afrit sent: Forseti Alþingis. Virðingarfyllst, Sigurður Þórðarson, frv. settur ríkisendurskoðandi.
Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira